Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 3
26. árg. Reykjavík, september - október 7.-8. tbl. Pórður Sigurðsson: ÍÞRÓTTAÞING Í.S.f. 1966 48. íþróttaþing Iþróttasambands Is- lands fór fram á Isafirði dagana 3. og 4. september 1966. Framkvæmdastjórn l.S.l. hafði lagt fram og fengið samþykkta á fundi Sambandsráðs l.S.Í. 2.—3. apríl 1966 tillögu um, að íþróttaþing- inu yrði valinn staður á Isafirði, en kaupstaðarréttindi Isafjarðar voru staðfest af konungi með tilskipun í janúarmánuði 1866, og hafa Isfirð- ingar haldið hátiðlegt 100 ára afmæli kaupstaðarins á þessu ári, svo sem kunnugt er. Þingfulltrúar komu flestir flug- leiðis til Isafjarðar að morgni laugar- dags 3. september, fóru snemma morguns 2 flugvélar úr Reykjavík til Isafjarðar, önnur þeirra með við- komu á Akureyri. Nokkrir þingfulltrúar komu hins vegar landveg til Isafjarðar, þeirra á meðal voru t. d. Skarphéðins-menn, sem gerðu ásamt fríðu föruneyti viku reisu vestur, skoðuðu sögustaði og fegurð landsins og létu mikið af. Ekki gafst þingfulltrúum mikið tóm til að skoða fegurð Isafjarðar á laugardagsmorguninn, hvað var þó freistandi, þar sem veður var hið fegursta, en þingið hófst klukkan 11, nokkru eftir að komið var vestur. Þinghald fór fram í húsi I.O.G.T.. og var rétt á mörkum, að húsið rúm- aði svo fjölmennt þing, en það kom ekki að sök, þar sem þröngt mega sáttir sitja, svo sem fornkveðið er. Forseti íþróttasambandsins, Gísli Halldórsson, setti þingið með ræðu. Bauð hann sérstaklega velkomna gesti þingsins, þá Björgvin Sighvats- son, forseta bæjarstjórnar Isafjarðar, Benedikt G. Waage, heiðursforseta I.S.I., Þorstein Einarsson, íþróttafull- trúa, Benedikt Jakobsson, formann fræðsluráðs l.S.l., og Birgi Kjaran, formann Olympíunefndar. Var ræða forseta skilmerkileg og greinargóð, eins og hans var von og vísa. Hann ræddi á víð og dreif um starf og stefnu sambandsins, en sérstaklega um fjármálavanda hreyfingarinnar, en þar sem ræða hans er birt í heild annars staðar í blaðinu, skal efni hennar ekki rakið hér nánar. Að setningarræðu lokinni minntist forseti Ólafs Sveinssonar, prentara, sem lézt 19. febrúar 1966, en Ólafur var, svo sem kunnugt er, virkur íþróttamaður og leiðtogi um langt árabil. Hann gegndi f jölmörgum trún- aðarstörfum innan íþróttahreyfingar- innar, var m. a. ritari í Olympiunefnd í mörg ár, enda var Ólafur valmenni, sem mannbætandi var að kynnast. Ólafur fæddist 7. nóvember 1890, og var þvi rúmlega 75 ára að aldri, þeg- ar hann lézt. Risu þingfulltrúar úr sætum í virðingarskyni við minningu þessa látna félaga. Þessu næst fluttu ávörp þeir Björgvin Sighvatsson, bæjarstjóri, sem bauð þingfulltrúa velkomna til Isafjarðar, og Benedikt G. Waage, sem færði afmælisbarninu, Isafjarð- arkaupstað, heillaóskir sínar og ann- arra þingfulltrúa. Kjörbréfanefnd var kosin: Atli Steinarsson, Guðmundur Sveinbjörns- son, Stefán Runólfsson, Kjartan Bergmann Guðjónsson og Alfreð Al- freðsson, og mátti sú nefnd starfa á fastandi maga, þ.e.a.s. á meðan aðrir þingfulltrúar sátu hádegisverð- arboð l.S.Í. í Sjálfstæðishúsinu á Isa- firði. Að minnsta kosti er svo ætlandi, þar sem ekki stóð á nefndaráliti þeirra félaga, þegar þingfundur hófst að nýju klukkan 2 eftir hádegi. Til þings voru mættir 52 fulltrúar 18 héraðssambanda og 7 fulltrúar 7 sérsambanda, en frá 7 héraðssam- böndum og 1 sérsambandi voru ekki mættir fulltrúar. Atli Steinarsson hafði framsögu fyrir kjörbréfanefnd, las upp nöfn 171

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.