Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 5

Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 5
Rildo eina mark Brazilíu I leiknum. fyrsta leik gegn Ungverjum, að þar var lið á ferðinni, sem reikna mátti með miklu af. Að vísu urðu Ungverj- um á gróf varnarmistök í leiknum, sem kostuðu þá mörk — en í leikjun- um við Brazilíu og Búlgaríu sýndu Portúgalar með Afríkusvertingjana Eusebió og Coluna í broddi fylkingar að þeir voru til alls líklegir. Enskur blaðamaður skrifaði. „Það lið, sem sigrar Portúgal verður heimsmeist- ari“, og þessi orð hans komu virki- lega á daginn. Ungverjar sýndu oft frábæra leiki ■— og leikur þeirra við Brazilíu er af mörgum talinn bezti leikur keppninnar og þótt Brazilíumenn töpuðu þeim leik, sýndu þeir þó að lengi lifir í gömlum glæðum. Hins vegar var markvarzlan hjá Ungverj- um léleg og það varð þeim siðar að falli. Keppnin varð mikil vonbrigði fyrir Brazilíumenn — en satt bezt að segja, þá var undirritaður talsvert hissa á því hve Brazilíumenn voru álitnir sigurstranglegir fyrir keppn- 153

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.