Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 9
skoraði miðherjinn Torres úrslita- markið tveimur mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var aldrei sérlega skemmtilegur — þreytumerki voru greinileg á leikmönnum og þeir virt- ust áhugalitlir. Bronzið hefur lítið að segja, þegar glóði á gull nokkr- um dögum áður! Fyrsta markið í leiknum skoraði Eusebió úr vita- spyrnu, en rétt fyrir hléið jöfnuðu Sovétmenn. Leikurinn var mjög daufur í síðari hálfleik og þegar allt virtist benda til að framlengja þyrfti, skoraði Torres áhorfendum og senni- lega leikmönnum líka til mikils léttis. Þar með hlutu Portúgalar þriðja sætið á HM og var það góður ár- angur, þvi fáir reiknuðu með miklu af Portúgal í byrjun keppninnar. Eusebió var talinn bezti leikmaður keppninnar af flestum sérfræðingum og varð lang markahæstur. Og fyrir- liðinn Coluna er einnig valinn í næstum hvert heimslið, sem frétta- stofur, blöð og einstaklingar hafa sett saman eftir keppnina. Úrslitaleikurinn. Laugardaginn 30. júlí rann svo upp hin stóra stund —- úrslitaleikurinn í heimsmeistarakeppninni 1966, og það var leikur, sem uppfyllti allar vonir, sem við hann voru bundnar — frá- bær knattspyrna, mörk og ótrúleg spenna frá upphafi til loka. England bar sigur úr býtum •— þó eftir fram- lengingu — með 4—2 og verður því Jules Rimet styttan í Englandi næstu fjögur árin. Þjóðverjar skoruðu fyrsta mark Heimslið Geoffrey Gren hjá Times í Lon- don valdi eftirtalda leikmenn í heimslið: Jashin — Kaposta — Matrai — J. Charlton — Wilson — Beckenbauer — Sabo — Euse- bio — B. Charlton — Pele — Si- moes. Bezti leikmaður Eusebio. leiksins á 13. mín. og var innherjinn Haller þar að verki -— en hann fékk óvænt knöttinn frá Wilson bakverði Englands og var ekki seinn að not- færa sér hið gullna tækifæri. En Eng- land jafnaði á 18. mín., þegar Hurst Fyrirliði Englands Bobby Moore og þjálfari Englendinga Alf Ramsey með Jules Rimet styttuna. 157

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.