Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 5

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 5
gildaskálastjóra. Það var tekið fram, að þetta belti ætti jafnan að vera í höndum fræknasta glímumanns Is- lands, en eigi væri það hans eign. — Glímudómendur voru: Eggert Laxdal, Akureyri, Jón Jónsson, Múla, Priðrik Kristjánsson, Akureyri, Snorri Jóns- son, Akureyri, og séra Helgi P. Hjálmarson, Helgastöðum, Reykja- dal. Þessir tóku þátt í glímunni: Ólafur V. Davíðsson, verzlunar- maður, Jóhannes Jósefsson, verzlun- arstjóri, Þorsteimi Þorsteinsson, tré- smíðanemi, Kristján Þorgilsson, tré- smíðanemi, Þórhallur Bjarnason, prentari, Páll Priðriksson, múrar, Páll Skúlason, verzlunarmaður, Jakob Kristjánsson, prentari, (þeir áttu allir heima á Akureyri). Sigurð- ur Sigfússon Bjarklind, deildarstj. Húsavík, Jón Sigfússon, Halldórs- stöðum I Reykjadal, Emil Tómasson, Einarsstöðum Reykjadal, Jón Björnsson, Húsavík. Þar sem mér var mikil forvitni á að frétta um glímubúnað manna á fyrstu Islandsglímunni lagði ég eft- irfarandi spurningu fyrir Ólaf: Hvernig var glímubúnaður manna á fyrstu Islandsglímunni ? Svar: Buxur voru hvítar úr hálf- strigakenndu efni .hnepptar fyrir neðan hné, (með þremur eða fjórum hnöppum). Að ofan voru menn klæddir peysu eða skyrtu. Spennt var belti um mitt- ið úr sama efni og var í buxunum. Skórnir voru úr mjúku leðri með þunnum sólum, hælalausir. Sumir voru með sauðskinskó á fótum. Glímubelti þekktust þá ekki. Álit Ólafs er að glímubeltin hafi ekki bætt glímuna, heldur hið gagn- stæða. Glíman væri þvingaðri með belti en buxnatökum, gerði mönnum örðugra með að hlaupa upp úr brögð- um, en það segir Ólafur að eigi að vera aðalvarnir glímunnar en ekki hin svokallaða gólfvörn. Er ég spurði Ólaf um þær reglur sem gilt hefðu varðandi byltuákvæð- in í glímunni þá kvað hann þau hafa verið þannig, að bylta hafi verið tal- in kæmi maður niður á bæði hné og hendi eða hendur og einnig væri komið niður fyrir ofan hné eða oln- boga.“ Ólafur fór til Skotlands 1. janúar 1907 í atvinnuleit. Komst hann til Aberdeen og gerðist þar verkstjóri við fiskverkunnarstöð og var erlendis um margra ára skeið. Hann hvarf því af glímusviðinu áður en hann var fullþroskaður. Hann telur að glíman hafi oft orðið sér að liði þegar í harðbakkann hafi slegið og færir þar til mörg dæmi. Er ég spyr Ólaf að því, hvað hann segi um glímuna sem íþrótt, svarar hann því þannig :Glíman á að vera drengskaparíþrótt — ekki níð — það á að glíma af lipurð og skerpu. Standa ekki af sér brögð, en hlaupa upp úr þeim. Rétt æfð glíma er æf- ing fyrir allan líkamann og æfing hugsunarinnar. Bezta bragð sitt tel- ur Ólafur að verið hafi sniðglíma niðri með vinstra fæti, öfug snið- glíma. Mig undrar snarleiki Ólafs og fimi, því nú þegar við ræðumst við sprettur hann upp hvað eftir annað, fjaðurmagnuður og stæltur sem ung- ur væri, sýnir mér þá bragð eða vörn, sem hann var eitt sinn leik- inn í að nota þegar hann átti við menn eins og Jóhannes Jósefsson, Emil Tómasson eða aðra slíka. Ólafur er nú nær 80 ára. Hann æfir ennþá daglega ýmsar líkams- æfingar og leggur áherzlu á að önd- undin þurfi að vera rétt. Ólafur hefur alla daga rækt lík- ama sinn og þjálfað. Hann segir, að líkaminn sé bankabók, sem lífið gefi út ávísanir á, og þess vegna verði að leggja inn í bókina (þjálfa líkamann) svo innstæða sé alltaf fyrir hendi. ■wvwww\wwwvvvvw*w\wvwvwwwwvvwwvwwv%vvwwwwv\vwv X 1906: Ólafur V. Davíðsson. (Ekki félagsbundinn). 1907: Jóhannes Jófesson, U.M.F.A. 1908: Jóhannes Jósefsson, U.M.P.A. 1909: Guðmundur A. Stefánsson, Á. 1910: Sigurjón Pétursson, Á. 1911: Sigurjón Pétursson, Á. 1912: Sigurjón Pétursosn, Á. 1913: Sigurjón Pétursson, Á. 1914: Ekki keppt. 1915: Ekki keppt. 1916: Ekki keppt. 1917: Ekki keppt. 1918: Ekki keppt. 1919: Tryggvi Gunnarsson, Á. 1920: Tryggvi Gunnarsson, Á. 1921: Hermann Jónasson, Á. 1922: Sigurður Greipsson, Á. 1923: Sigurður Greipsson, Á. 1924: Sigurður Greipsson, Á. 1925: Sigurður Greipsson, Á. 1926: Sigurður Greipsson, Á. 1927: Þorgeir Jónsson, l.K. 1928: Þorgeir Jónsson, l.K. 1929: Sigurður Thorarensen, Á. 1930: Sigurður Thorarensen, Á. 1931: Sigurður Thorarensen, Á. 1932: Lárus Salómonsson, Á. 1933: Lárus Salómonsson, Á. 1934: Sigurður Thorarensen, Á. 1935: Sigurður Thorarensen, Á. 1936: Sigurður Thorarensen, Á. 1937: Skúli Þorleifsson, Á. 1938: Lárus Salómonsson, Á. 1939: Ingimundur Guðmundsson, Á. 1940: Ingimundur Guðmundsson, Á. 1941: Kjartan Bergm. Guðjónss., Á. 1942: Kristmundur Sigurðsson, Á. 1943: Guðmundur Ágústsson, Á. 1944: Guðmundur Ágústsson, Á. 1945: Guðmundur Ágústsson, Á. 1946: Guðmundur Ágústsson, Á. 1947: Guðmundur Ágústsson, Á. 1948: Guðmundur Guðmundsson, Á. 1949: Guðmundur Guðmundsson, Á. 1950: Rúnar Guðmundsson. Á. 1951: Rúnar Guðmundsson, Á. 1952: Ármann J. Lárusosn, U.M.F.R. 1953: Rúnar Guðmundsson, Á. 1954: Ármann J. Lárusson, U.M.F.R. 1956: Ármann J. Lárusson, U.M.P.R. 1957: Ármann J. Lárusson, U.M.P.R. 1958: Ármann J. Lárusson, U.M.P.R. 1959: Ármann J. Lárusson, U.M.F.R. 1960: Ármann J. Lárusson, U.M.P.R. 1961: Ármann J. Lárusson, U.M.F.R. 1962: Ármann J. Lárusson, U.B.K. 1963: Ármann J. Lárusson, U.B.K. 1964: Ármann J. Lárusson, U.B.K. 1965: Ármann J. Lárusson, U.B.K. 1966: 97

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.