Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 3
26. árg. Reykjavík, marz 1966 2. tbl. Benedikt Jakobssons ÞREKÞJÁLFIJIM HANDKIMATTLEiKSMANINIA Handknattleiksmenn og hand- knattleikskonur verða fyrst til að tileikna sér þrekpróf. Það hefur fylgt þeirri íþrótt, allt frá því að hún hóf göngu sína, ákveðinn dugnaður og vilji til að æfa og standa sig. I sam- ræmi við þá viðleytni var það raunar eðlilegt, að handknatt- leiksfólkið tæki þeirri nýjung vel, sem þolprófin voru. Þolprófin leiddu það í ljós á áþreifanlegan og skiljanlegan hátt strax og farið var að nota þau árið 1958, að þrek, ekki að- eins handknattleiksfólks, heldur íþróttamanna almennt, og að sjálfsögðu einnig almennings, var lakara en æskilegt er talið. Porráðamenn handknattleiks- mála tóku málið þegar föstum tökum og hófu þrekæfingar í íþróttahúsi Háskólans. Þrekmælingum var haldið áfram næstu ár, nokkuð reglu- bundið, og þrekæfingum einnig. Þessar ráðstafanir urðu eflaust meðal annars til þess að íslenzk- um handknattleik jókst svo Benedikt Jakobsson fiskur um hrygg, að hann varð að sterkustu hóp-íþrótt Islend- inga og það enn þótt ekki hafi tekist að halda alveg í horfinu. Hin kappsamlega þjálfun handknattleiksmanna og kvenna og markvissa prófun á getu og þoli létu ekki standa á árangri, því árið 1961 urðu ís- lenzku handknattleiksstúlkurn- ar aðrar á N. M. og piltarnir fimmtu á H. M. Þegar ákveðnum áfanga er náð, eins og þeim t. d. að kom- ast í fremsu raðir í handknatt- leik, er að sjálfsögðu erfitt að halda stöðu sinni og sínu erfið- ara að sækja enn fram til stærri sigra. Allar aðrar þjóðir sækja að sama marki eða því að ná sem lengst. Til að geta tekið þátt í milliríkjakeppni í hand- knattleik með góðum árangri þarf meðal annars: 1) Að nægilegt húsrými sé fyrir hendi til að æfa og þjálfa í. 2) Að þjálfun fari fram á heppilegum tíma dags og að auðvelt sé að sækja þjálfun- artímana. 3) Að svo stór hópur afreks- manna æfi að vandi sé jafn- an að velja í lið og að 3—4 varamenn séu jafnvígir til hverrar leikstöðu. 4) Að í unglingaliði sé að minnsta kosti sama breidd og að sjálfsögðu helzt meiri í landsliði.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.