Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 35

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 35
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 25 koma þeir hinum í opna skjöldu, og þá er voðinn vís. Ég tel það ærið hlutverk tveim mönnum og markmanni að annast vörnina einvörðungu. Framherjar skulu vera fram- sæknir, skjótir og harðskeyttjr. Miðframherji skal ætíð byrja leik. Hann á að tengja saman sókn og vörn. Fer vel á því, að bezti kastmaður hvers flokks leiki miðframherja. Hann verð- ur að vera á sífelldu stjái, láta sér ekkert færi úr greipum ganga. Hægri og vinstri framherjar eiga að sækja fram. Þeir verða ætíð að reyna að leika sig lausa, komast í skotfæri. Þó skulu þeir varast að kasta á mark úr horni, þvi að allir góðir markverðir verja slík köst með leikni. Þeir eiga heldur að leika knettinum inn að miðju til leikmanns, sem er í betra skotfæri. Leikni. „Æfingin skapar meistarann“, segir máltækið. Leikni í iiand- knattleik er að vísu mikið undir æfingu komin, en þar kemur margt til greina. Fyrst og fremst hæfileiki mannsins, skilningur á eðli leiksins og góður vilji til áð hlíta leiðbeiningum. Sá, sem hefur þetta þrennt til brunns að bera, getur orðið góð- ur leikmaður. Leikni flokks, sem heildar er fólgin í leikni ein- staklinga hans í að grípa knött- inn og kasta honum. Staðsetning leikmanna ræður einnig miklu. Þegar gripa skal knöttinn, þarf leikmaður fyrst og fremst að horfa á knöttinn, fylgjast með hverri hreyfingu hans. Bezt er að grípa knöttinn með báðum hönd um. Fingurnir eiga að vera vel útglenntir, lófarnir eiga að snúa saman og vera dálitið ihvolfir. Þegar knötturinn lendir í greipum leikmannsins, á hann ao gefa eftir í úlnliðunum í sömu átl og knötturinn stefnir. Bezt er að grípa knöttinn þannig, að hann snerti ekki brjóst eða maga. Verður þá auðveldara að skila honum frá sér. Stundum er ekki hægt að ná til knattarins með báðuin höndum. Getur þá laginn leikmaður fyrst seilzt til hans með annarri hendi, en tekið hann siðan traustu taki (þ. e. með báðum höndum). Samleikur er einkum tvenns- konar, langur og stuttur. Með löngum samleik er átt við löng köst manna á milli. Eru þau vanalega há og hæfa því bezt há- vöxnum mönnum. í stuttum samleik er leikið meira með stuttum og snöggum köstum. Fellur hann því lág- vöxnum mönnum betur i geð. í samleik þurfa leikmenn að vera á eilífum þönum, þeir mega al- drei bíða eftir knettinum eða liika. Þeir eiga að hlaupa lil móts við knöttinn, revna í liví- vetna að leika sig lausa, komast í skotfæri. Knettinum má kasta á marga vegu. Staða manna ræður mesl um það, hvernig bezt er að kas+a í hvert eitt sinn. I stuttum sam- Ieik er oft gott að kasta með báðum höndum. í löngum sam- leik þarf kraftmeiri köst, og er þá betra að kasta með annari hendi og eins, ef kastað er á mark. Bezt er að leika knetti i brjóstliæð til samlierja. Komi knötturinn í andlitshæð, missir leikmaður sjónar á knettinum, cr hann ber liönd fyrir höfuð sér. og vill þá oft mistakast að gripa knöttinn. Sé knettinum liins veg- ar kaslað i knéhæð, getur leik- manninum orðið fótaskortur. Þeg ar knettinum er kastað, er bezt, að höndin taki sem minnst svig- rúm. Rekst hún þá síður á og minni líkindi verða til, að kast- ið mistakist. Ef vel fer, verður markið loka- liöfn knattarins í hverri sókn. Er þvi nauðsynlegt, að leikmenn séu lagnir að kasta á mark. Þeir verða að komast i skotfæri og „brenna“ siðan á mark. Nú eru þeir annaðhvort í kyrrstöðu eða á ferð, er þeir kasta á mark. Aðalatriðið er að koma mark- verði á óvart. Þegar leikmaður kastar úr kyrrstöðu, á markvörð- ur hægra með að átta sig á knett- inum en þegar leikmaður er á ferð. Kastmaðurinn þarf þvi að reyna að fá markvörðinn úr jafnvægi, t. d. með því að ota knettinum fyrst fram, en kasta síðan, eða hreyfa sig í aðra átt en liann ætlar að kasta o. s. frv. Þegar leikmaður er á ferð, er oftast bezt að skjóta hiklaust. Góður kastmaður þarf að kunna margar kastaðferðir og nota þa beztu i hvert eitt sinn. Stundum er gotl að geta kastað aftur fyrir sig með snúningi. Kann það oft að vera eina leiðin út úr þrengsl- um. Einnig getur það villt mark- verði sýn, en nota verður þessi köst í hófi. Stundum er ágætt 'að kasta knettinum i gólfið, hvort heldur er i samleik eða i kasti á mark. Leikni leikmanns er þá fólgin í knatlmeðferð hans og staðsetningu. Hann getur þvi að- eins orðið leikinn, að hann skilji eðli leiksins til hlítar, sjái, hvar fiskur liggur undir steini. Hann verður að æfa af kappi, taka til- sögn. Æfing og keppni. Handknattleikur er keppni. Keppni er raun, sem revnir á

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.