Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 17
Margir hinna yngri glímu- manna munu lítið til hans þekkja, og íþróttaferils hans, en hann hefur komið víða við. Þeir vita vafalaust ekki, að ungur fór hann utan til að leita sér ævintýra eins og alla unga menn dreymir um, og hann fann sannarlega sín ævintýri. Árið 1908 fór hann með 7 öðrum köppum til að sýna ísl. glímu á Olympíuleikunum í London. Síðar fór hann til Kanada og gerðist nuddþjálfari Fálkanna, sem var ísknattleiksflokkur, og fór með þeim til OL í Amster- dam 1920, en var varð félag hans Olympíumeistari. í stríðinu 1914—1918 gerðist hann sjálfboðaliði, kynntist skotgrafahernaðinum gegn Þjóðverjum í Frakklandi, og öðru sem gerðist á vígvöllunum, og hann tók þátt í sigurgöng- unni inn til Bonn í Þýzkalandi eftir uppgjöf Þjóðverja. Eftir OL 1920 gerðist hann þjálf- nuddari hjá Sænska Frjáls- íþróttasambandinu og var þar um skeið. Þess má geta að Guðmundur var mjög snjall glímumaður á sínum tíma. Það var og almæli að hann væri sérlega góður að kenna glímu, og því var það, að Ungmennafélag Islands fékk hann til að ferðast um og kenna. Guðmundur Kr. Guðmunds- son, mjög góður glímumaður og nemandi Guðmundar hefur sagt mér um Guðmund sem kennara: Hann var alveg sérstaklega lag- inn að kenna glímuna, skynjaði hana og túlkaði þannig, að manni fannst svo auðvelt að læra hana. Hér fer svo á eftir það, sem Guðmundur hafði að segja um þessar kennsluaðferðir sínar. Hvar komst þú í kynni við glímuna ? Það má segja, að ég hafi alizt upp við hana frá bernsku. Ég er fæddur og uppalinn í Mý- vatnssveit, en þar var glíman mikið iðkuð. Varla komu menn svo saman, að ekki væri glímt, jafnvel þótti sjálfsagt að glíma, þegar menn hittust við kirkju. Guðmundur S. Hofdal Það var líka algengt, að menn glímdu á ís. Við lágum oft við vakir á vetrum og veiddum sil- ung og þegar lítið aflaðist, eða að það varð svolítið kalt, var farið að glíma þarna á glerhálu svellinu, og aldrei minnist ég þess, að nein meiðsli hafi hlotizt af, en ég man, að ég var oft með miklar harðsperrur eftir glímur þessar á ísnum. Ég var nú ekki neinn sérstakur veiði- maður og sló oft slöku við, og hafði raunar meira gaman af glímunni. Hvenær fórst þú að heiman? Ég fór til Reykjavíkur 1905, og gekk þá strax í Glímufélagið Ármann, og mjög fljótlega varð það mitt hlutskipti ásamt Guð- mundi Stefánssyni að kenna glímuna í því félagi. Eftir að hafa kennt hana þar í eitt til tvö ár tók ég einnig að mér kennsluna hjá Ungmenna- félagi Reykjavíkur. Komst ég þó fljótlega að þeirri niður- stöðu, að mér var ofraun að kenna þannig á tveim stöðum samtímis, og snéri mér því eingöngu að kennslu í Ung- mennafélaginu. En svo kom að því, eftir glímuförina til London 1908, að beðið var um glímukennara út um land, sérstaklega hér sunn- anlands. Var það Ungmenna- félag Islands, sem gekkst fyrir því. Til þess var ég svo ráðinn, en áður en til þess kom, þá lögðu Hafnfirðingar hart að mér að kenna glímu hjá sér, hvað ég og gerði. Kennslan var tvisvar í viku miðvikudaga og lauðardaga á kvöldin eftir venjulegan vinnutíma, og gekk ég eða réttara sagt skokkaði þennan spöl fram og til baka! Kennslan í Hafnarfirði mun hafa staðið í tvo vetur. Þar komu fram nokkrir skemmtileg- ir glímumenn, eins og Árni Helgason, nú ræðismaður í Chicago og Valdimar Eyjólfs- son, sem var ákaflega fimur maður. Lék sér að því að setja báðar fætur aftur fyrir hnakka og hoppa svo á sitjandanum! Einnig minnist ég Stígs Sæ- lands lögregluþjóns og fleira. 109

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.