Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 24

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 24
14 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Norðurlandsmeistararnir 1944. iðkana frá heyskapnum yfir sumarið, alll eru þetta þróttmiklir strákar og úthaldsgóðii-, en leika of stórt (langspyrnur) og ■sömuleiðis of þvert á vellinum (vantar spíssbolta) en með nokkurri æf- ingu yrðu þeir ekkert lamh að leika sér við. Um Sverri á Lómatjörn er |iað að segja, að hann er hóndi, 32 ára gamall, og er búinn að keppa með Magna í 16 ár, hann hefir keppt á ís- landsmóti með K.A. og oft verið sóttur ef Rvikur félög hafa komið í knattspyrnuheimsóknir iiing1 að til Ak. og ætíð þótt liðtækur, hann sagði við mig um daginn, að hann vonaðist eftir því, að geta komið hér inneftir og leikið þar til hann væri 35 ára og ég efast ekki um að liann geri það, jiví áhuginn er ódrepandi. K.S.liðið svipar nokkuð til Magna, leika með langspyrnum, en þar eru sterkir einstaklingar, svo sem Björgvin Bjarnason, Jónas Ásgeirsson o. fl., en j)á vantar skvttur og lendir því nokkuð i fumi og pati fyrir framan mark mótherjanna, bakverðirnir eru nokkuð seinir og því auðvelt að ])lata þá. En Iiafi K.S. og Magni þökk fvrir kom- una, því þeir settu vissulega sinn svi]) á mótið. Vonast ég svo til að sjá ])á hér á knattspvrnu- vellinum eigi síðar en næsta haust. Um einstaka leikmenn er lítið að segja á þessu móti, fram yfir það, sem komið er, en þó tók ég sérsfaklega eftir einum, er mér fannst fara vel með knöttinn, en það var Móses Aðalsteins- son úr Þór. Hans knattspyrnuferill hefur ekki verið við eina fjölina felldur. í III. fl. lék hann sem markvörður, er í II. fl. kom, var hann venju- lega bakvörður eða mið- framvörður, og nú í sum- ar, þá er hann fór að leilca í meistaraflokki, er liann kominn í framlínu. Móscs er afar laginn að taka á móti knetti, gefur sér ætíð tíma til að líta i kring um sig og sendir nákvæma bolta til sam- herjanna, hann hefur og ýmislegt smávegis plat í frannni, er oft á tíðum kemur mótherjunuin á óvart, sem ekki í fyrstu átta sig á því, en skemmt- ir áhorfendum vel, hann er því notadrjúgur i framlínunni, þó hann geri ekki mikið að því að „skjóta“, en þar hjálpar samherji lians,Júlíus Magnússon, upp á sakirnar, því að liann er ekki lengi að skjóta til marks. Nöfn Norðurlandsmeistaranna 1944 eru þessi. talið frá markmanni að liægri útherja: Baldur Arngrímsson, Stefán Aðalsteinsson, Kristján Páls- son, Svan Friðgeirsson, Guttormur Berg, Gunnar Konráðsson, Hreinn Óskarsson, Arnaldur Árnason, Júlíus Magnússon, Móses Aðalsteinsson, Jóliann Indriðason. II. og III. flokks mótið á Akureyri. III. fl. mótið fór fram hér á Ak. 23. sept.. sigraði Þór K.A. með 4:0. ()g á II. fl. mótinu, er fram fór daginn eftir, sigraði Þór einnig K.A. með 3:0, hefur því Þór orðið meistari í öllum flokkum í haust. Essbé. Knattspyrnufréttir. Það liefur til j)essa viljað brenna allmikið við að félögin trássuðu að senda fréttir, ekki aðeins knattspyrnufréttir, heldur og' allar íþróttafréttir af starfsemi sinni. Þetta hefur valdið því, að fréttastarfsemi íj)róttablaðsins liefur ekki verið eins góð sem skyldi, en félögin geta sjálfum sér um kennt. Nýlega barst blaðinu j)essi agæta grein. sem birtist hér að ofan um knattspyrnumótin á Akureyri eftir Essehé, og ætti liún að geta orðið öðrum félögum nokkur hvatning til j)ess að þau sendi einnig fréttir, hvert af sínu starfssvæði um knattspvrnu og knattspyrnukappleiki. Allai' slikar fréttir eru tþróttahlaðinu mjög kærkomnar. Móses Aðalsteinsson.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.