Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 3
26. árg. Reykjavík, nóvember S. tbl. f BENEDIKT G. WAAGE f Benedikt G. Waage, heiðurs- forseti Iþróttasambands Is- lands, lézt 8. nóvember s.l. Með honum hverfur enn einn íþrótta- frömuðurinn, sem mótaði og endurvakti íþróttastarf þjóðar- innar, upp úr síðustu aldamót- um. Hann kom fljótt auga á gildi íþróttanna fyrir æsku þessa lands, og gekk þar ávallt í fararbroddi til hinztu stundar. Benedikt G. Waage var fædd- ur í Reykjavík 14. júlí 1889, sonur hjónanna Guðrúnar Ó. Benediktsdóttur Waage og Guð- jóns Einarssonar prentara. Ungur að árum hóf Benedikt nám í verzlunarfræðum og gekk í Verzlunarskóla Islands, en jafnframt stundaði hann verzl- unarstörf hjá mörgum þekktum fyrirtækjum hér í bæ. Starfaði hann hjá Thomsens Magasin og Th. Thorsteinsson, en lengst mun hann hafa verið hjá Garð- ari Gíslasyni, eða um 10 ára skeið. Árið 1915 kvæntist Benedikt, Elísabetu Einarsdóttur, ríkis- bókara, Markússonar í Reykja- vík. Eignuðust þau þrjú börn, einn son og tvær dætur, en áður átti hann einn son. Börnin eru þau Helga Weisshappel, listmál- ari, Kristín, gift Gunnari Gísla- syni vélastjóra, Einar B. Waage, hljóðfæraleikari í Sin- fóníuhljómsveit Islands, kvænt- ur Magneu Hannesdóttur, og séra Ragnar Benediktsson. Þau hjónin slitu samvistum 1932, en ávallt hélst mikil vin- 203

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.