Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 8
Lárus Salómonsson: róttin göfgar 1 3ja tölublaði Iþróttablaðsins 1966 (aprílhefti), útgefandi Iþróttasam- band Islands, er slúðursaga um mig, beinlinis sett í gang mér til ávirð- ingar, af mönnum sem hugsa um mig. UM MIG EH HUGSAÐ. Eg þarf ekki að vera óánægður af að um mig sé lítið hugsað og kemur það fram í fyrrnefndu blaði l.S.l., en þar á hinn velþekkti knattspyrnu- og íþrótta- ritdómari Frímann Helga- son samtal við Guðmund S. Hofdal. Þar skýrir Guðmundur frá upp- hafi glímunáms og æfinga sinna. Einnig skýrir hann frá glímukennslu sinni og víðferli til annara heims- álfa og hérlendis, en afreka hans í glímu, sem hljóta að vera mikil er ekki getið. Hógværð og lítillæti hvíl- ir yfir samtalinu. 1 eftirmála við samtalið er klausa sem slúðurshöf- undur er borin fyrir. Þar er afreka Guðmundar S. Hofdal getið, og þau eru að hann hafi sigrað mig í kapp- glímu með gleraugum sínum árið 1930. BERDREYMNI. Fyrir nokkru síðan dreymdi mig Guðmund S. Hofdal. Hann sat einn við borðshorn og studdi hönd við kinn og var hljóður. Þetta var í stóru húsi. Menn voru þarna víðs fjarri. Guðmundur var öðruvísi klæddur en venjulega. Óþekktur mað- ur kom til mín og spurði mig álits um Guðmund. Ég svaraði manninum og lýsti Guðmundi eftir minni skoðun. Orð- in sem ég valdi voru mjög einkenni- ieg og tíðkast ekki i daglegu máli. Það er sem þau hafi verið sótt í æðri vizkubrunn. Ekkert af þeim orðum set ég hér, ekki af því, að þau hafi verið svo ljót, því að það voru þau ekki. — Nokkrum klukku- stundum eftir drauminn símaði mað- ur til mín og sagði mér að ég ætti kveðju í Iþróttablaðinu. Hann sagði mér hvaðan ætt hennar væri og hverjir væru feðurnir. GUÐMUNDUR SVER AF SÉR. Eftir að ég hafði kynnt mér kveðj- una, símaði ég í Guðmund og sagði honum draum minn og að ég hefði frétt um sendinguna frá honum. Guðmundur sagðist engan þátt eiga í þessum stúf aftan við samtalið. Þessu get ég trúað vegna þess, að Guðmund langi ekkert til að rifja þá sögu upp og kem ég að því síðar. GEGN SLÚÐURSÖGUM ERU MENN VARNARLAUSIR. Það má segja, að gott sé að fá þessa slúðursögu nú heldur en síð- ar. Það má búast við, að fá álíka frá einhverjum öðrum Guðmundi eftir dauða sinn, og þá verður and- svörum ekki beitt. Það hlýtur að vera skrýtið sálræna sambandið á milli þeirra manna, sem eru að hugsa og skrifa um mig, í stað þess að láta mig hvíla í friði. Hver veit nema þeir innsigli frægðarsögur sínar, sem eigi að opna eftir 50 ár, beinar ýkjur og ósann- indi um mig og aðra. í ÞESSU FINNST EKKERT VIT. Eins og ég gat hér að framan, sagði Guðmundur að hann ætti eng- an þátt í slúðursögunni, en sögumað- ur Frímanns væri sjónarvottur. Guð- mundur gaf mér í skyn að hann vissi hver hann væri, en vildi ekki segja mér nafn hans. Mér dettur í hug gömul skopsaga. 1 sveit einni var stofnað fjáreigenda- félag og kosin formaður. Talið var að formaðurinn stigi ekki í vitið. Hann hélt þó margar ræður og um þær var mest talað, því að í þeim fannst ekkert vit. Sögumaður Frímanns minnir mig á formanninn, því I sögu hans finnst ekkert vit. GLEYMSKA HEFUR GIST SÖGUM ANNINN. Annars er mér sama hver sögu- maðurinn er. Hann er þarna að telja fram tekjur sínar frá gullárum glímu sinnar og ekki þarf að efast um að rétt sé framtalið og skýrt frá kaupum og sölu á vettvangi minninganna. Ef sögumaður væri mér kunnugur mundi hann frekar hafa getið um eitthvað sem væri satt og mér til hróss, svo sem eins og þegar þrír karlmenn (að þeirra sögn hreystimenn) réðust á mig að lok- inni skjaldarglímu. Ég varð einn að láta þá þrjá lúta móður jörð og einn gista heim gleymskunnar. VIÐ EIGUM MARGAR GAMAN- OG SLÚÐURSÖGUR. Ef við tínum saman á prent sögur um viðureignir íþróttamanna þá yrðu sumar skoplegar og lítt trúleg- ar. Ein er svo, að einn knattspyrnu- kappi af gamla skólanum kom þar að, sem drengir voru að leika með knött. Kappinn vildi leika með þeim, en þeir léku á hann í öllu. Hann gekk þá á brott og sagði ljótt. Þessu trúi ég ekki: að fulltrúi gömlu knatt- spyrnunnar hafi látið pilta nútímans leika á sig. EINA GLÍMUSÖGU VIL ÉG SEGJA. Glímumaður var einn, sem ekki var nafngreindur, enda ferðamaður á hestbaki, en nokkuð á lofti og tal- aði mikið um glímugetu sína og héit ræður um glímuna og minnir að því leyti á formann fjáreigenda, því ekkert vit hafði verið í ræðum hans. Maður þessi kom eitt sinn til Þor- geirs I Gufunesi og vildi glima við hann. Þorgeir sagði það vera sjálf- sagt að glíma, en þá yrðu þeir að vera þar sem mjúkt væri fyrir sig að detta. Hinn féllst á það og sagði Þorgeir ráða vali á glímuvettvangi. Þorgeir sagði að þá væri bezt að vera hjá fjóshaugnum. Þeir hófu svo glímuna og fleygði Þorgeir honum strax á hábragði beint í fjóshaugirm. FLJÚGÐU, FLJÚGÐU KLÆÐI. Viðtalið er merkilegt og þar kenn- ir margra upplýsinga, sem ekki máttu glatast ef sannar eru. Þar kennir þó fljótt gruns á ýkjum í villuskini fjarlægs tíma. Einnig nokkurs frásagnaruglings og nafna- brengls. Um atvikin „hnippingar á fundi“ hefði Guðmundur ekki átt að tala því til er önnur frásaga um þau, 132

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.