Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 4
átta með honum og börnunum, enda dvaldi hann oft hjá þeim og þá einkum hjá Einari og Magneu tengdadóttur sinni. En á þessu tímabili bjó hann lengst af hjá bróður sínum Gunnari H. Guðjónssyni húsgagnabólstr- ara og konu hans Valgerði Jó- hannsdóttur. Árið 1919 stofnaði Benedikt húsgagnaverzlunina Áfram á- samt bræðrum sínum Einari og Gunnari. Þá verzlun rak hann um 30 ára skeið. Var hann vel kynntur í hópi kaupmanna landsins, en þótt hann hafi unnið þar mikið starf hluta þessarar aldar þá verður nafn hans ávallt fyrst og fremst tengt íþróttahreyfingunni fyrir hin miklu og fórnfúsu störf, sem hann vann fyrir hana um 60 ára skeið. Ungur að árum gekk Bene- dikt G. Waage íþróttunum á hönd, því rétt um aldamótin hóf hann sundnám hjá Páli Erlingssyni, í torflauginni, sem þá var notuð til sundiðkana í Laugardal. En hann lét ekki þar við sitja. Hann hóf æfingar í knattspyrnu og gerðist félagi í Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur, en jafn- framt fer hann að leggja stund á glímu, fimleika og frjálsar íþróttir. Á árunum 1910—1920 er hann án efa fjölhæfasti íþróttamaður landsins. Hann ber sigur úr býtum á fjölda mörgum íþróttamótum, svo sem á hátíðarmóti 17. júní 1911, sem haldið er til að minnast að 100 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Þá er hann í liði K.R. er sigrar á fyrsta Is- landsmótinu í knattspyrnu 1912 og aftur 1919. Sjálfkjörinn var hann í sýningarflokka Í.R. er sýndu fimleika á þessum árum, og um árabil kenndi hann þá íþrótt í báðum félögunum. Þannig má lengi telja, að sem íþróttamaður var hann ávallt í fararbroddi og vísaði öðrum ungum mönnum veginn að settu marki, bæði með allri sinni framkomu, svo og er hann gerð- ist þjálfari félaga sinna. Þótt Benedikt hafi verið svo fjölhæfur íþróttamaður var sundið án efa hans uppáhalds íþróttagrein, enda var hann alla tíð afbragðs sundmaður og einn af hinum svokölluðu „víking- um“ er syntu daglega. Ekki í vel heitum laugum, sem flestir gera nú, heldur í sjónum allan ársins hring. Á nýársdag þreyttu þeir svo kappsund og kom það þá stundum fyrir að höggva þurfti vök, svo sund- keppnin gæti farið fram. Slíkt var þá ekki talin ástæða til að fresta mótinu. Árið 1912 má segja að nokk- ur þáttaskil verði í starfi Bene- dikts þá hefst hans félagslega forysta innan íþróttahreyfing- arinnar, með því að hann gerist formaður K.R., og gegnir því starfi í 3 ár. Eftir það tekur hann við stjórnarforystu I.R., sem hann gegnir í 5 ár. Þá æfir K.R. aðeins knattspyrnu, en I.R. fyrst og fremst frjálsar íþróttir og fimleika. En í öllum þessum íþróttagreinum tók hann þátt í, fyrir félög sín um leið og hann veitti þeim stjórn- arforystu. Áður en skipulagðar íþrótta- heildir innan íþróttahreyfingar- innar komu til, voru ekki gerð- ar eins miklar kröfur til íþrótta- mannvirkja. Þátttakendur æfðu því við mjög ófullkomnar að- stæður, oft á sléttum túnum eða lítt ruddum melum. Bene- dikt var ljóst, sem góðum íþróttamanni, að hér varð úr að bæta. Þess vegna gerðist hann árið 1910 hvatamaður að stofnun Iþróttasambands Reykjavíkur. En aðalmál sam- bandsins skyldi vera að koma upp íþróttaleikvangi fyrir allar vallaríþróttir. Fékk hann þar í lið með sér Ólaf Björnsson rit- stjóra og fleiri ágætis menn, sem studdu þetta málefni drengilega. Völlur varð að veruleika á skömmum tíma og var vígður árið eftir. Síðan rak sambandið íþróttavöllinn á Mel- unum um langt árabil. Sambandið starfaði á annan áratug og kom mörgu góðu til leiðar í þágu íþrótta höfuðstað- arins. Benedikt var lengst af í stjórn þess og formaður í 5 ár. Sem forystumaður í félagslífi höfuðstaðarins mætti Benedikt á stofnfundi Iþróttasambands Islands og studdi þá stofnun með ráðum og dáð. En í stjórn sambandsins er hann kosinn þremur árum síðar. Gegndi hann þar fyrst störfum gjald- kera, en varð síðar varaforseti. Þegar Axel V. Tulinius hætti störfum þar árið 1925 þá er Benedikt einróma kjörinn eft- irmaður hans, sem forseti I.S.I. Hann hafði þá þegar unnið meira að félagsmálum íþrótt- anna en nokkur annar. Rækt allar skyldur sínar með stakri prýði þótt störfin hlæðust að honum. Þessu mikilvæga starfi gegndi hann í 37 ár samfleytt. Með starfi Benedikts innan vébanda Í.S.Í. hefst nýr þáttxn- í starfi hans. Hann hefur áður unnið markvisst að uppbygg- ingu félagslegs starfs hinna ungu félaga í höfuðstaðnum. En fyrir framsýni og dugmikið starf í þágu þeirra eruhonumnú fengin stærri verkefni að leysa.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.