Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 23

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 23
tíma var lítið um glímu austur þar og því lítið til samanburðar. TeJcið upp úr bókinni á Sjó og landi. Eftir Ásmund Helgson frá Bjargi. Byltu ákvœði þau er giltu á Austurlandi: Það var talin lögleg bylta, ef mað- ur féll til jarðar á bak eða brjóst. Að detta tvo hnjáskiti í röð jafngilti byltu: eins var, ef sami maður kom tvisvar í röð höndur fyrir sig og varðist þannig algerðri byltu, það jafngilti að detta einu sinni. Ekki mátti nota aðstöðu sína til að fella þann, sem datt á hné eða koma fyrir sig höndum. Líka þótti það ódrengi- legt að sleppa ekki tökum, ef maður datt. Ekki mátti sýna reiði á sér, þó að maður félli, ef glímureglum var framfylgt í viðureigninni. Einnig er getið í bók Ásmund- ar um nokkra Reyðfirðinga sem báru af í glímu og einnig um glímumenn frá Fáskrúðsfirði. Reyðfirðingar: 1. Jón Stefánsson, f. um 1850, bóndi í Sómastaðagerði og um skeið hreppstjóri. 2. Guðni Þórarinsson, f. 1851, síðast bóndi á Vöðlum. 3. Halldór Runólfson (félagi Guðna lengi) frá Þernufirði, var víða, síðast í Búðarkaupstað í Fá- skrúðsfirði. 4. Friðrik Þorleifsson, síðast bóndi í Þernunesi. 5. Hannes Jónsson, var Þingeyingur að uppruna. 6. Einar sonur Jóns á Eyri. Var for- maður í Seley. 7. Sigurður Stefánsson, bróðir Jóns í Sómastaðagerði. 8. Einar Jónsson, bjó fyrst á Bleiká, fluttist siðan að Nesi í Norðfirði og var þar fjölda ára hreppstjóri. Fáskrúðsfirðingar og fleiri: 1. Gunnlaugur Björgúlfson frá Karlsstöðum í Vaðlavík, bjó víðar, en síðast á Helgustöðum. 2. Þorleifur Jónsson, bóndi á Eyri. 3. Sigurður Nikulásson frá Teiga- gerði. 4. Marteinn Magnússon á Vattar- arnesi, Karlsskála og víðar, síðast á Nesi við Norðfjörð. 5. Jóhann Magnússon á Hafranesi, Sigurbjörn Snjólfsson var síðast á Búðum í Fáskrúðs- firði. 6. Einar Friðriksson á Þernunesi, síðar bóndi á Hafranesi, nú í Reykjavík. 7. Jóhann Þorvaldsson á Hafranesi, nú búsettur á Eskifirði. Það má minna á að Páll Ólafsson skáld frá Kolfreyjustað í Fáskrúðs- firði var merkur glímumaður sem sjá má af vísum hans í bók Ásmundar Helgasonar á Sjó og landi, sem hljóða þannig: Þótt ég glími þindarlaust, því munu fáir trúa. Vetur sumar vor og haust vissi ég ekki af lúa. Einnig var Björn Skúlason tengda- faðir Páls góður glímumaður, en um hann orti Páll eftirfarandi vísur: Sterkur Björn og stór ert þú en sterkari er þó tíminn því tekurðu að þreytast nú þó að sértu glíminn. I bók Ásmundar er getið um glímubrögð sem tíðkuðust á Austur- landi. Þar segir svo: 1. Klofbragð. Það þótti ekki góður glímumaður, nema hann gæti lagt það jafnliðliga með hvorum fæti sem var. 1. Reggjarbragð. Það þótti fegurst allra bragða og var mikið notað. Það var siður ýmissa snjallra glímu- manna, að ef mótleikari hans hafði stokkið uppúr klofbragði, þá að fella hann á leggjarbragði, er hann kom niður. 3. Þá var hælkrókur utan fótar og innan fótar lagður með báðum fót- um. Fótsterkir menn notuðu það bragð mikið, einkum þeir, sem ekki voru vel liðugir í glímu eða óvanir henni. 4. Mjaðmahnykkur. Það bragð virtist mér fáir, sem ég kynntist, leggja vel: fannst mér þeir flestir láta kraftana koma þar of mikið til greina, svo að menn, sem féllu á því, fundu til við fallið (meiddust). 5. Hnébragð. Það líktist mest klof- bragði, nema það var lagt utan fótar undir hnéð, þar sem flestir glímu- menn munu hafa lagt klofbragð inn- an fótar. 6. Músarbragð eða ristarbragð Það fannst mér aldrei liðlegt bragð. Það var lagt þannig, að sá, sem lagði það, reyndi að stíga sem fastast á annan hvorn fót mótglímumanns sins og fella hann þannig aftur á bak. 7. Handbragð. Slegið aftan í hnés- bót. Notað oft áður en hlutaðeigandi ætlaði að leggja mótstöðumann sinn á einhverju öðru bragði. 8. Bolabragð. Ekki var leyfilegt að bregða því nema á þann mann sem bolaðist mikið. Það var lagt með hægri hendi aftan á háls „bola" en vinstri hendi tekið neðst á bossa hans og honum stungið þannig á grúfu. 9. —10. Draugabragð og drauga- sveiflu heyrði ég nefnda, en sá þau brögð aldrei viðhöfð, en þeim var lýst þannig fyrir mér: Draugabragð. Tekið vinstri hendi neðan við hægra hné, en hægri hendi á vinstra læri og mótstöðumaðurinn þannig hafinn á loft og stungið aft- ur yfir höfuð sér. Draugasveifla. Mótstöðumaðurinn tekinn á loft og snúizt með hann í fanginu á sama veg. Þá snúizt til baka með byrðina og hent til jarðar. Mun í flestum tilfellum hafa verið farið að koma hálfgert rugl á hlut- aðeiganda eftir slíka meðferð. Eg heyrði talað um að þessi tvö síðasttöldu brögð hafi ekki aðrir notað en hálfgerðir fantar eða þeir, sem töldu sig eiga Uf sitt að verja. 115

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.