Íþróttablaðið - 01.09.1944, Qupperneq 34
26
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
jmwrm féíöa
LU1 \
Þú áttir strax í æskn l>að,
sem allt vll leysa úr banni,
og gjarnan kemur gó'ðu af stað
og gjörir strák að manni.
Svo áköf var J)in unga þrá
til alls er vex og lifir,
að bæri þig að söltmn sjá
þú syntir bara y.fir.
Og þánnig varð l)ín æfi öll
ein islenzk hetjusaga:
af þroskans leið þú fluttir fjöll
í fangi alla daga.
Þér varð það heilagt hjartans mál
að herða þína samtíð
svo eigi þryti andlegt stál
í okkar miklu framtíð.
Og einmitt þoli þvílíks stáls
má þakka beinni línu,
að eyjan vor er orðin frjáls
á afmælinu þínu,
— Ef enginn hefði hent sér út
án hiks i kaldan sæinn,
þá norpaði ennþá niðurlút
og nærsýn þjóð nm bæinn.
Þú áttir hugsjón alla tíð
— og enn mun skap þitt velja
hið þyndarlausa, þögla stríð
gegn þeim er lífið selja.
— Og eins ég vildi óska í dag,
þótt ei sé mark að draumum:
að sjá þig- fram á sólarlag
á sundi í nýjum straumuin.
Jóhannes úr Kötlum.
Heillaóskir skeggi þínu og skalla
skröltu lengi meðal vorra hvera.
Verða munt þú elztur allra kalla
ef engir t'antar taka þig og skera.
Kristmann Guðmnndsson.
Þú hefur lengi, Lárus Rist,
lýðnum unga sundið kennt.
þróist æ þin likamslist,
landinu í, sem höfuðmennt.
Guðmiindur og Karl Finnbogasgnir.
Ný met.
Á Innanfélagsmótum Reykjavikur-
félaganna í frjálsum íþróttum hafa
Innilegar hamingjuóskir á 65 ára
afmælinu. Friður og farsæld fylgi þér
aldur þins um ófarinn veg. Orni þér
gömlum á æfikvöldi hugljúfar minn-
ingar horfinna daga.
Skátastúlkur á Akranesi.
Þegar ég las kveðjurnar, þá
tók Lárus það fram, að sér þætti
sérstaklega vænt um skeyti skáta-
stúlknanna frá Akranesi. Það
var eins og kveðja frá æskuvin-
um og æskustöðvum. Með for-
eldum sumra þessara stúlkna
liafði hann, sem smádrengur leik
ið sér á Akranesi. Um flúðir og
fjörur liöfðu þau farið í leit að
skeljum og kuðungum, og í fjöru-
lónum og við Flösina höfðu þau
siglt fyrstu skipunum. Saman
höfðu þau dvalið í þessum leikj-
um í löndum æfintýranna. Nú
eru skipin sokkin og hinir gömlu
æfintýrahlutir sokknir í sand. Ný
æska leikur sér og dreymir
drauma og vinnur heit. Heitasta
ösk afmælisbarnsins er að ís-
land megi ávallt eiga æsku, sem
á sér hugsjónir og segir með
sjálfri sér „ég skal“ og efnir
heitið. Hann óskar þess einntg'
að saman fari orka og' andi, og
að æska landsins hafi hugfastar
ljóðlínur þjóðskáldsins:
Mundu að léð er lýði
land fyrir kraft og anda.
íþróttablaðið óskar Lárusi Rist
lil hamingju með afmælið.
þessi met verið sett. Hjá K.R.: íslands-
met i 4x1500 m. boðhlaupi á 18:05,4
mín. og 4x800 m. boðhlaupi á 8:45,0
mín. I sveitunum voru: Páll Halldórs-
son, Brynj. Ingólfsson, Indriði Jóns-
son og Haraldur Björnsson. Ennfrem-
ur ný drengjamet í 1000 m. hlaupi
2:40,6. — Páll Halldórsson þrístökk án
atrennu — 8,37 m. — Björn Vilmund-
arson og 1000 m. boðhlaupi - 2:11,7
min. Hjá Í.H.: íslandsmet i 300 metra
hlaupi 37,1 sek. — Kjartan Jó-
hannsson.
Tvö met í stangarstökki.
A þjóðhátíð Vestmanneyinga 4.
ág. s.l. voru sett tvö met i stangar-
stökki. Guðjón Magnússon, Tý, stökk
3,55 m. og bætti þar við ísl. metið
sitt um 2 cm., en Torfi Bryngeirsson,
Þór, setti nýtt drengjamet með því
að stökkva 3,33 m. Fyrra drengjamet-
ið, 3,31 m., átti Þorkell Jóhannesson,
F.H.
Staðfest íslandsmet.
3. júlí staðfesti stjórn Í.S.Í eftirfar-
andi íslandsmet: 1. Hástökk án at-
rennu: Árangur 1,51 m. Sett af Skúla
Guðmundssyni (K.R.) 3. júní 1944.
2. Hástökk með atrennu. Árangur:
1,93 m. Selt af Skúla Guðmundssyni
(K.R.) 19. júni 1944. 3. Kúluvarp betri
hendi. Árangur: 15,32. Sett af Gunn-
ari Huseby (K.R.) 19. júní- 1944.
íþróttakvikmynd.
Glímufélagið Ármann lét fyrir nokk-
uru búa til kvikmynd af fimleika-,
sund- og glímuflokkum sínum og hef-
ur sýnt myndina bæði í Reykjavík og
víðsvegar um land við mikla aðsókn
og vinsældir. Sumir þæltir myndar-
innar eru mjög fallegir. og. geta verið
undirstaða að úrvals íþróttakvikmynd.
Nokkur hluti myndarinnar er tekinn
í litum. Kvikmyndarinn var Kjartan
O. Bjarnason prentari. Félög'um úti á