Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 21

Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 21
íþrótta annáll Sundmeistaramót íslands var háð í Neskaupstað í lok júní. Keppendur voru margir og mjög góður árangur náðist í flestum greinum, m.a. voru sett 3 Is- landsmet. Guðmundur Gíslason, ÍR, synti 100 m skriðsund á 56,7 sek., sem er einum tíunda úr sek. betra en gamla metið, sem hann átti sjálfur. Kvennasveitir Ármanns settu met í báðum boðsundunum, 4x100 m skrið- sundi á 4,56,8 mín. og 4x100 m fjórsundi á 5,46,9 mín. TJrslit urðu þessi í öðrum greinum: Guðmundur Gíslason varð meistari í 200 m bringu- sundi á 2,42,6 mín., hann varð og meistari í 200 m f jórsundi á 2,23,4 mín. Davíð Valgarðsson, IBK, varð meistari í 400 m skriðsundi á 4,39,2 mín., hann varð einnig meistari í 100 m flugsundi á 1,03,1 mín. og 200 m baksundi á 2,40,2 mín. Fylkir Ágústsson, Vestra, varð meist- ari í 100 m bringusundi á 1,14,9 mín. og Trausti Júbusson, Ár- manni, í 100 m baksundi á 1,16,4 mín. Ármann varð meistari í báð- um boðsundunum, synti 4x100 m fjórsund á 5,03,4 mín. og 4x 200 m skriðsundi á 10,13,2 mín. I kvennagreinum varð Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, ÍR, mjög sigursæl, hún varð fimm- faldur meistari, í 100 m skrið- sundi á 1,06,4 mín., 100 m flug- sundi á 1,22,0 mín., 100 m bak- sundi á 1,10,5 mín., 100 m bringusundi á 1,27,7 mín. og í 200 m bringusundi á 3,03,1 mín. Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Ármanni, varð meistari í 400 m skriðsundi á 5,32,1 mín., sem er stúlknamet. Davíð Valgarðsson, ÍBK, vann bezta afrek mótsins samkvæmt stigatöflu, hlaut 991 stig fyrir 100 m flugsundið og hlaut því Pálsbikarinn að þessu sinni, en hann er gefinn af forseta Is- lands. Við mótssbt var einnig afhentur Kolbrúnarbikarinn, sem sú stúlka hlýtur, er vinnur bezta afrek ársins. Hann hlaut að þessu sinni Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, ÍR, fyrir 1,21,3 mín. í 100 m bringusundi. Keppt var í þremur greinum í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Ármanni, sigraði í 800 m skrið- sundi á 11.19,2 mín., sem er Is- landsmet. Davíð Valgarðsson, ÍBK, í 1500 m skriðsundi á 19.14,4 mín. og Gestur Jónsson, 145

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.