Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 10
verður að fá það opinbera til þess að gera ákveðna framkvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu skólans. I þeirri áætlun verður að taka tillit til frum- varps þess, sem samið hefur verið um það, að skólinn standi í 2 ár í stað eins árs, sem nú er. Slík breyt- ing gerir auknar kröfur til bygginga. Jafnhliða því sem iKl yrði byggð- ur upp þurfum við að koma upp okk- ar eigin íþróttamiðstöð, þar sem hægt er að útskrifa leiðbeinendur og halda þjálfunarnámskeið fyrir íþróttamenn og konur. Til þess að svo mætti verða hefur framkvæmdastjórnin þegar lagt nokkurt fé í Lána- og fram- kvæmdasjóð ISl, en reiknað er með að sjóðurinn standi undir þessum framkvæmdum. Á fjárhagsáætlun- inni, sem hér er lögð fram, er einnig gert ráð fyrir að haldið verði áfram að efla sjóðinn til þess að tryggja að hann verði þess megnugur að standa straum af uppbyggingu íþróttamið- stöðvar ISl á næstu árum. Fyrir þinginu liggur tillaga um endanlega staðsetningu íþróttamið- stöðvarinnar. Margt mælir með því að hún verði staðsett að Laugar- vatni. En þar sem það mál verður sérstaklega rætt á þinginu, tel ég ekki ástæðu til þess að ræða málið frekar hér. Eins og kunnugt er hefur ISÍ ákveðið í samráði við SKl og Iþrótta- bandalag Akureyrar að miðstöð fyrir vetraríþróttir verði á Akureyri. Reiknað er með að ÍBA reki þessa miðstöð með nokkurri aðstoð frá ISl. En stuðningurinn verður fyrst og fremst fólginn í því að lána nokkurt fé, til þess að hraða framkvæmdum í Hlíðarfjalli, við byggingu skíða- lyftu, sem segja má að sé það eina, sem á vantar, svo þessi staður sé jafngóður og bezt gerist erlendis á æfingarstöðum skíðamanna. Þá má og minna á að Akureyringar hafa um mörg ár unnið að framgangi skautaíþróttarinnar. Ber vissulega að þakka Akureyr- ingum fyrir það mikla átak, sem þeir hafa unnið í Hlíðarfjalli og vonandi verður það öðrum til uppörvunar. Þegar ISl hefur tekið þessa ákvörðun má enginn skilja orð mín svo, að við teljum að aðeins á Akur- eyri, eigi að iðka skíðaíþróttina. Við vonum að sem flestir staðir verði þess megnugir að koma upp eins góðri aðstöðu og í Hlíðarfjalli. T. d. hér á ísafirði hefur lengi verið rek- inn skíðaskóli og öll aðstaða er hér ágæt. Við höfum þess vegna óskað eftir greinargerð um framtíðaráform um uppbyggingu við skíðaskólann hér, til þess að athuga hvort kleift væri að veita þar nokkra aðstoð á næstunni. Á undanförnum árum hafa héraðs- samböndin rekið sumarbúðir fyrir unglinga á nokkrum stöðum, með ágætum árangri. Jafnframt hefur ISl einnig gert siíkt og hefur tekizt vel. En við teljum af reynslu, að þetta verkefni eigi að vera í höndum hér- aðsambandanna. En ISl eigi að styrkja rekstur þessara sumarbúða, eins og gert hefur verið. Enda er það £ samræmi við stefnuyfirlýsingu, sem fram kom á síðasta formanna- fundi. Á þessum stöðum er einnig æski- legt að IKI og ISl eða sérsambönd- in, sjái um að þjálfunarnámskeið séu haldin samhliða sumarbúðastarfinu. Héraðssamböndin þurfa að fá hentuga staði til slíks reksturs. Mjög æskilegt væri að stefnt yrði að því að slíkar sumarbúðir væru £ tengsl- um við íþróttasvæði, þar sem stærri mót viðkomandi sambands gætu far- ið fram á. Styrkveitingum frá ISl, Iþrótta- nefnd ríkisins og sveitastjórnum þarf að koma £ fastari skorður fyrir sllkar sumarbúðir. Það sem á vantar I kostnaði þurfa þátttakendur að greiða, þar sem ekki Frá Iþróttaþingi á Isafirði. 178

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.