Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 11
 VIII. árgangur Revkjavík, okt.—desember 1944. 10.—12. tölublað. Um úrumótin gera menn reikningsskil við sjálfa sig og aðra. Þegar smiðurinn hefur hlaðið ngtt lag í vegginn, lítur hann gfir þuð að loknu verki til að fullvissa sig um, að hvergi sé hleðslugalli og óhætt sé að leggja næsta lag á sama hátt. Á áramótum lítur þú, lesari góður, gfir liðið ár og athugar í legndum hjarta þíns, hvort hagkvæmt sé og rétt- látt að hgggja hið ngja ár á þeim grunni, sem þú hefur lagt á hinu liðna ári. Ertu ánægður með sjálfan þig og störf þín, nú er þú lítur gfir farinn veg? Kennir þú sjálfum þér um það, sem aflaga fer, eða regnir þú að koma sökinni á aðra. Kgst þú þér stöðu, þar sem minnst mæðir á, aðeins ef þér hgðst góður skildingur fgrir létt starf? Eða sækir þii 'fast fram í fremstu víglínu í baráttu fgrir framfara- og þjóðmálum án þess að fjárgreiðslur séu annað en afleiðing en ekki tilgangur? Ert þú í hópi þeirra, sem finnst fátt um þótl þú komir of seint i vinnuna, en fárast gfir, standi svo á, að þú kom- ist ekki fgrir tímann til haka? Hefur þú rækt vel æfingar þínar á tiðnu áiri og lagt þig fram um að skilja og fara eftir ráðleggingum kennara þíns? Eða hefur þú komið til æfinga, þegar þér hefur þótt henta? Stundum aðeins látið sjá þig fgrir kappmói eða sgn- ingur og fgllst „réttlátri“ reiði hafir þú ekki verið tekinn með eða hafður með í ráðum, þegar afstaða var tekin til þgðingarmikiUa mála. Ég vona, að uppgjörið hafi verið hag- stætt um áramótin, og að sá grunnur, sem regnsla liðins tíma hefur lagt, regnist trausl- ur í glímunni við viðfangsefni komandi tíma. Andi framfara í menningar- og tæknilegum skilningi, ferðaðist fótgangandi um þetta land í aldaraðir, og allir voru ánægðir. Mgrkur og kúgun héldu landslgð í köldum klóm. Smámsaman fór að daga. Andi framfaranna fær ngjan hest og fagurhuinn vagn. Vegir eru ruddir um fjöll og dali og ár hrúaðar. Menn klippu hár sitt og skegg og dregmir um almennt hreinlætis- hað oftar en á jólunum. Sumir gerast svo djarfir að hglda því fram í alvöru að lúsin kvikni ekki af sjálfri sér . Það tekur að birta i lofti og bæjarleiðir stgttast óðum. Menn hegja hatramt stríð gegn síma og félagssamtökum. En hvorttveggja kemur. Andi framfaranna ekur í hil. Kaupfélög, ungmenna-, íþrótta- og verkahjðsfélög valda straumhvörfum í athafna og hugsanalífi ungra og gamalla. Að lokum gerist andi framfaranna of seinfær landleiðina og velur sér loftleiðina. Tími og rúm þurrkast út og við stöndum andspænis umheiminum. Hin mikla kvörn atvikanna mglur örlög okkar. Molarnir hrjóta svo ört að augun hulin glgju einangrunar og sinnu- legsis geta ekki greint hvað grípa skal og hverju skuli hafnað við látum greipar sópa. Það eru áiramót. Andi framfaranna híður við dgr þínár og spgr: „Hvað þóknast þér?“ Kant þú að velja? Hefur þú lokið við að hgggja grunninn? Efnið er til í næstu lag.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.