Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 19
svipað og annarstaðar og áhugi mikill. Þeir, sem þar urðu mestir afburðamenn, voru bræð- urnir frá Sturlu-Reykjum. Jón Hannesson frá Deildartungu, var aftur meira á andlega svið- inu. Þar kenndi ég hinum fræga og víðförla manni Vigfúsi Guð- mundssyni, hótelhaldara. Hnippingar á fundi. í námskeiðslokin höfðu ung- mennafélögin samkomu, og buðu þar til kennurum bænda- skólans og námskeiðsins. Þá skeði það að einn af kennurun- um var þar með sína pípu og reykti, en þá var ekki aðeins bindindisheit innan ungmenna- félaganna, en einnig tóbaks- bindindi. Þá biður maður þessi mn orðið og byrjar með þessum orðum: „Ég er auðvitað hrifinn af ungmennafélagshreyfingunni og hún ætlar sannarlega ekki að verða sér til skammar, en þið eruð of „fanatiskir", þið eigið a. m. k. að láta tóbakið eiga sig. Ég skal sýna ykkur hve ég treð af mikilli ánægju í pípuna mína.“ Og svo fer hann að púa. Svo þegar hann er sestur verður enginn til andsvara, svo ég bið um orðið, og var heit- ur í skapi. Lét í ljós, að mér þætti fyrirmyndin slæm, í fyllsta lagi ljót, þar sem hann væri gestur þessara manna, sem hefðu þessi heit á stefnu- skrá sinni og héldu þau, og skyldi koma svona strákslega fram. Fyrir þessu var klappað mikið. Vigfús Guðmundsson tók í sama streng. Þakkaði inni- lega fyrir, og var hann þá korn- ungur maður. Sigurður frá Yztafelli mun hafa þótt nóg komið og kvað sér hljóðs og bar klæði á vopn- in, en allt endaði þetta vel og þykkjulaust af allra hálfu. 1 Ungmennafélagi Reykjavík- ur uxu upp skínandi glímmnenn, mest megnis fegurðarglímu- menn. Má þar geta Guðmundar Kr. Guðmundssonar, Bjarna frá Laugarvatni, Steingríms Páls- sonar, Magnúsar Kjaran, Helga Hjörvar o. fl. Kennslan gekk þar ljómandi vel og þó vorum við alltaf í húsnæðishraki. Síð- ari hluta vetrar æfðum við oft í húsaporti bak við Iðunni gömlu (þar sem Harpa er nú). Þar söfnuðust að okkur áhorfendur, en þar höfðum við þann hátt á, ef þess þótti við þurfa, að breiða segl á jörðina, og glímd- um á því. Næsta vetur fengiun við svo- lítið húsnæði í kjallaranum á Lindargötu 26 (þar er nú forn- sala). Svo fór heldur að rætast úr, því næsta vetur þar á eftir fengum við að æfa í leikfimi- húsi Menntaskólans. Ég hélt sem sagt áfram kennslunni hjá Ungmennafélaginu þar til ég fór af landi burt 1914, en á stríðsárunum lagðist starfsemi þess niður eins og svo margt á þeim árum. Kenndir þú ekki glímu vest- anhafs ? 1 ársbyrjun 1914 fór ég frá Englandi til Kanada ætlaði í skyndiferð, sem varð þó allmik- ið lengri en til stóð. Þar er um sjö ára sögu að ræða, sem ekki verður sögð hér. Ég var ekki fyrr kominn vest- ur í Winnepeg, en ég byrjaði að kenna glímu. Þar voru allgóðir glímumenn fyrir, því þar hafði Guðmundur Stefánsson verið í nokkur ár, og hafði annast þar kennslu, en Guðmundur var glímukonungur Islands 1909. Glímuáhugi var þar mikill, og hefur glíman allt til þessa dags verið keppnisíþrótt á þjóð- hátíðardögum íslendinga að Gimli og annarstaðar í Kanada og Bandaríkjunum. Ég tók þátt í heimsstyrjöld- inni 1914—’18 og þar rakst ég á tvo vestur-íslenzka glímu- menn, á vígvöllunmn, og gerð- um við það okkur að leik að sýna íslenzka glímu á her- mannasamkomu. Kennsluaðferðir ? Ég hef oft heyrt því haldið fram, að þú hafir haft sérstak- ar kennsluaðferðir, Guðmund- ur, og væri gaman að fá það fram hér í hverju þær voru fólgnar. Því má raunar skjóta hér inn svona til gamans, að ég kom til þín í glímukennslu í stórt herbergi á Laugavegi 44 ef ég man rétt, en þú mannst nú sjálfsagt ekki eftir því. Áhugamaður um glímu hér í bæ hafði trú á því, að ég gæti orðið góður glímumaður, og fór hann með mig til þín, svo ég gæti notið kennslu þinnar. Þetta var veturinn 1929. Ég hafði ekki verið lengi inn hjá þér, þegar við tökum glímutök- um. Ég hafði búizt við nokkrum átökum og jafnvel sviftingum, og hugsaði mér, sem svolítið kunnugur glímu heiman að, að ég skyldi gera sem ég gæti, og reyna að standa í þér ef þess væru nokkur tök. En þetta fór allt á annan veg, þarna urðu engin átök. Það fyrsta sem þú segir við mig, þar sem við stöndum í glímu- stöðu á miðju gólfinu og ég reiðubúin að koma á þig hörku- bragði: „Slappaðu handleggina algjörlega af! Þeir verða alltaf að vera slappir, nema þegar þú 111

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.