Íþróttablaðið - 01.09.1944, Page 35
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
27
landi, seni aðstöSu liafa til að sýna
kvikmyndir skal ráðlagt að fá hana
að táni, svo og aðrar íþróttakvik-
myndir, sem Í.S.Í eða einstök íþrótta-
félög hafa látið gera. Má oft allmikið
af myndum þessum læra, enda þótt
enn vanti góða íþróttakennslumynd,
en vonandi fæst hún áður en langt
líður.
Tvö afrek.
Síðari hiuta miðvikudagsins 19. júlí
s.l. lagði lítill árabátur af stað frá
Akureyri austur yfir Pollinn. í bátn-
um voru Jóhann Gislason, símritari
Sit/rrín Sigtryggsdóltir.
frá Reykjavík, en hann liafði komið lil
Akureyrar með sundflokki K.R. og
starfaði nú á landsimastöðinni þar.
Auk Jóhanns voru í bátnum' tveir
unglingspiltar, sendlar á stöðinni,
dóttir stöðvarstjór&ns og starfsstúlka
á heimili hans, Sigrún Sigtryggsdóttir
frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd, 15
ára gömul.
Sigrún réri alla leið yfir Pollinn,
ýmist annarri árinni eða báðum, en
er austur yfir kom, skemmti fólkið sér
við sund, en var i sólbaði á milli.
Þegar leið á daginn var farið að
hyggja til heimferðar og kl. 5.30 var
íólkið tilbúið að leggja af stað vestur
yfir. Sigrún stakk sér þá til sunds
og synti i áttina til bæjarins. Fannst
henni svalt í sjónum, eftir sólbaðið
og hana sveið í hörundið, svo lnin
synti rösklega vestur á leið, en bát-
urinn kom á eftir með hitt fólkið.
Ekki hafði Sigrún áformað eð synda
nema einhvern spöl frá landi, en
henni fannst hún ekki þreytast neitt
að marki og hélt áfram sundinu alla
leið til Torfunefsbryggjunnar á Ak-
ureyri, uppörfuð af glaðværð og eggj-
unarorðum samferðafólksins. Var kl.
6.40 e. h. er hún kom að bryggjunni.
Eftir sundið var Sigrún hin bratt-
asta, aðeinshokkuð þreytt i öxlunum og
taldi hún það stafa af róðrinum aðal-
lega, því'hún var óvön slikum starfa.
Veður var gott, en þó var lítilsháttar
norðan bára og eins var óþægilegt að
hafa sólina beint í augun alla leiðina,
Sigrún lærði sund i sundlaug Sval-
barðsstrandar og hefir hún miklar
mætur á sundi og leikfimi, enda er
hún hraustbyggð og efnileg stúlka.
Hinn 28. júlí s.l. vildi það slys til,
að vörubíll rann ofan í Hafralónsá,
sem er skammt frá Þórshöfn, ásam 3
mönnum. Tveim þeirra var bjargað,
en sá þriðji sökk og varð ekki náð,
þar sem enginn nærstaddur var synd-
ur.
Skömmu síðar bar þar að bíl l’ra
Akureyri, og var í honum m. a. Páll
A. Pálsson, verzlunarm. frá Akureyri.
Var honum sagt frá slysinu, og brá
hann skjótt við, stakk sér i ána, og
synti á staðinn þar sem maðurinn
Páll .4. Pálsson.
sökk, sem var á all miklu dýpi. Tókst
Páli að ná taki á manninum, þar sem
hann lá i botni, koma honum upp á
yfirborðið og synda með hann i land.
voru þá liðnar 10 mín. frá því að
maðurinn sökk.
Strax og á land koin, hóf Páll lífg-
unartilraunir á manninum en sendi
þegar eftir lækni til Þórshafnar. Hélt
Páll lífgunartilraunum áfram þar til
læknirinn kom, en það voru um 20
mín. Var þá komið lífsmark með
manninum, og náði hann brátt fullri
rænu.
Hefur Páll sýnt með þessu frábært
snarræði og kunnáttu, bæði í sundi
og lífgun drukknaðra.
Páll lærði sund í Laugaskóla vetur-
inn 1931—32, og hefur oft tekið þátt
í kappsundi á Akureyri. Hann var í
mörg ár markvörður i meistarafl.
Knattspyrnufélags Akureyrar, og hef-
ur m. a. tvívegis keppt á kappleikjum
í Reykjavík.
Þessi ungmenna- og íbróttasam-
bönd hafa gengið í I.S.Í.:
U.M.S. Borgarfjarðar gekk endan-
lega í sambandið í júní, en í því eru
þessi 6 ungmennafélög: Baula, félagat.
40, Björn Hídælakappi, félagat. 40,
Borg, félagatal 30, Brúin, félagat. 45,
Dagrenning, félagat. 54 og Egill
Skallagrímsson, félagat. 47. Áður voru
í Í.S.Í. félög í Borgarfirði, en alls eru
félögin 11 með 624 félagsmenn. For-
maður er Björn Jónsson frá Deildar-
tungu.
U.M.S. Skagafjarðar hefur gengið í
sambandið. í því eru 8 félög með
311 félagsmenn. Formaður er Guð-
jón Ingimundarson.
Nú eru sambandsfélög f.S.Í. 175 að
tölu með yfir 20 þús. félagsmenn.
Golfksppni.
Úrslitakeppnin í meistaraflokki Golf-
móts íslands 1944, fór fram i júlí að
Völlum í Skagafirði, milli þeirra Jó-
hannesar Helgasonar og Gísla Ólafs-
sonar, beggja úr Reykjavik. Lauk
henni þannig, að Gísli vann með 4 hol-
um fram yfir, joegar 3 voru eftir. Gísli
heldur því titli sínum „Golfmeistari
íslands“. Er þetta í þriðja skipti í
röð, sem Gisli vinnur þánn titil.