Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 22
12 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ einkuð einum hlaupara Paavo Nurmi. 1500 stiku hlaupið vai- háð fyrr. Þar átti Nurmi níu keppi- nauta, þá beztu og þá hættuleg- ustu, sem til voru á jarðaxhnett- inum. Þeir sem nafngreindastir voru sem afburðahlauparar voru Englendingarnir Stallard, heims- frægur maður á þessaiá vega- lengd, og Lowe, sigurvegarinn í 800 stiku hlaupinu, Ameriku- mennirnir Balcer og Hahn, og Svisslendingurinn Schárer. Þegar í upphafi þaut Nurmi eins og örskot frarn úr keppi- nautum sínúm, líkast því sem liann vissi ekki af þeim, eða tæki a. m. k. ekki tillit til þeirra. Með sinni dæmalausu skreflengd, en kaldur og rólegur á svip, eins og hiaupið væri ekki nein áreynsla, fjarlægðist hann hina hlaup- arana meir og meir. • Oðru hvoru leit hann á skeiðklukkuna i hendi séi', og það var hún ein senx virtist hafa einliver áhrif á liann. Með glæsilegum yfirburð- um kom Núrmi langfyrstur i mark, og setti nýtt ólympiskt met á 3:53,6 mín. Yfirburðirnir voru svo miklir og leikaudi, að fagnaðarlæti áhorfendanna dundu um endilangan völlinn meðan á hlaupinu stóð, og jafn- vel Iengur. Svisslendingurinn Schárer var sá maðurinn, sem einna lengst reyndi að halda i við Finnann, og þegar siðasli liringurinn hvrj- aði var hann 30 st. á undan öll- um hinum. En þá fór Englend- ingurinn Stallard fyrst fvrir al- vöru að spretta úr spori, hann náði Schárer á síðustu hevgjunm, og það sem eftir var í markið hlupu þeir hlið við ldið með samanhitnar varir, starandi augu og stynjandi af áreynslu og mæði. A siðasta augnahliki komst Svisslendingurinn aftur fram fyrir Stallard, og varð hroti úr sekúndu á nmlan honum í mark- ið. A meðan að Schárer, að sprungi kominn, ringlaður og ut- an við sig eftir hina miklu þrek- raun, kastaði mestu mæðinni, og á meðan Stallard var borinn á hörum út af leikvangnum, stóð sigurvegarinn Nurmi við sprett- línu 5 rasta hlaupsins og beið jiess, að skotið riði af að nýju. í 5 rasta hlaupinu átti Nurmi við tvo heimsfræga hlaupara að etja — hlaupara er síðar báru báðir giftu til að sigra hann. Þessir menn voru landi lians, Ritola, er kallaður var skuggi Nurmi, og hinn heimsfrægi sænski hlaupagarpur Wide. Aðr- ir keppendur komu ekki til greina, sem hættulegir fynr Nurmi. Strax eftir sprettskotið þutu þessir Jirír hlaupagarpar úr hópnum, hring eftir hring hlupu þeir saman eins og þeir væru ó- aðskiljanlegir. Þeir voru einu mennirnir sem sáust, þeir voru eins og Ijómandi þristirni, sem allra athygli beindist að, og þeir voru einu mennirnir, sem mann- fjöldinn fylgdi með augunum frá Jivi fyrsta og til Iiins siðasta. Það var ekki neinum vafa undirorp- ið, að Jietta voru þrír beztu þol- hlauparar sinnar tíðar, a'It heimsfrægir menn og undraverð- ir hlauparar. Með hverjum hring, sem hlaupinn var, óx æsing mannfjöldans og eftirvænting hans um úrslitin. Menn spurðu sjálfa sig að því, hvort hugsan- legt væri að Nurmi — sigurveg- arinn í 1500 st. hlaupinu — fengi staðist Jiessa eldraun, og hvort nokkur hugsanlegur mcjguleiki væri fvrir }>ví, að hann sigraði í þessu lilaupi lika. Ennþá fékk enginn neitt svar. í byrjun síðasta hringsins lengdi Nurmi skrefin og jók hraðann eins og hann ætti allt sitt eftir. Ritola fylgdi honum ennþá, en Wide var búinn. Hann gat ekki bætt meiru við sig og dróst aftur úr. En Ritola varð lika að láta i minni pokann fyr- ir Nurmi, hann reyndist honum ekki vaxinn, þessum konungi hlauparanna. Ritola gerði það sem í lians valdi stóð, gerði sitt ítrasta, en allt kom fyrir ekki - Nurmi sleit marklinuna rúmri stiku á undan honum. Tíminn var 14:31,2 mín., nýtt olympiskt met. Áhorfendurnir voru sem steini lostnir. Þeir sátu og stóðu orð- lausir af aðdáun. Þeir höfðu ver- ið áhorfendur a’ð kraftaverki, sem yfirgekk mannlegan skiln- ing, og enn i dag eru íþróttasér- fræðingar þeirrar skoðunar, að Jietla afrek Nurmi muni um ókomnar aldir standa sem ein- stæður atburður í sögu ólvmp- iskra leikja, og að sennilega muni enginn hlaupari reyna að leika þetta eftir honum. Að likum munu þessir sigrar Nurmi, sem báðir eru unnir á einni og sömu klukkustund, telj- ast mesta íjiróttaafrek, sem unn- ið liefur verið á Ólympíuleikum siðari tima. En þeir sem staddir voru í París Jiessa daga, telja Nurmi hafa leyst aðra meiri og enn ótrúlegri þrekraun af hendi, en þar eiga þeir við sigur hans i 10 rasta víðavangshlaupinu. (Niðurl).

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.