Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 27

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 17 Fr. Knudsen: DROG AÐ SOGU KNATTSPYRNUNNAR s Þorsteinn Einarsson þýddi. Grein þessi birtist 1918 í „Dansk Idræts Forbunds Aarsberetning1). Fr. Knudsen var á sinni tíð talinn fróðastur manna í Evrópu í gömlum og nýjum leikjum. Hann gagnrýndi t. d. kaflann um knattleikinn í íþróttir fornmanna eftir dr. Bj. Bj. frá Viðfirði. Knudsen var um mörg ár kennari við Statens Gymnastik Institut í Khöfn. Sú skoðuii er ríkjandi,1) að nppruna knattspyrnunnar sé að leita til menningarþjóða forn- aldarinnar, seni bjuggu við Mið- jarðarhafið, vegna þess, að skild- ir leikir: Follis, Episkyros og Harpastum, eiga að liafa verið þekktir meðal þessara þjóða, og þeir hafi svo borizt með róm- verskum setuliðsmönnum til Bretlands, þá er Rómverjar ber- námu landið. I eftirfarandi grein munum við sjá á bvaða réttmæti slík skoðun byggist og munum við þá byrja á þvi að atbuga liina þrjá fyr- nefndu knattleiki. Follis2) er nafn stórs knattar, sem var fyllt- ur lofti. Knötturinn var sleginn af einum knattleiksmanni til annars (Follis pugillatorius). Með slíkum knetti var leikinn: „Trigon“. Leikur þessi krafðist ekki langra, þreytandi hlaupa né snöggra spretthlaupa. Leikurinn var léttari en þeir knattleik- ir, sem byggðust á slikum Idaup- i) Handbuch der Ballspiele von I)r. H. Sclinell, Leipzig 1900, bls. 14. __ The Encyclopaedia Britanica Cambridge 1910, Football hls. 617. - O. S. Winding: Fodbold, Kaupmanna- höfn 1908. -) Upplýsingar um þennan ieik, Episkyros og Harpastum, er að finna hjá Daremberg og Saglio: Dictionnai; e des Antiquités et Romains, París, Art i Pila. um og var liann þvi leikinn af ungum og rosknum. Ljóðlína Martials: „Folle decet pueros ludere, folle senes“ bend- ir a, að leikur með blöðruknetti sé auðveldur og er þvi æfður af börnum og fullorðnum. Leikurinn virðist geta myndað undirstöðu að ítölskum leik, sem tíðkaðist á miðöldum, Giuoco della Palla — frá hon- um má svo rekja franska leik- inn Jeu de paume, ensku leikina Tennis og Fifes, þýzka leikir.n Faustball og sænska leikinn Párkspil. Episkyros liefur verið erfiður leikur, sem aðeins liefur venð leikinn af ungum piltum og af þeim lilotið nafnið. Þátttakend- urnir skipuðu sér í tvo jafna flokka. Með steini drógu þeir línu yfir völlinn, sem skildi lið- in að. Á linuna var knötturinn lagður. Að baki leikendanna tak- markaðist leikvangurinn af línu. Sá sem fyrstur náði knettinum, kastaði honum yfir á vallarsvæði andstæðinganna. Andstæðingarn- ir leituðust við að stöðva knött- inn og kastaði honum til baka frá þeim stað, þar sem hann liafði stöðvast. Ilver liðsmaður teitað- ist við að kasta knettinum eins langt og liann megnaði og þvinga þannig andstæðingana lengra og lengra aftur i áttina að baklin- unni, það lið hafði tapað, sem fvrr varð að sækja knöttinn út fyrir baklínu vallarhelmings síns. Liðin köstuðu þvi knettinum til skiptis á milli sín, svo að leik- urinn hefur verið kastleikur og því svipaður þýzkum slöngvu- knatlleik og danska leiknum: „Slagtrille“. Harpastum er leikinn með ÍPI- um knetti, sem átti að grípa á lofti innan i þvögu andstæðinga, án þess að skipta sér af hrind- ingum, hrekkjum og árekstrum. Leikurinn var erfiður og menn þreyttust fljótt. Ryk þyrlaðist mjög upp í erli leiksins og af því gekk hann einnig undir nafn- inu H. pulverulentum. Leikur þessi var tízkuleikur á keisara- tímabilinu bjá Rómverjum. Eink- um þó meðal þeirra, sem vildu iðka liinar erfiðari íþróttir. Það virðist, að leikendur liafi ekki átt að bera knöttinn í mark, því að slíkt liugtak var ekki til i leikjum þeirra tíma. Sá, sem náði knettinum átti að balda honum og l'lýja með liann og kasta honum til samherja, þeg- ar á mann var ráðist af andstæð- ingi eða eltur. Leikurinn líkist því danska barnaleiknum: „Að gada knattarins“, þessi leikur er þekktur frímínútnaleikur. Hnipp- ingarnar, álilaupin, rvkið og und- anbrögðin (hrekkirnir), sem get- ið er um í sambandi við hinn róm- verska leik, er lifandi enn á leik- völlum okkar, þar sem hnippst er á, hlaupið eftir og á þann sem heldur knettinum, og hafi mað-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.