Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 4
föðurbróður míns Ólafs Davlðssonar, verzlunar st j óra. Á þessum árum voru glímur mik- ið iðkaðar í Vopnafirði. Þar voru margir góðir glímumenn um þessar mundir. Minnisstæðastir eru mér þeir bræðurnir frá Bustarfelli Einar Metúsalemsson, sem var glímukappi þeirra Austfirðinga, og Ólafur Metúsalemsson. Ég glímdi mikið þau ár sem ég átti heima í Vopnafirði. Eftir nokkra ára dvöl á Vopnafirði flyst ég svo til Akureyrar og gerist þar verzlunarmaður hjá Grími Lax- dal. Ég innti Ólaf eftir hinni svo köll- uðu veðmálsglímu, sem fram fór á Akureyri í ársbyrjun 1906, en sú glíma var háð á milli Ólafs og Jóhannesar Jósefssonar og hleypti miklum eldmóði í glímuæfingar á Akureyri. Ólafi fórust orð á þá leið, að eitt sinn hefði Grímur Laxdal komið að máli við sig og sagt sér að á Akureyri væri maður, sem byði 100 kr. hverjum sem gæti lagt hann. Ólafur spyr þá Grím Laxdal að því, hver þessi maður sé, en Grímur segir honum að þessi maður sé Jóhannes Jósefsson og að Ólafur verði nú að reyna fræknleik sinn, því einhver mætti til með að taka þess- ari áskorun Jóhannesar. Það verður úr að Ólafur fer að hitta Jóhannes að máli til að vita hvernig þeir ættu að haga búnaði sínum í glímunni. Er þeir hittast segir Jóhannes að það sé Grímur Laxdal, sem bjóði 100 kr. ef einhver geti lagt Ólaf V. Davíðsson. En um þessa glettu Gríms hafði Ólafur ekki hugmynd. Ölafur V. Davíðsson í dag Hvort sem meira eða minna hefur verið um þetta rætt eða ekki á milli þeirra Ólafs og Jóhannesar þá verð- ur það úr að glíman er ákveðin og skulu þær verða þrjár. Veðmálsglím- an fór svo fram 6. janúar 1906. Leikslok urðu þau að Jóhannes sigr- aði í öllum þremur glímunum. 1 Norðra 12. janúar sama ár segir svo um úrslit glímunnar: Norðri gat þess um daginn, að opinbera Veð- glíma yrði háð 6. þ. m. á milli þeirra Jóhannesar Jósefssonar og Ólafs V. Davíðssonar. Fjöldi manns varð frá að hverfa, og þó mátti heita, að troðið væri í leikhúsið. Þar stóð ná- lega maður við mann. Er það gott að svo mikill áhugi er fyrir þessari gömlu þjóðlegu íþrótt. Leikslok urðu þau, að Jóhannes sigraði í öllum þremur glímunum. —• Báðir glímdu þeir vel og liðlega og þó Ólafur engu siður, var það all góð skemmtan á að horfa. Ólafur skýrði mér frá annari glímukeppni, sem einnig fór frá á Akureyri þennan sama vetur og þar sem hann var þátttakandi. Eg ætla enn að tilfæra ummæli Norðra, en honum farast svo orð um þessa glímukeppni í 10. tölubl. frá 9. marz: „Síðastliðið þriðjudagskvöld þreyttu 32 menn á Akureyri glímu í leikhúsi bæjarins. Aðgangur kostaði 75 aura og var húsfyllir. Tvö nýstofnuð félög reyndu með sér glímurnar, 16 menn úr hvoru. Foringi UMF Akureyrar er Jóhannes Jósefsson, sá sem „verð- launaglímurnar“ vann í vetur, en Valnum stýrir Guðlaugur Pálsson, timbursmiður." — 1 framhaldi grein- arinnar er svo skýrt frá glímunni á þá leið, að foringjarnir hafi báðir fallið og allt lið þeirra að undan- teknum einum manni, Ólafi V. Davíðssyni, sem aðeins hafi fallið einu sinni, en reglur hafi verið þær, að sá var til fulls yfirrunninn og dæmdur úr leik, er tvisvar hafði fall- ið. Það er auðséð á þessu að nú hefur komizt mikill skriður á glímumálin á Akureyri. Um þessar mundir mun glímufélagið Grettir hafa verið stofn- að, en markmið þess var að vinna að því, að þjóðlegar íþróttir, einkum glíman, yrði iðkuð sem mest. Glímu- félagið Grettir gengst nú fyrir því að koma á allsherjarglímu um verðlaunagrip — var það hið svo- Ólafur V. Davíðsson á yngri árum. kallaða Grettisbelti, sem enn í dag er keppt um. Gllmukeppni þessa nefndi félagið Verðlaunaglímu Islands. En aðalhvatamenn að gerð beltsins munu hafa verið Jón frá Múla og Friðrik Möller, póstmeistari. Þessi Verðlaunaglíma, sem var fyrsta Islandsglíman, fór fram á Akureyri 21. ágúst 1906. Sigurvegari varð Ólafur V. Davíðs- son, þá aðeins 19 ára gamall. Að glímulokum voru þeir jafnir að vinningum Ölafur, Jóhannes Jósefs- son og Emil Tómasson. Ólafur hafði legið fyrir Jóhannesi en Jóhannes fyrir Emil og Emil fyrir Ólafi. En I úrslitaglímunni lagði Ólafur báða. Þegar Jóhannes féll reis hann snar- lega á fætur og sagði við Ólaf: Til hamingju með beltið vinur. Ólafi liggja mjög hlýleg orð til Jóhannesar, sem drengskaparmanns í glímu, — og Ólafur hefur áreiðan- lega haft það fyrst og fremst í huga að glíma vel og drengilega. Eftir glímuna var Grettisbeltið af- hent Ólafi og á hann spennt af for- manni Grettis, Vigfúsi Sigfússyni,

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.