Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 16
Frímann Helgason ræðir við Guðmund S. Hofdal. Frímann spJaSBar við GUÐMUND S. HOFDAL UM KEIMNSLUAÐ- FEitDIR í GLÍMU EFT8R ALDAMÓTIN Það mun almennt talið, að endurvakning íþrótta á Islandi um síðustu aldamót, hafa átt sína meginstoð í íslenzku glím- unni. Hún var þjóðleg íþrótt, sem hafði lifað meðal þjóðarinn- ar um langan aldur. Þar sem menn komu saman var oft brugðið í glímu við gangnakofa, eða í landlegum við sjóbúðir og víðar. Með stofnun og starfsemi Ungmennafélaganna, var glíma tekin upp alveg sérstaklega, sem þjóðlegur leikur og íþrótt. Það mun naumast leika á tveim tungum, að Þingeyingar hafi tekið glímuna upp á arma sína, og átt sinn þátt í því að móta hana á ný. Það var í sam- ræmi við þá miklu félagsmála- öldu, sem þar reis um þessar mundir. Pyrr á árum og öldum mun naumast hafa verið mikið að því gert að kenna glímuna sér- staklega, þó hún hafi lifað með- al fólksins. Árangurinn af þess- ari endurvakningu glímunnar varð fljótlega sá, að farið var að kenna glímuna faglega, sem hafði að sjálfsögðu mikla þýð- ingu fyrir hana. Það er því ekki óeðlilegt að leitað sé til eins fyrsta kennarans í glímu, og þess mannsins, sem einna fyrst- ur ferðaðist um og kenndi hana sérstaklega, rétt uppúr alda- mótunum, en það var Guðmund- ur S. Hofdal, og hann beðinn að segja svolítið frá þessum kennsluaðferðum sínum. Guðmundur er þéttur á velli, kvikur í spori, og léttur í lund, þótt kominn sé á níunda ára- tuginn. 108

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.