Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 8
þegar úrslitahlaupið var háð. Bambuck vann öruggan sigur í 200 m hlaupinu, en nú var það annar Pólverji, Marian Dudziak, ásamt kornungum Frakka, Jean-Claude Nallet, sem veittu honum allharða keppni. Logn var þegar úrslitahlaup- ið var háð og árangurinn þótti í slak- ara lagi, fyrsti maður á 20,9 sek. og lakasti maður í úrslitum á 21,7. Baráttan í 400 m hlaupinu var fyrst og fremst milli Pólverjanna Stanislaw Gredzinski og Andrzej Badenski. Sá síðarnefndi er þekktur og hefur verið í fremstu röð á und- anförnum árum, en landi hans Gred- zinski er yngri. Öllum á óvart sigr- aði ungi maðurinn. 100 m hlaup: Evrópumeistari: Wieslaw Maniak, Póllandi, 10,5 sek. 2. Roger Bambuck, Frakklandi, 10,5. 3. Claude Piquemal, Frakkl. 10,5. 4. M. Knickenberg, V.-Þýzkal. 10,5 5. Ito Giani, Italíu, 10,6 6. Barrie Kelly, Bretlandi, 10,7 7. Nikolai Iwanow, Sovétríkj. 10,7. 8. P. Giannattsasio, Italíu, 20,1. Giannattasio varð fyrir því óhappi að detta en lauk samt hlaupinu. 200 m hlaup: Evrópumeistari: Roger Bambuck, Frakklandi, 20,9 sek. 2. Marian Dudziak, Póllandi, 21,0 3. Jean-Claude Nallet, Frakkl., 21,0 4. Jan Werner, Póllandi, 21,1 5. Ladislav Kriz, Tékkóslóv. 21,3 6. Fritz Roderfeld, V.-Þýzkal. 21,4 7. Livio Berruti, Italíu 21,5, 8. Ennio Preatoni, Italíu, 21,7. 400 m hlaup: Evrópumeistari: Stainislaw Gred- zinski, Póllandi, 46,0 sek. 2. Andrzej Badenski, Póllandi, 46,2 3. Manfred Kinder, V.-Þýzkal. 46,3 4. Wilfred Weiland, A.-Þýzkal. 46,6 5. Rolf Krúsmann, V.-Þýzkal. 46,7 6. Josef Trousil, Tékkóslóvakíu, 46,7 7. Timothy Graham, Bretlandi, 46,9. Sigfried König mætti ekki til leiks. ^ Evrópumethafinn tapaði. Franz-Josef Kemper setti frábært Evrópumet í 800 m hlaupi nokkrum dögum fyrir EM, hljóp á 1:44,9 mín. Fyrirfram var hann því álitinn hinn öruggi sigurvegari. í úrslitahlaupinu tók Bretinn John Boulter forystuna og millitími hans á 400 m var 51,7 sek. Baráttan um verðlaunin hófst fyrir alvöru, þegar 100 m voru eftir, þá voru Chris Carter, Bretlandi og Bodo Tiimmler, V.-Þýzkal. fyrstir. Kemper kom þá með sinn endasprett og þá álitu flestir að hlaupið væri útkljáð, en svo var þó ekki. Evrópu- meistarinn frá 1962, Manfred Matus- chewski, A.-Þýzkal. hóf einnig enda- sprett sinn, og það svo að um mun- aði. Þegar nokkrir metrar voru að marksnúrunni virtist Kemper aðeins slappa af, hefur sennilega álitið sig- urinn vísan, en það hefði hann ekki átt að gera, ferðin á Matuschewski var góð og hann skaust fram úr og varð einu skrefi á undan í mark á 1:45,9 mín., nýju austur-þýzku meti. 800 m hlaup: Evrópumeistari: Manfred Matus- chewski, A.-Þýzkalandi, 1:45,9 mín. 2. Fr.-J. Kemper, V.-Þýzkal., 1:46,0 3. Bodo Tummler, V.