Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 24

Íþróttablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 24
Guðmundur Benediktsson frá Breiðabóli: G L í M A Um glímu á Austurlandi eftir Halldór Stefánsson álþingis- mann. Á Austurlandi, sem annarsstaðar um land, hafa glímur verið stundað- að alla tíð sem skemmtiatriði á sam- komum og sem fimleika- og íþrótta- æfingar. Það sögðu mér rosknir menn um aldamótin, og þess finnst getið, að glima hafi verið mikið stunduð í Fljótsdal um miðja 19. öld, og svo mun einnig hafa verið í öðr- um sveitum Fljótsdalshéraðs og ann- arsstaðar austanlands. Það sem til þekkist á síðara hluta aldarinnar og eftir aldamótin var mikill áhugi á glímum. Hvar sem strákar hittust ruku þeir saman í glímu. Strákar og fullorðnir glímdu við kirkju í brúðkaupsveizlum og al- mennum samkomum, og haldnir voru sérstakir glímufundir, bændaglímur svokallaðar. Á síðari hluta aldarinn- ar fóru margir ungir menn af Aust- urlandi til náms í Lærðaskólanum. Allir höfðu þeir alizt upp við iðkun glímunar, og glímur voru æfðar í skólanum. Heim í Hérað komu þeir aftur og settust í embætti innan hér- aðs síns. Allir urðu þeir kunnir glímumenn heimafyrir, og lands- kunnir þeir Sigurður Gunnarsson og Lárus Halldórsson, sem glímdu fyrir konunginn á Þingvölum 1874, síðar báðir prestar á Valþjófsstað, og einnig Stefán Sigfússon síðar prest- ur á Hofi í Álftafirði, sem skrifaði um glimur í tímarit Bókmenntafé- lagsins árið 1900. Hann kenndi einnig glímu eftir heimkomuna. Það gerðu einnig þeir bræður Björn (síðar al- þingismaður) og Stefán (síðar prest- ur) Péturssynir frá Berufirði. Um þá segir Björn Jónsson ritsjóri Isafold- ar, sem var skólabróðir þeirra, að þeir hafi verið hin mestu karlmenni og fimir að því skapi. (Isafold 1900). Einstakir gltmumenn og frásagnir: 1. Glímu-Sveinbjörn Skúlason. Sveinbjörn hét maður búsettur í Mjóafirði, atgjörvismaður, sterkur og glíminn svo af bar og fékk af því auknefnið Glímu-Sveinbjörn. Hann fór um sveitir til að reyna sig í glímu, og stóðust hann fáir. Á dögum Sveinbjarnar var prest- ur á Eiðum (1831—1839) séra Pétur sonur Jóns gullsmiðs Pálssonar I Framh. á bls. 121 Glíman, þjóðaríþrótt Islendinga hefur átt sín uppgangs- og hnignun- artimabil. Hún var um langan aldur ein vinsælasta íþróttin og sú sem mest var iðkuð, því þegar drengir hittust voru oft þeirra fyrstu við- brögð að taka hver annan glímutök- um og sækja sér gleði og þrótt í drengilega glímu, þar sem brögðum var beitt og þeim varist af fimi, snar- ræði og lipuð, en þó kappi og vilja- festu. Þá voru glímur vxða æfðar bæði í sveit, og bæ, komið á kappglímum og bændaglímur voru sérlega vinsæl- ar. Glímur voru snar þáttur í starfi ungmennafélaganna allt fram um fyrri heimsstyrjöldina, síðan dofnar yfir glímuæfingum þeirra og er varla um slíka starfsemi að ræða á síðustu árum hér við Eyjafjörð. Þó hafa á þingum U.M.S.E. og fundum ung- mennafélaganna verið rætt um end- urvakningu glímunnar þótt árangur hafi orðið minni en þörf væri á. Aðr- ar íþróttir hafa gripið hugi manna og setið því í fyrirrúmi, enda unnið vel að þeim, oft með mjög góðum árangri. Segja má að í sveitum við Eyja- fjörð og á Akureyri stæði glíman með blóma. Þar var glímufélagið Grettir og kunnugt er að U.M.F. Akureyrar vann að íþróttum og innan þess tók glíman, þessi þjóðlega íþrótt, sér- stakan fjörkipp á fyrstu árum þess. Var Jóhannes Jósepsson þar fremst- ur í flokki, en þar voru margir lið- tækir og góðir glímumenn. Þá mættust í Gagnfræðaskólanum, núverandi Menntaskóla Akureyrar, hraustir drengir víðsvegar af að af landinu og var glíman þar lengi í fullu fjöri. Þaðan komu líka ýmsir færustu glímumenn landsins og er ekki að efa að skólinn lagði grund- völlinn að því með vandaðri líkams- rækt, leikfimis- og íþróttakennslu. Glíman var iðkuð af eldri sem yngri um langt skeið. Varla var svo fundur eða samkoma að ekki væri glímt og fram á síðari ár hafa eldri menn getað ornað sér við minningar frá þessum gömlu og góðu dögum, enda kunnugt að þeir hafa ljómað af frásagnargleði af slikum glímu- mótum, er þeir hafa rætt um þau af eldmóði og áhuga, sem er einmitt förunautur glímunnar. Um all langt skeið hefur glíman lítið verið iðkuð hér, eða verið í öldu- dal, eins og stundum er sagt. Nú hef- ur þó komist á hreyfing í þá átt að endurvekja og útbreiða glímuæfing- ar að nýju og er það fagnaðarefni eldri unnenda hennar og iðkenda, því þeir finna bezt að íslenzkt þjóðlíf yrði snauðara að skemmtun og drengi- legum leik, eftir að glíman dæi út með öllu, sem útlit var fyrir, ef ekki yrði með sameiginlegum kröfum áhugamanna hafist handa um að hefja hana til síns fyrra gengis. Vinna þarf mikið að því að glíman verði aftur sönn þjóðaríþrótt iðkuð og lærð af vaxandi drengjum í bæ og byggð, fyrst og fremst sem karl- mannleg, liðleg og drengileg íþrótt og eftir réttum reglum. Bol og níð má aldrei líða, það er ekki samboðið neinum glímumanni. Fögur glíma eykur köppunum „karlmennsku og þor, hreystina og fegurðina og frelsisins vor.“ Það voru vormexm Islands — æskumennirnir — sem með handar- bandinu í upphafi hverrar glímu inn- sigluðu hana þeirri prúðmennsku og drengskap, sem vera á aðalsmerki ailra glímumanna við nám hennar, á æfingum og í kappglímum. Það er veglegt hiutverk æskunnar í dag að endurvekja glímuna og gera hana aftur það sem hún áður var almenna þjóðaríþrótt. Stefna ber að því að gera hana að skyldunámsgrein í skólum ,eins og sundið. 116

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.