Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 8
Að afgreiddum tillögum íþrótta- nefndar hafði Guðjón Ingimundarson framsögu fyrir áliti allsherjarnefnd- ar. Komu frá nefndinni 2 nýjar til- lögur (um samninga við flugfélögin um afslátt og um mótaskrár), en að öðru leyti lögðu þeir til, að sam- þykktar yrðu þær tillögur, sem til þeirra hafði verið vísað, þó ein þeirra með orðalagsbreytingu. Urðu um þessar tillögur nokkrar umræður. Var það einkum tillagan varðandi Æskulýðsráð, sem olli því, að hugarrósemi manna varð haggað, enda má segja, að tillagan, eins og hún var orðuð, og enn eftir smá orðalagsbreytingu, sem á þinginu var samþykkt, geti valdið einhverj- um misskilningi á þvi, hvað fyrir vakir með samþykkt tillögunnar. Því finnst mér rétt, að fram komi, að þingfulltrúar voru á einu máli um, að ekki hæfði að amast á neinn máta við stofnun neinnar þeirrar nefndar eða ráðs, sem vinna beri að heilbrigðu æskulýðsstarfi, og kom það jafnt fram af hálfu flutnings- manna tillögunnar og þeirra, sem andvígir voru samþykkt tillögunnar, eins og hún var orðuð. Hins vegar skil ég tillöguna á þann veg, og þá sérstaklega með hlið- sjón af því gagnmerka erindi Þor- steins Einarssonar um þróun æsku- lýðsstarfs á Islandi, að íþróttaþing vilji benda á þá staðreynd, að margt ágætt æskulýðsstarf er unnið í land- inu, en á í vök að verjast vegna fjárskorts. Þess vegna sé æskilegt, að ríkisvaldið leysi fjárhagsvanda íþróttahreyfingarinnar (og annarra mætra æskulýðsfélaga), svo að hún megi sýna, hvers hún sé megnug, ef vel sé að henni hlúð, áður en lagt sé fé í nýja æskulýðsstarfsemi, jafn- vel þótt sú væri einnig góðra gjalda verð. Það er einnig staðreynd, að ávallt er hörgull á mönnum, sem vilja eyða tómstundum sínum að æskulýðsstarfi og þar með uppeldi annarra manna barna, og ætti því þjóðfélagslega séð að vera skynsamlegra að hlúa að því starfi, sem þessir menn þeg- ar inna af hendi, með því að skapa þeim viðunandi vinnuskilyrði, heldur en að dreifa kröftunum með þvi að fela þeim enn fleiri störf, sem einnig þarf að vinna af vanefnum. Að umræðum loknum voru allar tillögur allsherjarnefndar samþykkt- ar samhljóða, nema tillagan um Æskulýðsráð, sem samþykkt var með þorra atkvæða gegn fjórum. Síðan var tekin fyrir afgreiðsla fjárhagsáætlunar. Var fyrst sam- þykkt breytingartillaga frá forseta l.S.l., en síðan fjárhagsáætlunin í heild, eins og hún er birt hér í blað- inu. Áður en gengið yrði til kosninga, kom enn fram tillaga, frá þeim Er- lingi Pálssyni, Þorsteini Einarssyni og Benedikt G. Waage, og var hún samþykkt með dynjandi lófataki, áð- ur en Erlingur næði að tala fyrir henni, en það var áskorunin um, að fólk tæki þátt í Norrænu sundkeppn- inni. Jens Guðbjörnsson, formaður kjör- nefndar, lýsti því áliti nefndarinnar, að góða framkvæmdastjórn bæri að endurkjósa, og var þingheimur því hjartanlega sammála. Eru fulltrúar l.S.l. til hinna ýmsu starfa, kosnir af íþróttaþingi 1966, tilgreindir í sérkafla hér í blaðinu. Klukkan var nú rúmt fjögur, og gerði þingforseti hálftíma hlé á þingfundi, unz þingslit færu fram í Sjálfstæðishúsinu í kaffisamsæti, sem Iþróttabandalag Isafjarðar hélt þing- fulltrúum. Þingforseti bauð þar fulltrúana velkomna til hófsins, rakti lauslega sögu I.B.l. frá stofnun þess 1944 og flutti þakkir bandalagsins til þeirra, sem að því stuðluðu, að þetta þing var haldið á Isafirði. Þá færði hann l.S.Í. áletraðan borðskjöld til minn- ingar um þingið, og veitti forseti I.S.l. gjöfinni móttöku. Þeir Jón F. Hjartar og Kristján Ingólfsson fluttu kveðjuávörp og þakkir þingfulltrúa, en forseti I.S.I., Gísli Halldórsson, þakkaði þinginu það traust, sem honum og öðrum í stjórninni væri sýnt með endur- kjöri. Hann þakkaði einnig gott samstarf á liðnum tíma og þinginu fyrir vel unnin störf þessa daga, sem það hafði staðið. Þá hafði forseti þeim skyldustörf- um að gegna að sæma 3 heimamenn gullmerki l.S.l. fyrir vel unnin störf að íþróttamálum um langt árabil. Þessir þrír menn eru þeir Pétur Pétursson og Sigurjón Halldórsson úr Ármanni í Skutulsfirði og Sverrir Guðmundsson úr Herði á Isafirði. Að lokum þakkaði forseti l.S.I. þingforseta, Sigurði Jóhannssyni, góða þingstjórn og starfsmönnum þingsins störf þeirra. Bæjarstjórn Isafjarðar og Iþróttabandalagi Isa- f jarðar þakkaði hann ágætar móttök- ur og árnaði þingfulltrúum góðrar heimferðar. Síðan þakkaði þingforseti þing- fulltrúum komuna til Isafjarðar og störf þeirra á þinginu, þakkaði góð orð og kveðjur til Isfirðinga og sleit þinginu. Flugvélarnar biðu á flugvellinum, voru nýkomnar, þar sem lengi dags hafði ekki verið flugveður. Var ekki laust við, að uggur væri í sumum, þegar í ljós kom, að vindur stóð næstum þvert á flugbrautina og svo hvasst var á flugvellinum, að öllum undir þungavigt var vart stætt. Ekki kom það þó að sök, heilu og höldnu var okkur til Reykjavik- ur skilað nokkrum mínútum eftir flugtak. ★ Sé litið um öxl til athugunar á, hvað einkenndi þingið, finnst mér það einkum þetta: Þingið var mjög vel undirbúið, og hefur legið geysi mikil vinna í öll- um þeim undirbúningi, en hann olli svo því, að öll þingstörf gengu greitt og vel, enda hefði þingstörfum naum- ast orðið öllum lokið á þessum stutta tíma, ef svo hefði ekki verið. Timinn til þinghalds mátti ekki knappari vera. Mér er ekki grunlaust um, að margur ræðumaður hafi orðið fámálli en ella eða jafnvel ekki kvatt sér hljóðs vegna þess nauma tíma, sem fyrir hendi var, og þá var nefnd- um þingsins einnig þröngt skorinn stakkur, hvað þetta atriði snerti. En hvað um það, þingið afkastaði miklu verki á stuttum tíma og gerði samþykktir, sem sumar hverjar má telja, að markað geti tímamót í starfi íslenzkrar íþróttahreyfingar, og á ég þar einkum við samþykktina um íþróttamiðstöð I.S.I. á Laugarvatni. Nái það eitt mál fram að ganga, hvað sem öllum öðrum líður, mun saga íslenzkra íþrótta telja, þegar tímar líða, að það íþróttaþing, sem samþykkti byggingu þeirrar íþrótta- miðstöðvar, hafi verið gott íþrótta- þing. 176

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.