Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 22
SH, í 500 m bringusundi á 5.54,0 mín. Nokkur heimsmet í frjáls- íþróttum hafa verið sett undan- farið. Bob Seagren í stangar- stökki, 5,32 m, Tommy Smith í 200 m hlaupi, 20,0 sek. og Jim Ryun, í 880 yds hlaupi, 1.44,9 mín. Allir eru þessir afreks- menn Bandaríkjamenn. kk Ármann varð íslandsmeistari í sundknattleik 1966, en liðið sigraði KR í úrslitaleik 5—3. Ármann hefur verið ósigrandi í sundknattleik um árabil. kk Þróttur varð Reykjavíkurmeist- ari í knattspyrnu 1966. Þetta er í fyrsta sinn, sem félagið hlýtur Reykjavíkurmeistaratitil í knattspyrnu. kk Skozka atvinnumannaliðið Dundee Utd. lék hér þrjá leiki í byrjun júní á vegum Fram. Skotarnir sigruðu Fram 7—2, KR 4—0 og úrvalslið landsliðs- nefndar 6—0. kk Enska 2. deildarliðið Norwich heimsótti ÍA í tilefni 20 ára af- mælis bandalagsins á þessu ári. Norwich vann Akranes 6—1, úr- val landsliðnefndar 2—1 og KR. kk Valbjörn Þorláksson, KR, vann bezta afrekið á Þjóðhátíð- armótinu í Reykjavík, stökk 4.30 m í stangarstökki. Mesti afreksmaður mótsins var Jón Árnason, TBR, en hann hlaut þrjá Islandsmeistaratitla að þessu sinni. Jón er mjög snjall badmintonleikari og í stöðugri framför. Hann vann Óskar Guðmundsson, KR, í ein- liðaleik með 15—8 og 15—11. Jón sigraði síðan í tvíliðaleik karla ásamt Óskari. Þriðja meistarapeninginn vann Jón Árnason í tvenndarkeppni á- samt Lovísu Sigurðardóttur. I tvíliðaleik kvenna sigruðu Lovísa Sigurðardóttir og Hulda Guðmundsdóttir, TBR. Keppnin í I. flokki var einnig skemmtileg. Sigurður Tryggva- son, TBR, sigraði í einliðaleik og flytzt upp í meistaraflokk. 1 tvíliðaleik karla sigruðu Sveinn Björnsson og Pétur Kristjáns- son, KR, í tvíliðaleik kvenna sigruðu Álfheiður Einarsdóttir og Svafa Aradóttir, TBR, og í tvenndarkeppni Álfheiður Ein- arsdóttir og Jóhannes Ágústs- son, TBR. Þá fór fram keppni í ungl- ingaflokki og þar bar Haraldur Kornelíusson, TBR, sigur af hólmi í einliðaleik. I tvíliðaleik sigruðu Haraldur Kornelíusson og Finnbjörn Finnbjörnsson, TBR. 146

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.