Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 9
Þá voru piltarnir i miðflokknum næst látnir glíma og voru þeir á aldrinum 17 ára til tvitugs. •— Mig minnir að þeir væru ekki nema 5 eða 6 og var Skafti bróðir minn einn þeirra, þá 17 ára gamall. — Sú glíma var mjög hörð og þá sérstaklega á milli Skafta og Ólafs Magnússonar frá Bitru í Kræklingahlið. (Varð hann síðar sundkennari á Akureyri). — Það má segja að þar stappaði nærri áflogum, því glímustjóri var hvað eftir annað búinn að áminna þá að glíma betur, en kappið var orðið svo mikið, að þeir létu sér ekki segjast, nema rétt í bili. Strax gerðist harkan svo mikil, að leikregl- ur fóru útum þúfur. — Að síðustu gat Skafti knúsað Ólaf niður, en dómnefndin varð ósammála þó Skafta væri dæmdur sigurinn og varð hann þannig efstur og Ólafur næstur að vinningum. 1 efsta flokknum (yfir 20 ára) glimdu ekki nema 4 eða 5 og bar Jón á Skjaldarstöðum þar af og lagði alla keppinauta sína auðveld- lega. Að aflokinni glimunni ávarpaði glímustjóri okkur með nokkrum þakkar- og hvatningarorðum, um leið og hann afhenti okkur verðlaun- in. Yfirleitt held ég að fólk hafi skemmt sér ágætlega við glímuna, því margir höfðu mikinn áhuga fyrir henni og töldu hana standa öðrum íþróttum framar. — Séra Jón gamli Þorsteinsson, sem þá var prestur á Möðruvöllum tók i hendina á mér og þakkaði mér frammistöðuna og man ég það handtak enn. Var nú komið nær náttmálum, er glímunni lauk og var þá hafist handa og farið að dansa. Gamall timburhjallur var á Möðruvölum, talsvert stór, sem not- aður var fyrir leikfimishús í tíð skól- ans. Voru trébekkir meðfram hliðun- um i húsinu, en önnur þægindi engin. — Harmóníkuspilarinn sat í einu horninu, til að sem minnst færi fyrir honum, en ekki man ég hvað hann hét. — Hvaða par hóf dansinn, man ég ekki. Sjálfur dansaði ég lítið, þó ég væri lærður í þeirri grein, því dans lærði ég lítill krakki. — Eg býst við að ég hafi verið feiminn og ekki farinn að hafa áhuga á stúlk- unum eins og síðar. — Dansinn stóð svo alla nóttina fram til kl. 6 um morguninn. Var þá sólin komin upp fyrir löngu og helti geislum sínum yfir byggðina á þessum unaðslega vormorgni, sem ég hefi ekki gleymt siðan. Þessar tvær skemmtanir, sem ég hefi lýst hér að nokkru, eru mér minnisstæðastar frá æskuárunum, þó margar fleiri væru haldnar á vegum ungmennafélaganna. Veturinn 1910— 1911 voru skemmtanir haldnar í hverjum mánuði, en það mun ekki hafa verið nema sá eini vetur. Venju- legast var glímt og það haft fyrir skemmtiatriði, þótt ekki væru veitt verðlaun. Þegar kom fram undir 1920, fór mjög að dofna yfir glímunni í mínu byggðarlagi og víðar, og um leið urðu skemmtisamkomur fátíðari, sem kannske hefur orðið afleiðing af að hætt var að glíma. — Mín síðasta glíma, er ég man eftir, var við Jón á Skjaldarstöðum, á Þverá I Öxnadal í apríl 1917. Lagði hann mig þá á fall- egu klofbragði, sem hann náði upp úr krækju, eftir frekar stutta viðureign. — Jón var hraustmenni og góður glímumaður, en frekar seinn til og var það hans veika hlið í kappglímu. Hvort tekst að endurvekja glím- una aftur, skal ósagt látið, en ef svo yrði, þá hafi þeir þökk er að því vinna. tJtgefandi: Iþróttasamband Islands. Ititstjórar: Hallur Símonarson og Örn Eiðsson. Iílaðstjórn: Þorsteinn Einarsson, Benedikt Jakohsson, Sigurgeir Guðmannsson. Afgreiðsla.: Skrifstofa iSl, Iþróttamiðstöðinni Sími 30955. Gjalddagi 1. maí. Steindórsprent h.f. Ævifélagar Glímusam- bandsins Þessir menn hafa gerzt ævifélagar Glímusambandsins: 1. Hermann Jónasson, frv. forsætis- ráðherra. 2. Karl Kristjánsson, alþingismað- ur. 3. Jens Guðbjörnsson, frv. form. Glímufélagsins Ármann. 4. Guðmundur Kr. Guðmundsson, frv. forstjóri. 5. Kristján L. Gestsson, framkvstj. 6. Bjarni Bjarnason, frv. skólastj. 7. Þorgils Guðmundsson, fulltrúi. 8. Þorsteinn Kristjánsson, bifreiða- stjóri og landsþjálfari G.L.l. 9. Sigtryggur Sigurðsson, iðnnemi. 10. Rögnvaldur R. Gunnlaugsson, verzlunarstjóri. 11. Sigurður Geirdal, verzlunarstj. 12. Ölafur H. Óskarsson, gagnfræða- skólakennari. 13. Elías Árnason, starfsmaður Fönix. 14. Garðar Erlendsson, blikksmiður. 15. Guðmundur Ágústsson, bifreiða- smiður. 16. Gunnlaugur J. Briem, fulltrúi. 17. Sigurður Ingason, deildarstjóri. 18. Tryggvi Haraldsson, póstvarðstj. 19. Kjartan Bergmann Guðjónsson, skjalavörður. 20. Björgvin Schram, stórkaupm. 21. Sigurður Erlendsson, bóndi Vatnsleysu. 101

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.