Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 10
annað fyrir hendi en að vinna leng- ur, því laun manna, eftir eðlilegan vinnudag hrökkva ekki til fyrir fjöl- skylduna. Sem sagt, íþróttaiðkanir hér á landi í dag, þar sem krafist er toppárang-urs, samrýmast ekki þjóð- félagsháttunum í dag. Vafalaust er þó einn og einn maður sem getur veitt sér nægan tíma til þjálfunar, en þeir eru það fáir, að það hefur ekki nein veruleg áhrif, og í flokka- leik er oft sagt að það sé sama um eitt flokkslið og keðjuna, að styrkur hennar miðast við veikasta hlekk- inn. 1 þessu efni er tilgangslaust að breyta leikreglum íþróttahreyfingar- innar eða handknattleiksins, þær eru í sjálfu sér ágætar, ef eftir þeim er farið. Það þarf að lagfæra aðrar leikreglur, sem ekki er á færi íþróttamanna. Það er þó svo að hvað þetta snert- ir hafa handknattleiksmenn okkar staðið sig með miklum ágætum, og gert það „ómögulega" að komast mjög langt, og er þar átt við lands- lið okkar og toppfélögin. Spurningin verður þó hvort það komi í ljós að liðin almennt sýni þá þjálfun sem hús eins og Iþróttahöllin í Laugar- dal krefst, með sinn stóra völl. 1 Há- iogalandi geta lítt æfðir menn komið til keppni með sæmilegum árangri, en í nýja húsinu þýðir það ekki. Margir erlendir menn hafa undr- ast það hve góðum árangri íslenzkir handknattleiksmenn hafa náð við þau skilyrði sem þeir hafa búið við allt til þessa, eða í bráðum 30 ár síð- an farið var að keppa um meistara- titil í handknattleik, og er það sann- arlega ekki undarlegt, því satt að segja hafa handknattleiksmennirnir hér brotið allar kenningar um þroskamöguleika í húsi, sem er 28 X 12 m. Nú í vetur urðu þáttaskil í hand- knattieiknum hér, og kemur þó meir til næsta vetur þegar allir hinir stærri leikir handknattleiksins fara fram í hinu nýja og stóra húsi. Og þá vaknar spurningin: Þola hand- knattleiksmenn þessa breytingu, eru þelr undir hana búnir? Kemur aft- urkippur í hann um sinn. Eða eru þeir vandanum vaxnir, og halda þeir áfram á sinni þroskabraut, eins og þeir gerðu við „ómöguleg" skilyrði? Við skulum vona að svo verði. Stjörnudýrkun. Engin íþrótt, hvort sem það er flokkaíþrótt eða einstaklingsíþrótt, sem á menn sem skara framúr, kemst hjá því að eftir þeim sé tekið, að um þá sé talað, að áhorfendur komi beinlínis til að horfa á leik þeirra og afrek. Hinn snjalli flokka- Iþróttamaður er þar ekki neitt und- anskilinn. Þetta er ekkert óeðlilegt í sjálfu sér, að þeim, sem hefur lagt að sér og náð árangri, sem gleður áhorfandann, að hann fái að njóta sannmælis, annað væri ósanngjarnt. Hin svokallaða stjörnudýrkun liggur ekki í því að menn sem náð hafa árangri fái umtal og aðdáun fyrir afrek sín og ágæti. Hættan liggur fyrst og fremst í því að þessir menn eru gerðir að dekurbörnum, og for- ustumenn félaga fá slíka ofbirtu i augun að þeir sjá naumast aðra íþróttamenn, gleyma að hugleiða þá staðreynd að bjarminn getur oft verið skammvinnur, og þegar honum linnir er svo oft eftir tóm og skugg- ar í félagslegum skilningi. Takist hinsvegar að gera stjörn- una að leiðarljósi til þess að draga æskuna að íþróttunum þá hefur hún gegnt tvöföldu hlutverki, og í hand- knattleik getur stjarnan gegnt þessu hlutverki bæði utanvallar og innan, ef hún notar ágæti sitt til þess að lyfta þeim sem lakari eru. Vilji hún í leik hins vegar láta allt snúast um sig, er það dekurbarnið sem er að verki, það getur stundum blessast, en langoftast ekki. Það brýtur líka boðorð flokksleiksins. Eiga íþróttafréttaritarar sök? Hlutverk íþróttafréttaritara er það að segja frá því sem gerist, segja frá atburðum, hvort sem það er keppni milli einstaklinga eða I flokkaíþróttum. Lesandinn vill fá að vita hvernig leikar fóru, hvernig menn stóðu sig í leiknum, hann vill fá að lesa gagnrýni um leikinn og einstaka leikmenn. Fréttaritarinn er stöðugt áminntur um sannsögli og væri það að segja nema hálfan sann- leikann að skýra frá því að bezti árangur í 100 m hlaupi hefði verið 10,2, en geta þess ekki hver maður- inn var, af ótta við það að það væri þátttaka í stjörnudýrkun. Nei, það er sjálfsagt að skýra frá því sem vel er gert í íþróttum, alveg eins og góður leikgagnrýnandi í leikhúsi hrósar leik tiltekins góðs leikara eða tónlistargagnrýnandi hælir píanó- leikara eða söngmanni ef hann á það skilið. Hitt er svo annað mál að sá möguleiki er fyrir hendi að íþrótta- fréttaritarar geta tekið til við að dekra við einstaka afreksmenn, og það gæti leitt til þess að skemma manninn, en eins og fyrr sagði er mesta hættan hjá félögunum með þessa svokölluðu stjörnudýrkun, sem því miður setur um of svip sinn á iþróttalífið hér, og það heldur áfram að vera svo meðan nær eingöngu er hugsað um keppni og aftur keppni, og þeir sem ekki eru tiltækir í keppni eru léttvægir fundnir. Þetta er vandamál íþróttahreyf- ingarinnar í dag. Henni hefur ekki enn tekist að byggja íþróttaiðkan- irnar og starfið á nógu breiðum grundvelli, þar sem reynt er að ná til fjöldans, fá sem flesta til að vera með hvort sem það eru líkindi til þess að um sé að ræða úrvalsmenn — stjörnur — eða fólk, sem hefur þörf fyrir líkamsþjálfun, til þess að viðhalda líkamlegri heilbrigði og eðli- legri vinnuþjálfun við hin daglegu störf. Takist þetta mun sannast að stjörnurnar hverfa í fjöldann meir en nú, þar sem segja má að fjöld- inn sjáist ekki fyrir stjörnunum, og er þá öfugt að farið. Þegar náðst hef- ur til fjöldans koma stjörnurnar meir af sjálfu sér út úr fjöldanum, og þær eiga að verða leiðarljós, eins og áður hefur verið sagt. Er HSl á réttri leið? Allt síðan Handknattleikssam- bandið var stofnað fyrir 9 árum, hefur það verið djarfhuga og horft fram í tímann. Það hefur ekki heykst á því að leita að verkefnum sem hafa verið þess eðlis að lyfta handknattleiknum upp, og á ég þar við hin miklu samskipti við útlönd, þátttöku í stórmótum þar sem beztu lið voru samankomin. Er ekki að efa að þessi verkefni hafa gert sitt til þess að gefa leikmönnum dýr- mæta reynslu og árangur sem við getum verið stoltir af, og það þó við nefnum ekki á nafn höfðatöluregl- una! Nú er svo komið að Island er orðið eftirsótt til landskeppni í hand- 82

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.