Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 16
Vinsæll íþróttafrömuður sæmdur heiðursmerki Börge Axel Jónsson, íþróttafröm- uður og veitingamaður, var nýlega sæmdur heiðursmerki frá Fredrek IX. Danakonungi í tilefni 25 ára af- mælis félagsins Dannebrog, sem stofnað var hér í Reykjavík þann 28. júní 1941. En Börge hefir starfað í félaginu £ aldarfjórðung, verið for- maður félagsins í átta ár og £ stjórn þess um áratugi, með vaxandi vin- sældum. Börge er fæddur 12. október 1911 £ Kaupmannahöfn en fluttist hingað til Islands tvltugur (1931). — Islenzkur rlkisborgari varð hann tíu árum slð- ar — og hefir alla tlð búið hér I höfuðstaðnum. Börge hefir alltaf látið sig iþróttir miklu skifta. Hann hefir og látið sér einkar annt um samstarf og samvinnu Dana og Islendinga, frá því fyrsta að hann kom hingað, ekki aðeins um Iþróttamálefni heldur og á öðrum sviðum menningarmála. Hann er t.d. mjög áhugasamur um að „handritin komi heim“, sem allra fyrst. — Og meðan þau mál voru mest á dagskrá skrifaði hann áhrifamönnum (stjórnmálamönnum) I Danmörku um handritamálið; handritin væru íslenzk og því ættu frumritin að vera á Islandi. Þegar Börge var formaður „Danne- brog“ beitti hann sér fyrir fjársöfn- un til handa dönskum börnum, sem misst höfðu foreldra slna I slðari heimsstyrjöldinni, — og safnaði á stuttum tíma 30 þús. kr., sem var mikið fé I þá daga. En fyrir þetta fé var keypt ull, vefnaðarvara, skjólfatnaður og fleira handa börn- unum, sem kom sér vel. Þá stofnaði hann lesstofu hér handa félagsmönn- um í Dannebrog, sem mikið var sótt um skeið. Eins og áður er sagt hefir Börge A. Jónsson látið sig íþróttir miklu skipta. Hann hefir I mörg ár átt sæti £ knattspyrnufél. Þrótti £ Rvík, — og hefir sem slíkur séð um mót- tökur danskra knattspyrnuflokka, sem hingað hafa komið á vegum fé- lagsins, auk þess hefir hann verið fararstjóri Þróttar-manna, sem til Danmerkur hafa farið, — og við mjög góðan orðstír. En þessi íþrótta- samskifti hafa haft mikla og góða þýðingu fyrir báðar þjóðirnar. — Ný- lega hefir Þróttur fengið æfingasvæði I Njörvasundi, og segir Börge að það verði mikil lyftistöng fyrir félagið, I framtíðinni. Börge Axel Jónsson Á 25 ára afmælisdegi „Dannebrog" afhenti sendiherra Dana hér honum heiðursmerkið, sem er 1. flokks við- urkenninga orða, með kórónu og til- heyrandi heiðursskjali, sem út var gefið á Amalluborg 15. júní s. 1. — Börge A. Jónsson, er mikill Islands- vinur og samgleðjast honum allir, sem þekkja hann með þann heiður og sóma, sem honum hefur verið sýndur og að makleikum. Börge er kvæntur ágætri konu Unni Jónsdóttur og eiga þau eina dóttur ,Inger. Bennó Utgefandi: Iþróttasamband Islands. Ritstjórar: Hallur Símonarson og örn Eiðsson. Blaðstjórn: Þorsteinn Einarsson, Benedikt Jakobsson, Sigurgeir Guðmannsson. Afgreiðsla,: Skrifstofa lSl, Iþróttamiðstöðinni Slmi 30955. Gjalddagi 1. maí. Steindórsprent h.f. fþróttaþing ÍSÍ 3.-4. sept. á Isafirði íþróttaþing ISl verður háð á Isafirði dagana 3.—á. septem- ber næstkomandi. Þingið er háð á ísafirði í tilefni 100 ára af- mælis Isafjarðarkaupstaðar á þessu ári. Þingið verður sett 3. sept. kl. 11 f.h., en dagskrá er sam- kvæmt lögum ISl. Þingslit verða á sunnudag kl. 4. 164

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.