Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 26

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 26
16 IÞRÓTTABLAÐIÐ hug iðkendanna, þótt fjarlægS og einangrun af völdum landslags og veðurfars skilji þá að. — Séu áhaldafim- leikarnir einir nefndir, þá krefjast þeir fullkominnar einbeitni sálar og líkama iðkandans, bæði hvað snert- ir áræði, kraft, skilning, iægni og lipurð, sakir hinnar miklu fjiilbreytni i iðkuninni. Og jaótt fimleikarnir sem innanhússíþrótt, sé eigi eins liressandi og útiíþróttir allskonar, þá eru þeir alveg nauðsynlegir, vegna hinna breytilegu veðráttu landsins okkar, sem oft á tíðum leyfir ekki iðkun útiíþrótta. Fimleikahúsin þurfa því að vera vönduð og hreinleg með góðri loftræstingu og öðrum þægindum. — Likamlegt þor og hæfileikar er ekki það eina, sem fimleikamaðurinn þarf að hafa með sér í vegarnesti á námsbraut fimleikalífsins, þar þarf Jíka andlegt þrek og viljakraft og góðan skilning. - tþróttin krefst fullkominnar samvinnu líkama og sálar. Langvarandi, regluleg og ötul æfing og ástundun skapa hinn fullkomna, siðprúða og líkamlega og andlega fág- aða fimleikamann. — Óæfður maður myndi vart voga sér út i keppni i fimleikum með nokkrum árangri, þótt lionum takist máske einu sinni að vinna keppni i venju- legum hlaupum, sakir meðskapaðra hæfileika. Keppn- isfær fimleikamaður þarf að liafa iðkað Jengi til þess að geta tamið sér hinar mörgu frábrugðnu hreyfingar og ýmiskonar grip (stellingar) og' nauðsynlegt öryggi í áhaldaæfingum, sem er allt undirstaðan i iðkun fim- leika m. m. — Fimleikaiðkun réttilega um hönd liöfð, er ekki aðeins góð og Iioll dægrastytting, Iieldur er hún andleg og líkamleg hressing eftir strit og starf dagsins og veitir lifsgleði og fjör. - Sérhver íþróltamaður ætti að stunda fimleika sakir fjölbreytni þeirra, þvi þar öðlast hann hinn rétta þjálfunargrundvöll fyrir afrek sin í einstökum íþróttum síðar, sem hann kann að leggja stund á. Þótt afrekin séu lítil og listfengi á æfingunum af skornum skammti lijá fimleikapiltunum, þá fer ekki hjá því, að áhaldafimleikar og leikfimi yfirleitt er glæsileg og fögur íþrótt, sem árlega ætti að fara fram keppni í lil örvunar iðkendunum, eins og i öðrum íþróttum, og þótt segja megi um keppnina, að hún geti orðið tvíeggjuð, ef ekki ötul iþróttaæfing standi henni að baki, — eins og iþróttafulltrúinn gat um i blaðinu fyrir nokkru síðan, — þá er litil hætta á þvi í fimleikakeppni, þvi þar verður enginn keppnisfær nema hann hafi iðkað fimleika að slaðaldri hjá góðum kenn- ara. Fjölbreytni líkamshreyfinganna og liin margvís- legu áhöld krefjast öryggis í æfingunni, sem aðeins fæst með langri iðkun. Zeus. Spurningar til fþróttablaðsins. í. sp.: Hvort er réttara að mæla i miðja grófina, sem kúlan gerir sér eða i enda hennar? 2. sp.: Er ])að gilt kast þegar spjótið kemur flatt niður. 3. sp.: Ég vil biðja yður að segja mér hvort Rússar séu i Alþjóðasambandi íþróttamanna? 4. sp.: Ég vil einnig' biðja yður að segja mér hver sé bezti spjótleastari fyrr og nú? Svar við spurningu 1: Réttara er talið að mæla frá þeirri brún kastfarsins, sem næst er kastbrún hrings eða planka og slik eru fyrirmæli leikreglna Í.S.Í. Svar við spiirninffu 2: Nei. Svar við spurningu 3: Rússar eru það ekki. Svar við spurningu 4; Það eru opt skiptar skoðanir um hver sé beztur í þessu og hinu, þvi að svo margt getur komið til íhugunar, en í spjótkasti er Finninn Matti Járvinen af flestum talinn bezti spjótkastari áranna kring- um tvo síðustu Olympíuleika, en heimsmetið í spjótkasti á nú landi hans Yrjö Wikkanen á 78.70 m. 17. júní i vor hélt U.M.F. Leiknir Búðum Fáskrúðsfirði, fiölmenna í- þrótta og fimleikasýningu. Hér birtist mynd af þátttakendum, alls 50 að tölu. Þrjár stúlkurnar voru innan fermingar. Liklegt er að þetta sé hlutfallslega fjölmennasta fimleika- sýning, sem fram fór á landinu í sam- bandi við hátíðahöldin 17. júni 1944, því að þátttakendur eru um 8Y«% af íbúatölu Búðakauptúns.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.