Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 20

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 20
gerir átökin, en þá mátt þú vera sterkur. Þú verður að vera af- slappaður til þess að mótherj- inn finni ekki hvað þú ætlar að gera.“ Þá man ég vel hve mikla áherslu þú lagðir á stígandann, að hann væri réttur, og öryggið í stígandanum við öllum brögð- um, hvers eðlis sem þau eru, voru þau sömu. Þú lagðir einnig áherzlu á, að ég horfði yfir öxl- ina á þér, og mér fannst eigin- lega dálítið furðulegt að þú sagðir að ég mætti loka augun- um, ekki góna útí loftið, og þú bættir við: ,,Þú verður næmari fyrir því hvað keppinautur þinn ætlar að gera.“ Á þessu verður þú að byrja ef þú ætlar þér að ná árangri í glímu, sagðir þú við mig kalt og ákveðið. Og þetta: „Mundu að vera teinréttur, og gakk þú inn að manninum, þegar þú ætlar að bregða, en ekki frá honum. Láttu hann ekki fá tækifæri til að bolast, eða láta þig bolast.“ Þetta og margt, margt annað um glímuna og leyndardóma hennar sagði Guðmundur við mig þetta eftirminnilega kvöld á Laugavegi 44. Til átaka kom aldrei, svo ég fékk ekki að sýna ágæti mitt í viðureign við Guðmund. Æfing- arnar urðu heldur ekki fleiri, því nokkru áður hafði ég geng- ið knattspyrnunni á hönd, og ég held að íslenzk glíma hafi ekki misst af neinum glímu- snillingi þótt ég hætti þarna! Þetta var einmitt mín aðferð við kennsluna, heldur Guð- mundur áfram, og glímukenn- arar vita þetta og þeir viður- kenna þennan stíganda þótt þeir nái honum ekki. I sambandi við þennan stíg- anda Guðmundar, ræddi undir- ritaður nánar við Þorstein Ein- arsson, sem hefur athugað hann mjög vel, og sagði Þorsteinn eitthvað á þessa leið: „Þessi stígandi, sem Guðmundur til- einkaði sér, er að mínu áliti persónulegur fyrir hann. Hann er greinilega þrauthugsaður, eins og allt, sem Guðmundur gerir í sambandi við glímuna. Ég hef reynt að festa skref- in á blað, til þess að læra þau, en ég er ekki viss um að okkur takist að tileinka okkur þau og kenna.“ Og Guðmundur heldur áfram: „Þetta sem hér hefur verið nefnt og var þín reynsla í her- berginu á Laugavegi 44, er fyrsta atriðið í glímunni, og svo hafði ég sömu aðferðir og þjálfarar nú. Ég kenndi þetta í áföngum, fyrst stigið, síðan sókn og vörn, og er þar ekki nein nýmæli. Þetta var að vísu nýmæli þá, en þessi atriði tóku glímukennarar fljótt upp. Ég minnist þess, að ýmsir ágætir glímumenn komu oft til mín á glímuæfingar, og sam- kvæmt eigin ósk fengu þeir að fylgjast með. Mér varð strax ljós þýðing þess að láta glímumenn hita sig upp sem kallað er, áður en þeir tækju til að glíma eða taka á. Þegar til mín komu menn, sem kunnu nokkuð fyrir sér í glímu, en höfðu ekki komið á æfingar fyrr, þá glímdu ég fyrst við þá sjálfur, og ef mér geðjaðist ekki að glímuaðferð- um þeirra, neitaði ég þeim að glíma við nemendurna. Ég notaði að jafnaði mest lágbrögð, og nær alltaf sem for- spil fyrir hærri brögðum. Ég tamdi mér og kenndi það öðrum, að koma sem mest á óvart í sókn. Manst þú eftir nokkru sér- stöku að lokum? Ekki frekar en frá hefur ver- ið skýrt. Þessi ferðalög voru nýjung og kærkomin æsku- mönnum og mér var allsstaðar tekið með kostum og kynjum og við mig var gert þannig að veizla var búin á hverjum stað. Viðdvölin var stutt, og það varð að nota hverja stund sem bezt en þessar ferðir verða mér alltaf minnisstæðar, og kennsl- an var mér alltaf nokkuð eftir- læti, enda var það svo, að ég fékkst við kennslu til sjötugs, en hætti þá öllu bæði kennsl- unni, og nuddþjálfun. Þess má að lokum geta, að ég gekk ekki á neinn þjálfaraskóla, né heldur annan skóla til lær- dóms í neinum fræðum. Þetta hefur komið einhvern veginn af sjálfu sér. Snjall glímumaður. Það er oft erfitt að bera sam- an íþróttamenn, ágæti þeirra og afrek, þar sem ekki er hægt að koma við mælitækjum, ef þeir eru ekki uppi á sama tíma sem afreksmenn. I sambandi við Guðmund Hofdal er þó hægt að gera svolítinn samanburð á honum og snjöllum síðari tíma glímmnönnum ef sögð er svo- lítil saga um atvik á glímuæf- ingu í Glímufélagi Reykjavíkur um 1930. Hann var þá aðalkennari þar og hafði marga nemendur. Bar það þá við að glímumenn komu til hans úr öðrum félögum, og voru þeir velkomnir. Það bar svo til einhverju sinni að þangað komu Ármenn- ingar, og þar á meðal Lárus Salomonsson, sem þá var orð- inn einn af beztu glímumönnum okkar. Mun hafa verið annar í 112

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.