Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 12
kjarna málsins, að athuga hverjir eigi að kosta íþróttastarfið. f>að er í raun viðurkennt nú, að það eru þrír aðilar, samkv. íþrótta- lögum. En þeir hafa ekki komið sér niður á réttláta skiptingu. Aðilarnir eru rikið, sveitarfélaglð og félagið, eða réttara sagt félagsmennirnir, og finnst mér ekki fráleitt að hver þessara aðila ætti að bera um % kostnaðar af starfinu. Því þótt talið væri að félagsmenn greiddu aðeins % þá yrði það ávallt lang stærsta upp- hæðin, sem félagsmenn legðu fram, vegna hinnar miklu vinnu sjálfboða- liða og leiðtoga. En fyrir þjóðfélag- ið er sú vinna ómetanleg, sem í té er látin. Hver vill meta áhugastarf 1200—1500 íþróttaleiðtoga um land allt? Þá er heldur ekki reiknað með að kostnaður við mót, keppnisferðalög, þing og þess háttar væri styrkhæft, en þessi kostnaður er mjög mikill. Mun ekki fjarri lagi að hann muni vera um 50% af öllum útgjöldum íþróttahreyfingarinnar. Ekki er gert ráð fyrir að þetta mál verði til umræðu hér, en ég tel að þetta mál eigi að undirbúa fyrir næsta formannafund og vera þá að- almál þess fundar. En til fróðleiks vil ég gefa hér lauslegt yfirlit um kennslukostnað félaganna á sl. ári. Samkvæmt skýrslum, sem borizt hafa voru greidd kennaralaun kr. 6.618.247,00. Húsaleiga, rekstur iþróttamann- virkja, ferða- og dvalarkostnaður kennara, kaupverð og viðhald kennslutækja kr. 3.234.672,00. Metin gefin kennaralaun voru kr. 2.494.419,00, en það svarar til 4082 dagsverka, þó er víst að ekki kemur öll gefin kennsla fram á skýrslum. Kostnaður samtals við kennslu hefur þá numið kr. 12.347.338,00. Iþróttanefnd ríkisins veitir 500.000,00 til styrktar kennslukostnaði. Ef allir þessir liðir eru lagðir til grundvallar þá nemur styrkurinn um 4,05%. 1 ljósi þessara staðreynda er vissu- lega þörf á, að við ræðum þessi mál sérstaklega á formannafundi. Á undanförnum árum hafa sam- skiptin við útlönd farið vaxandi. Við höfum háð marga landsleiki í hin- um ýmsu greinum íþróttanna. Oft hefur árangurinn verið ágætur, en þvi miður of slakur í mörgum tilfell- um. Verður að segja að þrátt fyrir aukna þátttöku í íþróttum höfum við ekki átt jafngóða og marga afreks- menn sem stundum áður. 1 raun er það ekki aðalatriðið að vinna landsleiki, eða eiga svo og svo marga afreksmenn, heldur hitt að hafa fjöldann með i starfinu. Með vaxandi þátttöku og bættri aðstöðu fáum við meiri breidd og betri árang- ur íþróttamanna. Öll sérsamböndin hafa unnið á undanförnum árum rnjög gott starf, og undirbúa markvissa sókn á ýms- um sviðum. Vil ég til dæmis benda á, að hið nýstofnaða Glímusamband Is- lands hefur stofnað til kappglímu í landsfjórðungum. Þá hefur KSl hafið keppni í III. deild ogFRl hefur komið af stað unglingakeppni og bikar- keppni í frjálsum iþróttum. Sú keppni er nú nýafstaðin og tókst af- bragðs vel. Þannig vinna öll samböndin af kostgæfni, og er ánægjulegt til þess að vita, að öll uppskera þau meiri og betri þátttöku en áður. Framkvæmdastjórn ISl hefur einnig undirbúið nokkur mál, sem verða mætti til vaxandi þátttöku í íþróttum. Ætlunin er að á næsta ári verði stofnað sérsamband fyrir badminton. Þetta er vaxandi íþrótt, sem á að vera hægt að iðka á mun fleiri stöð- um en nú er gert. Þá er ætlunin að athuga mögu- leika á stofnun fimleikasambands, og gera þar með alvarlega tilraun til þess að auka þátttöku í fimleik- um. Það verður að segjast eins og er, að það er varla vanzalaust að eiga ekki ávallt nokkra flokka, sem iðka sýningafimleika, bæði til þess að sýna hér heima og erlendis. Fáar íþróttir hafa eins mikið auglýsingar- gildi og fallega sýndir fimleikar. Þá er lagt tii við þingið að stofna til Islandsmeistarakeppni í tveimur nýjum greinum. Er það borðtennis og lyftingar. Verið er að þýða reglur fyrir borð- tennis og væntum við að þessi ágæta íþrótt verði fljótt mikið iðkuð, enda víða góðar aðstæður til slíks. Vil ég t. d. benda á öll félagsheimilin, sem mætti með góðu móti nota fyrir slík- ar æfingar. Þá er það staðreynd að nú þegar, eru margir ófélagsbundnir Frá iþróttaþingi á Isafirði. Til vinstri situr Gísli Halldórsson, forseti I.S.I., en i ræðustóli er 1. þingforseti, Sigurður Jóhannsson, formaður Iþróttabanda- lags ísafjaðar. 180

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.