Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1966, Page 6

Íþróttablaðið - 01.10.1966, Page 6
Kosningar á íþróttaþingi Forseti: Gísli Halldórsson. Framkvæmdast jórn: Guðjón Einarsson, Gunnlaugur J. Briem, Sveinn Björnsson, Þorvarður Árnason. Varastjórn: Gunnar Vagnsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Atli Steinarsson, Gunnar Hjaltason, Böðvar Pétursson. Endurskoðendur: Þórarinn Magnússon, Árni Bjarnason. Varaendurskoðendur: Stefán G. Björnsson, Gunnar Eggertsson. Tilnefning í sambandsráð: Vesturland. Óðinn Geirdal, varam. Jón F. Hjartar. Vestfirðir. Sigurður Jóhannsson, varam. Þór Hagalín. Norðurland vestra. Guðjón Ingimundarson, varam. Ingvar Jónsson. Norðurland eystra. Ármann Dalmannsson, varam. Þóroddur Jöhannsson. Austfirðir. Þórarinn Sveinsson, varam. Björn Magnússon. Suðurland. Þórir Þorgeirsson, varam. Stefán Runólfsson. Reykjanes. Yngvi R. Baldvinsson, varam. Jón M. Guðmundsson. Reykjavík. Jens Guðbjörnsson, varam. Baldur Möller. Björgvin Sighvatsson, forseti bæjar- stjórnar Isafjarðar, flytur ávarp sitt við setningu íþróttaþings. Í.S.Í. fyrir árin 1967 og 1968 og til- lögur fjárhagsnefndar. Fyrir áliti fjárhagsnefndar mæltu þeir Hermann Sigtryggsson, Björgvin Schram og Gunnlaugur J. Briem. Urðu talsverðar umræður um bæði fjárhagsáætlunina og einstakar til- lögur. Einkum mætti mótspyrnu til- laga nefndarinnar um hækkun skatts sambandsfélaga til I.S.I., og fór svo, að tillaga frá forseta I.S.I. um, að skatturinn skyldi óbreyttur haldast næstu 2 ár, var samþykkt samhljóða. Við þessar umræður kom það fram, að óhagræði væri að því, að fjár- hagsáætlun skyldi taka fyrir og sam- þykkja, áður en þingnefndir skiluðu álitum og tillögum, sem hugsanlegt væri, að hefðu í för með sér útgjöld fyrir I.S.Í., ef samþykktar yrðu. Væri illmögulegt að fjalla um og sam- þykkja slíkar tillögur, eftir að bund- ið hefði verið fyrir pyngju fram- kvæmdastjórnarinnar með sam- þykktri fjárhagsáætlun. Var samþykkt tillaga Kristjáns Ingólfssonar þess efnis, að þingfor- seti leitaði afbrigða frá þingsköp- um og frestaði afgreiðslu fjárhags- áætlunar, unz afgreidd væru önnur nefndarálit. Þegar f jallað hafði verið um aðrar tillögur frá fjárhagsnefnd og þær samþykktar að mestu óbreyttar, hafði Sigurgeir Guðmannsson fram- sögu fyrir áliti laganefndar þings- ins, en sú laganefnd hafði fjallað um tillögur laganefndar l.S.I. til þingsins og gert á þeim „smávægi- legar orðalagsbreytingar", svo sem þeir nefndu það í nefndaráliti sínu. I laganefnd l.S.I. áttu þessir menn sæti: Brynjólfur Ingólfsson, Þor- steinn Einarsson, Sigurgeir Guð- mannsson og Hermann Guðmundsson. Fór svo, að allar þær lagabreyt- ingar, sem lagt hafði verið til, að samþykktar yrðu, flugu í gegn, þó ekki án þess, að enn yrði gerð ,„smá- vægileg orðalagsbreyting". Var það klausan um, að íþrótta- félag skuli bera nafn, sem samrým- ist íslenzku „málkerfi", sem fór í taugarnar á nokkrum þingfulltrúum, þeirra á meðal undirrituðum. Urðu um þetta eina orð nokkrar orðahnippingar og tillögugerðir, en að lokum urðu menn á það sáttir, að tilganginum yrði náð, ef félag bæri nafn, sem samrýmdist íslenzku ,,máli“. Því get ég um þetta atriði, sem virðast má smávægilegt, að mér virt- ist mjög einkennandi, hvað þing- fulltrúar allir voru um það sam- hentir, að vandað væri til málfars á því efni, sem frá þinginu skyldi fara. Þá var auk þess samþýkkt laga- breyting samkvæmt tillögu Kristjáns Ingólfssonar, en sú var breytingin á 14. grein, hvað snertir fyrirtökuröð mála á iþróttaþingi, og er því þing- sköpum þannig breytt, að þingnefnd- ir skulu í framtiðinni skila störfum, áður en fjallað verður um fjárhags- áætlun, sbr. það, sem hér að fram- an er um það mál rætt. Lagabreytingarnar í heild, eins og þær voru samþykktar á þinginu, svo og allar samþykktir þingsins, eru birtar sérstaklega hér í blaðinu, og er því ekki ástæða til að rekja þær nánar í þessari frásögn. Að loknum lagabreytingum var gert hlé á þingstörfum samkvæmt dagskrá, enda var senn liðið að há- degi. Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi, flutti nú snjallt erindi um þróun æskulýðsstarfs á Islandi. Rakti hann að nokkru sögu þeirra ýmsu félaga, sem haft hafa að stefnuskrár- málum að beina áhuga æskunnar að heilbrigðum verkefnum, en flestum hefur verið það sameiginlegt, að fjárskortur hefur staðið þeim fyrir þrifum. Var erindi hans ærið fróð- 174

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.