Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 6
Þorsteinn Krisfjánsson: Hugleiðingar um þjálfun glímumanna Þegar æfing hefst, ætti að byrja á því að ganga í nokkra hringi í sal þeim, er æfa skal í. Leggja ber áherzlu á, að allir gangi I takt, skref- in mátulega löng, armar slappir og sveiflist í samræmi við takt göng- unnar. Þá skal gengið að rimlum og taka þar nokkrar æfingar sem lík- asta þeim hreyfingum er fram koma í glímunni, til dæmis stíganda- og varnaræfingar og einnig til sóknar, mjaðmarsveiflur og fótahreyfingar. Næst væri genginn einn hringur í tveim röðum, með eins meters bili á milli raða, eftir miðjum sal. Þá væri numið staðar. Snéri þá önnur röðin til vinstri og hin til hægri. Síðan væru glímutökin tekin, og kennarinn kenndi brögð og varnir, ásamt stíg- andanum. Leggja ber sérstaka rækt við fótahreyfingar. Þegar þessu er lokið, geta þeir sem nokkra kunnáttu hafa, farið að glíma frjálst, þó undir eftirliti kenn- ara, en byrjendur haldi áfram að æfa undirstöðuatriðin, t. d. að falla. Kannski halda menn, að það sé minnsti vandi í glímu að falla, en þegar betur er að gáð, verður sú kunnátta seint fulllærð. Það er mjög veigamikið atriði, og kemur þar margt til. Veigamikið atriði í þeirri list er að kunna að bera rétt fyrir sig hendi, þannig að höndin snúi ætíð inn að líkamanum, þegar hún nem- ur við gólfið. Bognar þá handlegg- urinn rétt. Það útilokar liðhlaup á öxl og alnboga, en slíkt má aldrei henda. Snúi maður hendinni þannig, að fingur beinist frá líkamanum, er hætt við meiðslum. Þetta verða allir sem æfa glímu að muna. Einnig verða menn að leggja áherzlu við fallið, að líkaminn sé sem afslappastur. Er þá lítil hætta á meiðslum. Þegar menn hafa náð ör- yggi I þessu, hverfur byltuóttinn og öryggiskenndin kemur. Þá fara menn að þjálfa sig óhikað. Sá er öðlast vill fullkomnun í glímunni, skal leggja mikla áherzlu á að læra rétt frá byrjun. Er þá til að nefna glímustöðuna, síðan stígandann, fót- hreyfingar fjaðurmagnaðar, passa að standa laust í annan fótinn í senn og skipta um eftir því sem hreyf- ingar gefa tilefni til. Armar skulu vera dálítið bognir, afslappir á milli bragða, gæta skal þess að andar- dráttur sé jafn og eðlilegur, forðast að halda niðri í sér andanum þótt átök eigi sér stað. Ef þetta er lært og þjálfað, verður úthald glímu- mannsins mun meira. Vel þjálfaður glímumaður beitir ekki kröftum, nema til sóknar og varnar. Glímumenn ættu að æfa þannig að kappkosta að ná brögðum og vörn- um alveg réttum, það er að ná bragð- inu á fyrsta átaki. Heppnist það ekki, ber að hætta þegar í stað, en varast að reyna að fella á því sem kalla mætti hálftekið bragð. Úr því verður oftast hnoð, sem í flestum til- fellum er bara til þess eins að eyða dýrmætri orku. Sama er að segja um varnarþjálf- un: að ná þeim fljótt og hreinum er afar áríðandi. Ef framangreindum aðferðum er beitt, verða byltur í slíkum glímum vanalegast hreinar og vafalausar, enda sérlega gott að dæma í slíkum glímum. Það er nauðsynlegt, að æfingar fari fram í sem líkustum búnaði er nota skal í kappglímum, sérstaklega belti og skóm. Einnig ættu menn að vera í síðum buxum til að verja hné og fótleggi meiðslum. Þetta er mjög áriðandi, til að viðbrigðin verði sem Þorsteinn Kristjánsson minnst, þegar út í kappglímu kemur. Það sem þá ber að varast er helzt það, að breyta ekki um glímulag. Keppnisþjálfun er mjög nauðsynleg. Þegar menn byrja að taka þátt í kappglímum, verða þeir oft miður sín til að byrja með, en það smá venst. Fari menn út úr sínum glímu- stíl, fer oft illa. Þetta getur orðið svo slæmt, að jafnvel nokkuð góðir glímumenn hálf-tapi sér og undrast hvað lítið þeir geta. Er þá áríðandi að missa ekki kjarkinn, því að I næstu kappglímu getur þetta snúizt við. Það tekur oft nokkurn tíma að ná tökum á þeirri list að verða góður glímumaður. Það er leiðinlegt að sjá allgóða menn versna eftir því sem þeir koma oftar fram, en þetta hefur komið fyrir, vegna þess að þeir hafa breytt um glímulag, sjálfum sér til tjóns. Þeir ná beztum árangri í þjálfun, sem æfa reglulega, koma á hverja æfingu. Einnig ættu þeir að leita álits hjá kennara sínum, ef þeim finnst það nauðsynlegt. Það eru mjög fáir menn, sem eru glímumenn í byrjun eða hafa alla þá þætti 98

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.