Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 6
ERLINGUR PALSSOINi Þeim fækkar nú óðum frum- herjum íþróttasamtakanna á Is- landi. Nú er horfinn af sjónar- sviðinu Erlingur Pálsson, yfir- lögregluþjónn, sem lézt í Reykja vík 22. okt. sl. á 71. aldursári. TJtför hans var gerð á vegleg- an hátt frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 28. okt. sl. Erlingur Pálsson var einn mesti íþróttamaður sinnar sam- tíðar, sundkappi mikill og íþróttafrömuður. Frá föður sínum, hinum kunna sundfrömuði Páli Er- lingssyni, hlaut Erlingur í arf hinn mikla sundáhuga sinn og hófust afskipti hans af sundi strax í æsku. Gerðist hann um fermingaraldur aðstoðarmaður föður síns við sundkennslu 1 sundlaugunum í Reykjavík. Hann var við sundnám í Eng- landi 1914. Tók þar sundkenn- arapróf og árið 1915 hlaut hann ríkisstyrk til þess að kenna nemendum skóla í Reykjavík, 1., á íþróttaþingi árið 1962, er hann lét af störfum í fram- kvæmdastjórn, eftir 47 ára starf þar. Þá hefur hann verið sæmdur stórriddarakrossi fálkaorðunn- ar auk margra erlendra heið- ursmerkja. Það er sjónarsviptir fyrir í- þróttahreyfinguna, þegar Bene- dikt er nú horfinn. íþróttasag- an mun geyma minninguna um góðan dreng, sem vann heills- hugar að framgangi íþrótta- sjómönnum og sundkennurum, sund og lífgunartilraunir. Erlingur var mikill og góður sundmaður, svo að af bar, og er eigi ofsagt að hann hafi um ára bil verið bezti sundmaður á íslandi. Hann varð margsinnis sigur- vegari í kappsundum á árunum 1911—1926. Sigraði í hinu fræga nýárssundi oftar en nokkur annar maður og þrisvar sinnum vann hann titilinn „sundkappi íslands.“ En há- mark afreka hans var, er hann árið 1927 synti frá Drangey til lands. Erlingur Pálsson var mjög virkur í félagssamtökum íþrótta manna og baráttumaður fyrir bættri aðstöðu þeirra. Hann beitti sér mjög fyrir sundhall- arbyggingu í Reykjavík og var fyrsti forstjóri þess fyrirtækis, þegar það tók til starfa. Hann átti sæti í nefnd þeirri, sem undirbjó íþróttalögin, sem sam- þykkt voru á Alþingi 1940 og málanna allt sitt líf. Hann var höfðingi í lund og einstakt prúð- menni í allri framkomu, svo hann vann sér hylli og vináttu allra er hann starfaði með. Hann vildi að íþróttamenn temdu sér stundvísi og framar öllu reglusemi í hvívetna, og í þeim anda starfaði hann. Við samstarfsmenn hans munum leitast við að vinna áfram í hans anda og sendum ástvin- um hans innilegar samúðar- kveðjur. Gísli Hálldórsson um árabil var hann í Laugar- dalsnefnd og lifði það að sjá hugsjón sína rætast, þegar vígð var hin glæsilega sundlaug í Laugardal á sl. sumri. Hann var formaður Sundfélags Reykjavíkur 1932—1950. Þá var hann formaður Sundsam- bands Islands frá stofnun þess 25. febrúar 1951 og í stjórn heildarsamtakanna, Iþrótta- sambands íslands, var hann ár- in 1937—1951 og þar af lengst sem varaforseti. I Olympíunefnd Islands var hann um árabil og oft var hann fararstjóri íslenzkra íþrótta- manna á íþróttamót erlendis m.a. var hann aðalfararstjóri Islendinga á Olympíuleikunum 1948 í London. Það er skarð fyrir skildi, þar sem fallinn er Erlingur Pálsson, en svo eftirminnanleg er saga hans og áhrif á íslenzku íþrótta hreyfinguna, að nafn hans og minning munu lifa um langan aldur. H.G. 206

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.