Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 18
8 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Paavo Nurmi Hlaupasnillingurinn íinnski. Árið 1919 er heillaár i íþrótta- sögu Finnlendinga. Það er vegna þess, að það ár uppgötva þeir — ef svo mætti að orði komast þann manninn sem frægastur hefur oi'ðið allra finnskra í]jrótta manna, en maðurinn var Paavo Nurrni — lilaupari hlauparanna. Þessi „uppgötvun“ skeði með nokkuð öðrum liætti en venja er til, þegar íþróttamannaefni finn- ast. Hún skeði að vísu á kapp- leik, en ekki í kapphlaupi, ekki á hlaupabraut og ekki á íþrótta- velli eins og maður skyldi ætla, heldur í kappgöngu liermanna úti á víðavangi. Á hverju ári fara fram kapp- göngur i finnska hernum, og með þeim hætti, að hermennirn- ir ganga 20 km. langa leið i full- um lierklæðum, með vopn og 10 punda þungan sandpoka á bakinu. Gengið er um vegleysur einar, og er hermönnunum levft að fara eins hart og þeir vilja. Þeir rneiga hlaupa ef þeir trevsta sér til þess. Þegar keppt var í þessari erf- iðu hergöngu árið 1919, vakti það athvgli allra kepjrenda, að strax og sprettmerkið var gefið, tók einn þeirra sig út úr hópn- um, hann hvarf innan stundar og hermennirnir sáu ekki meira til Iians það sem eftir var leið- arinnar. Þessi maður kom hálfri klukkustund á undan næsta manni í mark, en dómurunuin þótti liraði hans svo grunsam- legur, að þeir hófu rannsókn út af því hvort maðurinn hefði ekki annaðhvort stytt sér leið eða not- fært sér eitthvert farartæki. Það kom þó í ljós, að allir leiðarverð- irnir höfðu orðið hans varir og innritað löluröð hans, svo eng- inn vafi lék á, að maðurinn hefði farið alla vegalengdina af eigin ramleik og á tveimur jafnfljót- um. Þessi hraðfara kappgöngumað- ur hét Paavo Nurmi; liann var 22 ára gamall, óþekktur og ó- breyttur liðsmaður í finnska hernum. En nú var hann ekki óþekktur framar, því að nafn hans komst á hvers manns varir um endilangt Finnland, og hinir glæsilegu yfirburðir hans i hei- göngunni gáfu finnsku þjóðinni vonir um eitthvað fáheyrt, vonir um ókomna sigra og nýja iþrótta frægð. Nú er ekki svo að skilja, að Nurmi kæmi þarna fram óæfður og undirhúningslaust, þvi að hann hafði æft hlaup frá blautu barnsbeini, og meira að segja oftar en einu sinni tekið þátt í kapphlaupuin. En árangurinn hafði aldrei verið góður og gaf ekki vonir um annað en meðal- mann. Nurmi hafði einhverju sinni unnið drengjahlaup, en timinn var ekki betri en það, að fjöldi jafnaldra hans höfðu hlaupið vegalengdina bæði fvrr og siðar á mikið skemmri tíma. Þessvegna var nafn Nurmi jafn óþekkt meðal finsku þjóðarinn- ar, og að liann liafði aldrei lilaup- ið og aldrei keppt. Paavo Nurmi er sonur íatækia foreldra og fæddur 13. júni i hænum Loimaa í Suðvestur-Finn- landi. Nokkurum árum síðar fluttust foreldrar hans búferl- um til borgarinnar Turku (Abö), og þar stofnaði Nurmi, níu ára að aldri, íþróttafélag með nokk- urum jafnöldrum sínum. Þessir ungu drengir hlupu í köpp hvor við annan og æfðu sig reglulega i hverri viku, venjulega á veg- leysum utanvert við borgina. Yegna þess að Nurmi var metn- aðarfullur æfði hann sig auka- Víga, helzt í laumi á kvöldin þeg- ar enginn sá til. Þrátt fyrir þetta varð árangurinn til að byrja með ekkert sérlega góður, og margir jafnaldrar lians stóðu honum fyllilega á sporði, bæði hvað flýti og úthald snerti. Þegar Nurmi var tólf ára gam- all missti hann föður sinn, og vegna þess að hann var elztur margra systkina, féll það í hans hlut að verða fyrirvinna hjá móður sinni. Varð hann þá sendi- sveinn í verzlun, en þégar hann kom heim varð hann að elda matinn, þvo upp leir og þvo gólf, þvi að móðir lians hafði öðrum störfum að sinna. Hafði Nurmi þá litinn sem engan tíma afgangs til íþróttaiðkana, enda mun líkamlegt strit og þreyta á kvöldin liafa dregið mjög úr íþróttaáliuga hans. Árið 1912, þá var Nurmi 15 ára, vaknaði að nýju áhugi og eld- móður i hrjósti Nurmi, vegna glæsilegs sigurs eins samlanda hans, Hannesar Ivolehmainen’s á

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.