Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 23

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 23
IÞRÓTTABLAÐIÐ 13 Knattspyrnumót Norðurlands (meistarafl.) Þór varð Norðurlandsmeistari. Haustmótin i knattspyrnu hefjast venjulega ekki fyrr en um mánaðamótin sept.—okt. Veld- ur því margt, sem óviðráðanlegt er, svo sem það, að margir knattspyrnumenn stunda síldveiðar vf- ir sumarið og verður því að bíða þar til þeir korna í land og lofa þeim að fara svo sem einu sinni eða tvisvar í knattspyrnustígvélin áður en mótin liefjast. Um mikla þjálfun er því vart að ræða, sömuleiðis er heðið eftir því að Siglfirðingar losni úr verksmiðjunum þar, og Höfðhverfing- ar hafi lokið við göngur, þá fyrst er hægt að hugsa um knattspyrnuna. Oftast nær er það þannig, að aðkomufélögin hafa ekki tíma til að stanza hér nema um eina lielgi og verða þau því að leika dag eftir dag. Nú í liaust tóku fjögur félög þátt i Norður- landsmótinu, þ. e. Knattspyrnufélag Siglufjarð- ar (K.S.), íþróttafélagið Magni úr Höfðahverfi, Knattspyrnufél. Akureyrar (K.A) og íþróttafél. Þór Akureyri. Fvrsti leikur mótsins fór fram liér á Ak. laugard. 30. sept. milli K.S. og K.A, lauk lionum þannig, að K.S. har sigur úr býtum 1:0. Leikurinn var allur fremur daufur og tilþrifalítill, lið K.A. nokk- uð götótt. Annar leikurinn var milli K.S. og Þórs á sunnud. 1 okt., var liann öllu fjörugri og margt laglega gert i honum, þrátt fyrir kalsaveður, lauk hon- um með sigri Þórs 5:2. Þriðji leikurinn fór svo fram á mánud. 2. okt. út á Grenivík, fóru Siglfirðingar þangað og kepptu við Magna. Sigraði Magni 3:1. Fjórði leikurinn fór því næst fram hér á Ak. Iaugard. 7. okt. milli Magna og K.A. Lék nú K.A. liðið mun hetur en síðast, sérstaklega fyrri hálf- leikinn, lék þá undan vindi og setti tvö mörk en fékk eitt. Þrír af eldri leikmönnum félags- ins höfðu gengið úr liðinu, en í staðinn komu annarsfl. strákar og var liðið mun heilsteypt- ara þannig. Seinni hálfleikurinn fór svo nokkuð út um þúfur, því þá fóru þeir að skipta um stöð- ur, sigraði Magni 4:2. Fimmti leikurinn var milli K.A. og Þórs á sunnu- daginn 8. okt., var það skemmtilegasti leikur mótsins, léku bæði liðin mjög vel, enda leikað- ferðir líkar (stuttur samleikur) hjá báðum, sigr- aði Þór 2:0. Sjötti og síðasti leikur mótsins fór svo fram þriðjud. 8. okt. milli Magna og Þórs, var hans beðið með nokkrum spenningi, því hæði félögin höfðu sigrað sína tvo leikina hvort. Það liafði snjóað dálítið um nóttina en þiðnaði er á daginn leið og var þvi völlurinn rennblautur og háll, varð knötturinn fljótlega þungur og blautur og því illt að spyrna lionum, einkum langspyrnur, komu sér nú vel hinar stuttu spyrnur Þórsaranna enda sigr- uðu þeir með 7:2 og urðu þar með Norðurlands- meistarar. Liðin. Lið Þórs er nokkuð lieilsteypt og leikur vel, það eru flest ungir strákar, 5 úr II. fl. og hinir nýlega uppgengnir, að undanteknum 2, þeir hafa tamið sér nokkuð stuttan samleik og hafa ef- laust sigrað vegna þess. Höfuðstyrkur liðsins er framlínan, sem fylgir fast eftir og lætur ekkert tækifæri ónotað, aftur á móti eru hliðarframverð- ir ekki nógu úthaldsgóðir og vörnin leikur nokk- uð opið, en það eru smágallar er laga má. K.A. liðið er nokkuð götótt, eins og fyrr getur, en sótti sig eftir því, sem það lék fleiri leiki, það er galli á liðinu, að það skuli vera að lialda í eldri leikmenn, sem augsýnilega eru ekki í nokk- urri æfingu, hægri bakvörður, Karl Karlsson, stað- setur sig' með ágætum og mættu fleiri af honum læra, markmaður er einnig öruggur. Magnaliðið með Sverri á Lómatjörn, sem drif- fjöður, er nokkuð gott og ágætt miðað við stað- hætti, því að á Grenivík eru ekki nema nokkur hundruð manns og flestir stunda sjó árið um kring og úr sveitinni, Höfðaliverfinu, er liggur upp að Grenivík, hafa bændasynirnir og bænd- urnir (Sverrir er bóndi) lítinn tíma til íþrótta-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.