Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 9
enda aðdragandi og tilefni annar, en Guðmundur segir. Þeir félagarnir spinna og tvinna saman marga sögulega þræði, í klæði það, sem þeir fljúga síðan á í vinsemd. Uppistaðan í vefnum er: með tilvísun til samtalsins á bls. 111—112 í Iþróttablaðinu; að Fri- mann kemur til Guðmundar árið 1929 á Laugaveg 44 og ætlaði að glíma við hann, og var stressaður og tilbúin í átök, en Guðmundur var reyndur og slæghyggin og sá, að sér stóð hætta af að glíma við ungan harðfrískan og skapríkan mann. Guðmundur hafði reynslu og var kunnugur svona og sá að Frímann var kappgjarn og skapharður, enda var Frímann að hans eigin sögn til- búin í átök og koma hörkubragði á Guðmund, því Guðmundur segir við hann, sem svo: Hægan bróðir, slapp- aðu af, slappaðu handleggina af. Guðmundur segir einnig við Frímann að hann eigi að horfa yfir öxl- ina á sér og ekki góna svona á sig út í loftið. Hann eigi að leggja aug- un aftur, þá eflist hugans kraftur, og hann verði næmari fyrir því hvað keppinautur hans ætli að gera. E>á veit maður það, að í glímu er bezt að láta augun aftur og sjá ekki neitt hvað keppinauturinn ætlar að gera. Mig undrar ekki þó Guðmund- ur vildi hafa gleraugun þegar hann lagði mig. Líklega hafa þau verið lokuð. Þeir Frímann og Guðmundur gllmdu svo ekkert, því þetta var kennsluaðferð Guðmundar, að láta menn slappa af. Mér dettur í hug dá- leiðsla eða glímugaldur. Frímann dá- ir síðan orð og kennslu og ráðlegg- ingar afslöppunarmeistarans. Ári síðar, en Guðmundur vildi ekki hætta á að glíma við Frímann, hef- ur Guðmundi farið það fram, að hann leggur ótrauður í að bjóða mér f kappglímu og það á æfingu og af engri ástæðu svo getið sé. Sjálfur af- slöppunarmeistarinn býður gesti sln- um I kappglímu á æfingu, en á æf- ingum eru sjaldan glímdar kapp- glimur og sízt af kennurum. Fyrirhafnarlaust sigrar hann mig með gleraugunum, sem hafa blindað hann frá þeirri stundu til dagsins í dag. Ivafið í klæðið er svo aftan við samtalið; slúðursagan um mig og hljóðar svo: „SNJALL GLlMUMAÐUR. Það er oft erfitt að bera saman íþróttamenn, ágæti þeirra og afrek, þar sem ekki er hægt að koma við mælitækjum, ef þeir eru ekki upp á sama tima sem afreksmenn. 1 sam- bandi við Guðmund Hofdal er þó hægt að gera svolítinn samanburð á honum og snjöllum síðari tíma glímumönnum ef sögð er svolítil saga um atvik á glímuæfingu í Glímu- félagi Reykjavíkur um 1930. Hann var þá aðalkennari þar og hafði marga nemendur. Bar það þá við að glímumenn komu til hans úr öðrum félögum, og voru þeir vel- komnir. Það bar svo til einhverju sinni að þangað komu Ármenningar, og þar á meðal Lárus Salomonsson, sem þá var orðinn einn af beztu glímumönn- um okkar. Mun hafa verið annar í Skjaldarglimunni það árið og með fremstu mönnum í hinni miklu Is- landsglímu 1930. Lýsa sjónarvottar þvi þannig, að Lárus hafi tekið menn þar tökum og lagt þá unnvörpum og ekki haft mikið fyrir. Þá er það, að Guðmundur spyr hann hvort hann vilji glíma við sig, og var Lárus ekki tregur til þess. Takast þeir á, og var greinilega kapp í glímunni, og eftir svolitla stund skeður það, að Lárus fellur flatur á gólfið, sem mun hafa komið honum á óvart, því Guðmundur var þá af léttasta skeiði eða 46 ára gamall og löngu hættur kappglímum. Aftur takast þeir á og var ekki minna kapp nú en í hið fyrra sinn, og þótti þeim er á horfðu nóg um. Gekk þá einn til og spurði Guðmund að því hvort hann ætti ekki að taka af honum gleraugun. Guðmundur svaraði að það tæki því ekki, og hafði sín gleraugu. Litlu síðar fór sem í fyrra skiptið að Lárus féll aftur fyrir þessum lág- vaxna og þrekna kappa, og munu glímurnar ekki hafa orðið fleiri, en mikil spenna var i áhorfendum, og varð glíman þeim eftirminnileg. Sýnir þetta betur en margt annað hvílíkur afburða glímumaður Guð- mundur hefur verið, að honum skyldi takast léttilega að fella svo ágætan glímumann sem Lárus var þá orðinn, en Guðmundur kominn af léttasta skeiði. Frímann/< SAGAN FÉKK SNEMMA FÆTUR. Satt mun það, að ég mun hafa kom- ið á glímuæfingu hjá Guðmundi S. Hofdal, en betur fer líklega ekki nema einu sinni. Slúðursöguhöfund- ur segir, að það hafi verið árið 1930 og ég hafi þá verið annar í Skjald- arglímunni. Ósatt er þetta, sem ann- að, ég er ekki annar né þriðji ekki einu sinni fjórði, hvorki árin 1929, 1930, 1931, svo hvorki er um mis- minni á röð eða ári að ræða, heldur eru þarna á ferðinni ósannindi ósk- hyggjunnar. Sjá Árbók Iþróttamanna 1953 bls. 123—124. Já, ég kom á æfingu hjá Guðmundi og sá hann glíma. Hann hafði einkennilega stígandi (ekki „stíganda'* eins og Frímann skrifar). Stígandin var með nær engum snúningi nema lítið eitt á tábergi annars fótar. Hann steig fram og aft- ur með löngu stígi hægra fótar fram og lyfti sér þá upp á vinstra fæti i fang mótherja sins. Mér fannst þessi stígandi gossaraleg og valda stöðnun á milli stiga, enda hefur enginn glímu- maður tekið hana eftir honum, svo vitað sé enn. Nokkur brögð tók Guð- mundur öðruvísi en aðrir glímumenn. Það mun hafa stafað frá því, að hann lærði glímu og æfði með buxnatök- um, en eftir komu glímubeltanna varð óhægara að beita ýmsum hnykksveiflum. Hans upphaflega glíma varð því aflaga við breytt skil- yrði. Hann hafði einnig glímt nokk- uð við silungsveiði ofan um ís á Mý- vatni. Þá glímdi hann mikið klædd- ur og með vettlinga á höndum, enda vetrartíð. Því var glíma hans og margra Mývetninga meira látæðis- leikur, enda gert til að halda á sér hita að eigin sögn Guðmundar. Þetta var kallað „vettlingatos". Ég bað Guðmund að sýna mér hvernig hann tæki ákveðin brögð, sem hann gerði, og streittist ég ekki á móti, því sýnandi á ekki gott með að sýna rétta útfærslu ef honum er meinað það. Mig minnir að brögðin hafi verið tvö. Hitt kann að vera, að hinn glímugöfgaði maður hafi meira lagt mig til byltu en kennslu og sýning- ar, en það gera góðir kennarar yfir- leitt ekki, samanber kennslustund Frímanns hjá Guðmundi. Þetta kann sögu- og sjónarvotti að vera minnis- stætt, og hann minni þetta hafa 133

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.