Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 10
verið kappglíma, en. samkvæmt sam- talinu og ráðleggingu Guðmundar við Frímann áttu nemarnir að loka aug- unum, og von er að nemum hans hafi eitthvað missýnzt við mig. Þó boðberi afslöppunarinnar hafi gleymt henni í þetta sinn þá mun ég hafa látið fátt um finnast, því oft hefi ég orðið fyrir öðrum eins göfugleika, samanber eins og þegar maður einn, sem með frásögu sinni minnir mig á formann fjáreigenda, sló báða fætur undan mér með hægra fæti sín- um er ég stóð uppvið þil í húsi einu, svo ég settist á gólfið. Ég var að segja sögu og meira brá mér ekki en svo, að ég sagði söguna áfram. Sjónarvottar voru að þessu. Komið hefur það þó fyrir þegar ég hefi fengið slíka kveðju, að ég hefi brugðizt öðruvísi við, og hefur ger- andinn þá fundið að ég mátti mín nokkurs. Þetta var innskot. Ekki man ég annað en æfingin gengi og endaði viðburðalaus. GLEKAUGUN. Sögumaður segir, að Guðmundur hafi verið með gleraugu. Það eitt styður frásögn mína, að ekki var um kappglímu að ræða, heldur sýningu á brögðum, að Guðmundur tók ekki af sér gleraugun, þó sögu- og sjón- armaður byði honum að taka þau. Þó finnst gamansöm skýring um gleraugun hans Guðmundar hér annarsstaðar. Hér sézt Benedikt G. Waage heiðursforseti l.S.I. afhenda Ármanni J. Lárussyni Grettisbeltið. Engin fremd er mér að segja frá þessu, því hann var studdur burtu og vinir hans áfelldu mig stórlega í orðum fyrir þetta. Frá þessu og öðru hefði ég aldrei skýrt, en ég er knúinn til þess eftir birtingu slúðursögunn- ar. Þetta hefur sögu og sjónarvottur ekki vitað. en sé henni raskað, þá reyni ég að verja mig, en er sáttfús þó. Og nokkrir menn, þar á meðal Guðmundur S. Hofdal og Frímann, vita að mig tekur sárar en flesta menn að vera særður, þó ég sé ekki ófærari öðrum að svara fyrir mig. VlNBERIÐ BREYTIST 1 RÚSlNU. Nokkru síðar frétti ég að Guðmund- ur S. Hofdal bæri það út, að hann hefði lagt mig á æfingu. Eitthvað mun hafa þykknað í mér, því nokkru síðar bar fundum okkar saman I húsi einu (ekki ibúðarhúsi), þar var hann að tala við menn (karlmenni mikil). Ég gekk umbúðalaust að Guðmundi og segi: „Ert þú að bera út að þú hafir lagt mig á æfingu hjá þér, þar sem þú fékkst að sýna brögð á mér?“ Guðmundur játaði þessu. Þá sagði ég eitthvað á þá leið að við skyld- um bara reyna með okkur, því ég gæti farið með hann eins og barn ef ég kærði mig um. Það skipti engum togum að við tókum saman. Guðmundur féll strax og upp stóð hann og féll aftur fastri byltu. ÖFUND OG BRÓÐERNI. Ég á fjölmarga vini í öllum stétt- um þjóðfélagsins og landshlutum. Ég á líka nokkra öfundarmenn, þeir eru viss manntegund. Ég er hrein- lyndur og opinskár og það jafnvel um of. Ég hefi verið nokkuð í ljós- röndinni á leiksviði lífsins. Nafn mitt er þekkt. Það þykir meira í munni að geta talað um manninn, sem hægt er að nefna með nafnl. Enda segir tilvitn- unin: Þeir töluðu mest um Ólaf konung, sem aldrei höfðu séð hann. Það er því af þessari vissu mann- tegund, sem margt er talað um mig, bæði satt og logið. Þeir vita þessir menn, að ég er að eðlisfari fáskiptin og læt alla vera 1 friði, sem mig varðar ekki um. Ég mynda ekki klíkur i kringum mig né dreg menn í dilka. Ég þrái kyrrð, HVER MYNDI HAFA TRUAÐ? Hver myndi hafa trúað að Frí- mann þyrfti að nota svona slúður og hvað kemur honum til að koma með 36 ára ómerkilega sögu um mig? Hvaða kennd knýr dáðarekkinn Frí- mann til að trúa þessu? Því ýmsu ljúga menn á mig mörgum fúa spuna, einnig þú um þessi stig þokast nú til muna. HALDA ÞEIR MIG VINAFÁAN? Ég hefi ekki aflað mér vinskapar Guðmundar né Frímanns. Þess í stað hefi ég hrakið ýmsar firrur þeirra i ræðum og á prenti. Það hefur gefið þeim viljann til að hugsa um mig. Guðmundur hefur svo aflað sér fylgismanna. Það er sögumanns og sjónarvotts. Bara það endi ekki þannig að allir hviki og enginn vilji 134

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.