Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 15
 ÍfÍíHWj: Iþrótta- og sýningarhöllin í Laugardal, stærsta íþróttahús landsins. stöðu til iðkunar þessari íþrótt (2—4 í senn í 40—45 mín). Ákvæði íþróttalaga, og reglu- gerða um iðkun leikfimi og annara íþrótta í skólum, leggja að vísu áherzlu á að leikfimi sé kennd í skólum en kveða einnig á um iðkun annara þeirra íþrótta, sem almenningur iðkar. Eigi íþróttastarfið að vera fræðindi og uppalandi til félags- legs starfs vegna hins daglega lífs að skóla loknum verða skól- arnir að hafa húsrými til þeirr- ar kynningar auk hins frjálsa íþróttastarfs, sem skólinn þarf að geta veitt nemendum sínum. Með tilkomu reglugerðar um heilsugæzlu í skólum og reglu- gerðar um daglegan starfstíma í skólum, verða allir (stærri) skólar með 600 eða fleiri nem- endur að ráða yfir tveimur (2) leikfimisölum 8—10x16—20 m. Vegna þessarar þríþættu kvaðar, sem hvílir á herðum ríkis og bæjar- og sveitarfélaga þ. e. öflun aðstöðu til íþrótta- iðkana fyrir skólanemendur, al- menning og íþrótta- og ung- mennafélög, hlaut að koma að því hérlendis sem erlendis að leysa þess þríþættu þörf með sem fæstum húsum. Lausn þessa vanda fólst í því að reistir yrðu stórir salir, sem skipta mætti með færanlegum veggjum í 2, 3 eða 4 venjulega skólasali og til þess að leysa meiri vanda miða gerð þessara sala við það, að unnt yrði að hafa skólasamkomur í sölunum. Árið 1963 er tekið í notkun við einn héraðsskólann að Reykjum salur 10x20 m, sem er bæði íþróttasalur með áhorf- endasvæði og samkomusalur skólans. Menntamálaráðuneytið sam- þykkir 1953 að leggja 50% áætlaðs kostnaðarverðs venju- legs skólaíþróttahúss fram til byggingar stórs íþróttahúss í Hafnarfirði, sem búið er áhorf- 139

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.