Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 38

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 38
28 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Stefán Runólfsson frá Hólmi: ÍSLANDSGLÍMAN 1944 Glímumenn þeir sem tóku þátt í þessari glímu, gáfu í heild bendingu um að þessi íþrótt „íslenzka glíman“ líkist mikið manntaflinu, Jmnnig að óteljandi möguleikar eru til sóknar og varnar og að glímumenn læra seint eða aldrei til fullnustu glímuna, frekar en taflmennirnir þá iþrótt. Rlindskák er jafnvel ein mesta i- þrótt sem til er, i vissum skilningi, og glíman er á sinn hátt hlindskák. Handleggirnir segja einkum til um fyrirætlanir hvers annars, um sókn og vörn og gagnsókn. Allt þetta skeð- ur með meiri hraða en glímumönn- um sjálfum er fullljóst. Ef glímumenn eru vel þjálfaðir þá skeður svokallað hreint, glæsilegt bragð og mjúk bylta. En áhorfendur hrífast og' dómar- inn verður ekki í vafa um hvað hef- ur skeð. Þeir menn, sem sáu ekki þessa glínm — Fullveldisglímuna fóru mikils á mis. — Þeir spyrja sem áhugamenn, — skeði margt glæsilegt í kappglimunni? Og þeirri spurningu er ástæða til að svara játandi, enda þótt mistök yrðu þar líka. Kannske vegna þess að glímumenn voru of sparir á léttleik, bragðstuttir eða of hikandi. Frekar vegna þess að ol'- urkapp berserksgangur hafi gripið glimumennina, af tilhugsun um mik- inn íþróttasigur og frama. Glíman var háð í tvennu lagi og var það verra fyrir glímumennina. Nokkr- ar glímur eða úrslitin áttu að fara fram á Þingvöllum 17. júní, en það fórst fyrir vegna veðurs. Þessir glímdu: p «o «© a s ■- “ 3 3 3 03 03 Andrés Guðnason, Á............jt[0|0|0l0| | + [ +1 0 | ] + | | 3 Davíð Hálfdánarson, K.R. ... j + |í|0!OIO| j +1 +1 0 [ j + j [4 Einar Ingimundarson, Umf. V. | + | + | t j 0 I 0 | jO| + | + j j + j |5 Finnbogi Sigurðsson, K.R. ...| + j + | + ltlO| j + j + j + j j + ' [7 Guðmundur Agústsson, Á. . .. j + | + j+j + | t j | + | + j + j j + i |8 Guðm. Guðmundsson, Umf. T. Meiddist i síðari hl. Gunnlaugur J. Briem, Á.| 0 | 0 l + | 0 | 0 | | t | 0 | 0 j j + | |2 Hallgr. Þórhallsson, Umf. M. . ]0|0|0|0|oj | + | t | + | | + | | 3 Haraldur Guðmundsson, K.R. j +1 +1 0 [ 0 j 0 | j +1 0 j t j | 0 j |3 Kristinn Sigurjónsson, K.R. Meiddist, tók ekki þátt i siðari hl. Sigfús Ingimundarson. Á.j 0 j 0 | 0 | 0 I 0 | |OjOj + j |tj | 1 Sigurður Hallbjörnsson, Á. Meiddist i siðari hl. Þegar glíman liófst kynnti glímu- stjóri og Jón Þorsteinsson, keppendur fyrir troðfullu húsi áhorfenda. Þeir stóðu í röð og stigu eitt skref fram um leið og þeir voru kynntir. En myndatökumenn fóru með bukti og beygingum að taka myndir, og blaða- menn fóru að skrifa. Annars eru þeir oft aðgerðarlitlir í þvi — blaðamenn- irnir að lýsa glímubrögðum og mönn- um. Þegar glímudómarar voru komnir á sinn stað, gaf yfirdómari, Þorsteinn Einarsson, -merki að glíman skvhii Guðm. Ágústsson tekur klofbragð. hefjast. Guðmundur Ágústsson og Sig- fús Ingimundarson byrja. — Guðm. tekur fljótt innanfótarhælkrók og leggur Sigfús liðtega. Þessi byrjun Guðmundar benti til þess, að hann ætlaði að verða fjölbrögðóttur og láta skæðustu keppendurna fá sin beztu brögð. Sigfús var illa æfður i þetta sinn, en glímdi allvel. Glæsileg- asta bragð Guðmundar var vinst>-i hliðar sniðglíma á lofti, tekin á Hall- gríini Þorsteinssyni — enda þótt Hall- grímur næði allgóðri vörn. Guðm. lyfti samt Hallgr. upp úr vörninni, og við það verður bragðið hátt og fellur Hallgr. furðu mjúkt niður á hægri hliðina, eftir að hafa sveiflast i hálfan hring á bragðinu. Þá tók Guðm. hægri fótar klofbragð á Harald Guðm. mjög snöggt og vel. Einnig ágæta hægri fótar sniðglímu á Einari Ingimundar. Allar fyrrihluta glimur Guðmundar Ágústssonar voru skemmtilegar og góðar, en þær síðustu við Finnboga og Guðm. Guðmundsson ekki. Skæðasti keppandi Guðmundar Á. var Guðm. Guðmundss. og skal þeirra viðureign lýst. G. Á. snýr sér að vinstri hliðar sókn, en handleggir G. G. stöðva sóknina án þess að fótvörn komi til. — G. Á. heldur áfram að

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.