-Þýzkal., 1:46,3 4. Chris Carter, Bretlandi, 1:46,3 5. T. Jungwirth, Tékkóslóv., 1:46,7 6. John Boulter, Bretlandi, 1:47,0 7. Alberto Esteban, Spáni, 1:47,4 8. Noel Carroll, Irlandi, 1:47,9. sáf- Tummler hljóp síðustu 400 m á 52,7 sek.! Michael Jazy hefur yfirleitt gengið illa á stórmótum, það sannaðist enn einu sinni í 1500 m hlaupinu á EM. 1 úrslitahlaupinu hafði Belgíumað- urinn Allonsius forystu fyrstu 400 m á 59,5 sek. Bodo Tummler, V,- Þýzkalandi, var þá í þriðja sætl. Á næsta hring tók Harald Norpoth landi hans forystu, en Tumler fylgdi fast á eftir. Þegar einn hringur var eftir hóf Tummler endasprettinn og Nor- poth varð að gefa eftir. Jazy hafði ávallt verið skammt undan og hóf nú einnig mikinn sprett, en það dugði ekki, hann náði að vísu Nor- poth og fór fram úr honum, en við Tummler réði hann ekki. Þjóðverj- inn hljóp síðustu 400 m á 52,7 sek. og síðustu 300 m á 38,8 sek. Hann hefur aldrei náð slíkum tíma síð- ustu 400 m í 1500 m hlaupi. 1500 m hlaup: Evrópumeistari: Bodo Tummler, V.- Þýzkalandi, 3:41,9 mín. 2. Michel Jazy, Frakklandi, 3:42,2 3. Harald Norpoth, V.-Þýzkal., 3:42,4 4. Alan Simpson, Bretlandi, 3:43,8 5. Jurgen May, A.-Þýzkal., 3:44,1 6. André De Hertoghe, Belgíu, 3:44,3 7. Jean Wadoux, Frakklandi, 3:44,5 8. Henryk Szordykowski, Póll., 3:45,8 ■fc Loksins vann Jazy'. Baráttan í 5000 m hlaupinu stóð milli Harald Norpoth, sem hlaut silfurverðlaunin á OL í Tokyo og Michel Jazy. Það voru Ungverjarnir Mecser og Kiss, sem höfðu forystu mikinn hluta af hlaupinu, en Jazy og Norpoth héldu sig þó nokkuð framarlega. Þegar um 500 m voru eftir tók Norpoth mikinn sprett og það var aðeins Jazy, sem tókst að fylgja honum. Á síðasta hring var Frakkinn sterkari og vann öruggan sigur. Austur-Þjóðverjinn Bernd Diessner kom á óvart, hann er lítt þekktur og hlaut þriðja sæti. Þetta er annað gullið, sem Jazy hlýtur á OL eða EM, hann sigraði I 1500 m á EM í Belgrad 1962. 5000 m hlaup: Evrópumeistari: Michel Jazy, Frakk- landi, 13:42,8 mín. 2. Haráld Norpoth, V.-Þýzkal. 13:44,0 3. Bernd Diessner, A.-Þýzkal., 13:47,8 4. Derek Graham, Bretlandi, 13:48,0 5. Lajos Mecser, Ungverjal. 13:48,0 6. Bengt Njáde, Sviþjóð, 13:48,2 7. Istvan Kiss, Ungverjal. 13:48,2 8. J.-Louis Salomon, Frakkl., 13:52,0. ^ Ungur Evrópumeistari í 10 km hlaupi. Oft verða óvænt úrslit i 10 km hlaupi, svo fór og í Búdapest. Fáir eða enginn hefur búizt við sigri hins 21 árs gamla Austur-Þjóðverja Jurgen Haase. Flestir álitu, að Belgíumaðurinn Roelant eða Ung- verjinn Mecser myndu sigra, enda létu þeir mest á sér bera í hlaup- inu. Þegar hlaupið var hálfnað, en millitíminn var 14:19,6 mín., tók Roelants mikinn sprett og náði strax ca. 20 m forskoti. Hann var fyrstur í 2 km, en þá komu þreytu- einkenni í ljós. Mecser tók eftir þessu og fór fram úr. Hann hélt enn forystu eftir 8 km en á hælum hans voru Mikitenko, Sovét, Roelants, Letzerich, V.-Þýzkalandi og Haase. Þegar 2 hringir voru eftir er Miki- tenko fyrstur, næstur er Letzerich 208

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.