Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 4
Englendingar sóttu og sóttu gegn Uruguay — en allt kom fyrir ekki, þeim tókst ekki að skora. Hér grípur markvörður Uruguay knöttinn áður en mið- verði Englands, Jackie Charlton, tekst að skalla. var milli Englands og Uruguay mánudaginn 11. júní og voru áhorf- endur rúmlega 90 þúsund á Wembley. Vonbrigðin urðu gífurleg, Uruguay- menn höfðu það eitt í huga að halda því stigi, sem þeir höfðu þegar leik- urinn hófst — það er að leika upp á jafntefli. Enska liðið sótti nær all- an leikinn, en tókst aldrei að rjúfa hinn sterka varnarmúr Uruguay, sem oftast var með níu menn í vörn- inni. Leikurinn varð því leiðinlegur, en ekki hægt að ásaka Uruguay- menn. Þeir reiknuðu dæmið rétt. England var hættulegasta liðið í riðlinum, og jafntefli gegn því þýddi næstum sama og áframhald í keppn- inni — eins og síðar kom á daginn. Leikaðferðin sem slik átti því allan rétt á sér í þessari miklu skák þjálf- ara liðanna. Um aðra leiki í riðlinum er lítið að segja, nema hvað Mexikanar voru óheppnir að bera ekki sigurorð af Uruguay — en þeir hefðu þurft að sigra með tveggja marka mun til að komast áfram í keppninni. Þess má geta, að Mexikó hefur tekið þátt I hverri einustu lokakeppni heims- meistarakeppninnar — og hefur að- eins unnið leik gegn Tékkóslóvakíu 1962, þegar Tékkar voru öruggir með áframhald í keppninni. En þessi tvö jafntefli þeirra nú sýna, að lið þeirra er í mikilli framför og verður hættu- legt í háfjallaloftinu í Mexicó City, en þar verður næsta keppni háð 1970. England átti aldrei í erfiðleikum og komst örugglega áfram án þess að fá á sig mark •—• en mikil vonbrigði voru með franska liðið, sem fyrir- fram var talið líklegt, að komast áfram ásamt Englandi, en hafnaði í Heimslið Búlgarski blaðamaðurinn Stefan Noykov valdi þessa menn í heims- lið: Jashin — Kaposta — J. Charl- ton — Hilario — Wilson — Beck- enbauer — Sipos — Bene — Euse- bio — Albert — B. Charlton. Bezta leikmanninn taldi hann Eusebió — en Bobby Charlton kemur sterklega til greina. neðsta sæti. Lokastaðan í riðlinum var þessi: England 3 2 1 0 4—0 5 Uruguay 3 1 2 0 2—1 4 Mexicó 3 0 2 1 1—3 2 Frakkland 3 0 1 2 2—5 1 2. riðill. Þátttökulönd voru Vestur-Þýzka- land, Argentína, Spánn og Sviss og var leikið á Villa Park í Birmingham og Hillsborough í Sheffield. Urslit einstakra leikja urðu þessi: V.-Þýzkaland-Sviss 5—0 Argentína—Spánn 5—1 Spánn—Sviss 2—1 Argentína—V.-Þýzkal. 0—0 Argentína—Sviss 2—0 V.-Þýzkaland—Spánn 2—1 Flestir leikirnir í þessum riðli voru mjög grófir. Þjóðverjar sýndu beztu leikina — einkum var sóknarleikur þeirra góður gegn Sviss — Argen- tínumenn voru harðastir og tókst að halda jöfnu gegn Þjóðverjum, þótt bezta varnarleikmanni þeirra, Albre- cht, væri vísað af leikvelli en hann var fyrsti leikmaðurinn í keppninni, sem þeim örlögum varð að sæta, Spánverjar voru mistækir og þessir Evrópumeistarar landsliða komust ekki áfram, og Sviss sannaði að áhugamenn eiga lítið sem ekkert er- indi í keppni sem þessa. Lokastaðan var þessi: V.-Þýzkaalnd 3 2 1 0 7—1 5 Argentína 3 2 1 0 4—1 5 Spánn 3 1 0 2 4—5 2 Sviss 3 0 0 3 1—9 0 3. riðill. Þátttökulönd voru Portúgal, Ung- verjaland, Brazilía og Búlgaría og var leikið á Goodison Park Liverpool og Old Trafford í Manchester. Skemtilegasti riðillinn og jöfnust lið, þar sem heimsmeistararnir frá 1958 og 1962, Brazilía — og taldir sigur- stranglegastir í keppninni nú — voru slegnir út. Einstakir leikir fóru þannig: Brazilía—Búlgaría 2—0 Portúgal—U ngver j al. 3—1 Ungverjal.—Brazilía 3—1 Portúgal—Búlgaría 3—0 Portúgal—Brazilía 3—1 U ngver j al.—Búlgarí a 3—1 Portúgal — sem aldrei fyrr hefur tekið þátt í lokakeppni heimsmeist- arakeppninnar — sýndi þegar I 152

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.