Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 25

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 15 ÍÞRÓTTIR OG FRÆÐSIA Fimleikasýningar á Austurlandi. „Zeus“ frá Se-yðisfirði hefur skrifað íþróttablað- inu eftirfarandi bréf og se.nt myndir frá fini- teikasýningu seyðfirzkra íþróttamanna 17. jnní í sumar: Fimleikaflokkinum stjórnaði Björn Jónsson og sýndi flokk- urinn auk staðæfinga, æfingar á f> áhöldnm, ]). e. a. s. svifrá — tvíslá — dýnu — kistu — bokki og hesti. —- Gengu fimleikamenn undir íslenzka fánanum fram á sýningarsvæðið og sungu „Öxar við áua“. Ennfremur fór fram skrúðganga íþróttanianna og skólabarna lil guðsþjónustu i kirkjunni og að guðs- þjónustunni lokinni inn á hátiðavanginn. Bréf Zeus er á þessa leið: „Það sem af er þessu ári, liafa margar myndir og fræðigreinar verið birtar úr íþróttalífi landsmanna í íþróttablaðinu. Á sviði frjáls-íþrótta skíðaferða, sunds, knattleika og annarra útiíþrótta liafa inargskonar fróð- leikur og fréttir í mynduni og letri verið birtar, sem haft hefur góð og' hressileg áhrif á lesendur blaðsins. - Aftur. á móti hefur litið Verið ritað og aðeins ein einasta mynd birt úr fimleiknm — einni fjölbreyttustu og skemmtilegustu iþróttinni okkar, sem ungt fólk hefur í seinni tíð iðkað af kappi í öllum bæjum og kaup- túnum landsins og fyrir skömmu hefur verið gerð að skyldunámsgrein í hartnær öllum skólum þessa laiids, sakir uppeldislegs gildis og hollustu hennar fyrir æsku- lýðinn. Ég' er sannfærður um að margir lesendur þessa blaðs og einkanlega áhugasamir fimleikamenn, gamlir og ungir, fögnuðu því, að sjá í blaðinu og fræðast af því um afrek fimleikamanna víðsvegar á landinu, sem vetur eftir vetur iðka þessa fögru list í kyrrþey, hver heima hjá sér, án þess þó a‘ð vita nokkuð um afrek sinna fjarlægu samherja í hinum dreifðu byggðum lands- ins. Mót hafa fá verið haldin í fimleikum og-þótt fim- leikamönnum utan Reykjavíkur hafi verið gefinn kost- ur á þátttöku í hópsýningu á Þingvöllum og í Reykja- vík, þá hafa erfiðir staðhættir og örðugleikar ýmsir gert slíkan samfund fimleikamanna ókleyfan. — Ein orsök fyrir Jivi, að starfi og afrekum fimleikamanna befur litill gaumur verið gefinn, er sú, að í þeirri íþrótt befur keppni lítið verið uin hönd höfð hérlendis og' því engar skýrslur til samanburðar, og fáar myndir til um hið mikla starf og líf er þróast hefur árum saman Frá fimleikasýninganni á Seyðisfirði 17. jání. innan fimleikahúsanna. En eitt er vist, að i arin fim- leikalífsins hafa margar glæður, sem nú verma gjör- vallt íþróttalífið, verið sóttar, sem logað hafa lengi cg vel í okkar félagslífi. Og ábyggilegt er, að á sviði á- haldafimleika hafa í Reykjavík og víða annarsstaðar á landi hér mikil afrek verið unnin á æfingum og sýn- ingum, sem óskráð hafa verið, en í minnum manna lifa. — Yrði nú sá siður upptekinn, að birtar yrðu myndir og stuttar l'rásagnir úr fimleikaiðkuninni úr höfuðstaðnum og víðsvegar að á landinu, myndi það glæða áhuga fyrir þeirri iþrótt og verða fimleikamönn- um hvatning til starfa og afreka — skapa sterkan sam- Seyðfirzkur fimleikanmður á svifrá.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.