Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 14
UM IÞROTTAHUS Erindi fSutt á formannaráðstefnu É. S. L í febrúar síðastSiðnum. Þursteinn Einarsson: 1 NOTKUN ERU hérlendis 1956, 55 leikfimisalir. Sá elsti er reistur 1896 og sá yngsti frá í ár. Sá minnsti er að að stærð 8x4 m og sá stærsti 18x33 m. Séu salirnir flokkaðir niður samkv. stærðum lítur sú flokk- un þannig út: 7x14 m og minni ........ 9 8—10x16—20 ____________ 38 10—12x20—24 ............ 4 11x30 __________________ 1 16x32 __________________ 2 18x33 __________________ 1 55 Fram að 1930 er nær ein- göngu stunduð glíma og leik- fimi í ísl. leikfimisölum og því ræður fram að þeim tíma dönsk viðmiðun að 4m2 komi á hvern iðkanda í venjulegum iðkenda- hópi 25—30 manns. Þ. e. gólf- stærð 100—200m2. Stærðir sala samkvæmt þessu 7x14—8xl6m2. Upp úr 1930 fer iðkun hand- knattleiks, sem til þess hafði verið utanhúsíþrótt, að færast inn í leikfimisalina og byrjað að keppa í handknattleik innan- húss. Vegna keppni í handknattleik innanhúss er tilkomu hins stærri salar — 11.3x20m — í húsi Jóns Þorsteinssonar fagn- að 1935. Upp úr 1930 er í auknum mæli tekið að æfa knattspyrnumenn og frjáls-íþrótamenn innanhúss og 1932 er hafin iðkun badmin- ton. Árið 1947 bætist ný flokka- íþrótt, körfuknattleikur, við þær íþróttagreinar, sem iðkað- ar eru innanhúss. Upp úr síðari heimstyrjöld er í auknum mæli unnið að þátt- töku íslands í íþróttamótum er- lendis. Þau íþróttalegu viðskipti varða ekki einvörðungu einstök félög eða þjóðir heldur Evrópu og jafnvel heiminn. Með því að íþróttahúsið á Há- logalandi er keypt 1944 batnar aðstaðan til keppni innan húss og með því komið að nokkru til móts við þarfir íþróttafélag- anna. Þörfin á stærri íþróttahúsum hefur þau áhrif að Háskóli ís- lands reisir 1948 12x24m sal. Áður eða 1945 hafði ríkið reist að Laugarvatni 12x24m sal fyr- ir íþróttakennaraskóla Islands. Árið 1946 luku áhugamenn um íþróttir á Akranesi við að reisa sal úr timbri að stærð 23.8xl2.7m. Knattspyrnufélag Reykjavík- ur tekur í notkun 1953 íþrótta- sal að stærðinni 16x32m. Með þeirri gólfstærð er unnt að leika handknattleik og körfu- knattleik á löglegum vallar- stærðum. Vallarstærð hand- knattleiksvallarins 15x30m er þó í lágmarki hve varðar lög- lega vallarstærð í innanlands keppni. (Lágmarkt í alþjóð- legri keppni 18x38m.). Fram til þess að lR 1930 breytir gömlu kaþólsku kirkj- unni í íþróttahús og Jón Þor- steinsson (1935) reisti íþrótta- hús sitt höfðu allir íþróttasalir verið reistir við skóla og starf- ræktir af þeim. Þessi þróun heldur svo áfram með því að íþróttabandalag Reykjavíkur kaupir íþróttahús- ið að Hálogaalndi 1944, Iþrótta- bandalag Akraness tekur í notkun eigið íþróttahús 1946 og 1953 og 1958 taka tvö íþrótta- félög að starfrækja eigin hús (KR og Valur). Með gildistöku íþróttalaga 1940 verður leikfimi námsgrein í skólum og bæjar- og sveitar- félög með fleiri íbúa en 400 lög- skylduð að hafa leikfimisali við skóla sína. Með ákvæðum laganna um íþróttasjóð er bæjar- og sveit- arfélögum svo og íþrótta- og ungmennafélögum gefið fyrir- heit um f járstuðning til þess að reisa meðal annars íþróttahús, sem mæti þörfum almennings og félaga. Samkvæmt þessum ákvæðum hafa félög þau (3) sem reist hafa íþróttahús hlotið styrk úr íþróttasjóði og hefur styrk hlutdeild miðast við 40% kostn- aðar. Hafin var iðkun Badminton upp úr 1932. Iþrótt þessi er al- mennt iðkuð víða um land og er einvörðungu bundin við íþróttahús. Salur af stærðinni 10x20 veitir aðeins rými fyrir einn badmintonvöll (6,10x 13,40). Venjulegur skólaleik- fimisalur veitir því fáum að- 138

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.