Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 9
Ttimmler sigrar í 1500 m hlaupi, Norpoth er annar og Jazy þriðji. og þeir virðast báðir mjög frískir, en það sama gildir og um Mecser og Haase, sem fylgja þeim fast eftir. Roelants hafði dregizt aftur úr. Nú fóru Mecser og Haase að greikka sporið en kraftar Mikitenko og Let- zerich voru á þrotum. Áhorfendur hafa sjálfsagt flestir verið á þeirri skoðun, að hinn reyndi hlaupari Mecser myndi eiga í fullu tré við unglinginn Haase, en það var nú öðru nær. Síðasti hringur unglings- ins var stórkostlegur og hann brun- aði fram úr Ungverjanum og sigraði á 28 mín. og 26 sek. Mecser varð annar á nýju ungversku meti, 28:27,0 mín. 10000 m hlaup: Evrópumeistari: Jiirgen Haase, Aust- ur-Þýzkalandi, 28:26,0 mín. 2. Lajos Mecser, Ungverjal., 28:27,0 3. Leonid Mikitenko, Sovét, 28:32,2 4. M. Letzerich, V.-Þýzkal. 28:36,8 5. Alan Rushmer, Bretlandi, 28:37,8 6. Bruce Tulloh, Bretlandi, 28:50,4 7. Janos Szerenyi, Ungv., 28:52,2 8. Gaston Roelants, Belgíu, 28:59,6. -Jr Hogan sigraði í maraþonhlaupinu. Sigur James Hogan í maraþon- hlaupinu kom engum á óvart. Hann hefur verið einn af beztu maraþon- hlaupurum heimsins undanfarin ár. Tími hans 2 klst. 20 mín. og 4,6 sek., er mjög góður. Maraþonhlaup: Evrópumeistari: James Hogan, Bret- landi, 2:20:04,6 2. Auréle Vandendriessche, Belgíu, 2:21:43,6 3. Gyula Tóth, Ungv., 2:22:02,0 4. Carlos Perez, Spáni, 2:22:23,8 5. Anatoli Skrypnik, Sovét, 2:23:14,8 6. Anatoli Suchakow, Sovét 2:23:33,8 7. Kaveli Ihaksi, Finnl., 2:23:38,6 8. Dr. Pavel Kantorek, Tékkóslóvakíu 2:23:49,4. •fe Eddy Ottoz hafði yfirburði í 110 m grindahlaupi. Eddy Ottoz, Italíu, sýndi strax í undanrásum 110 m grindahlaupsins að hann var í sérflokki, hann hljóp þá á 13,7 sek. Tækni hans yfir grind- unum er frábær. Ýmsir eru á þeirri skoðun, að hann veiti Bandarikja- mönnum harða keppni á Olympíu- leikjunum í Mexíkó 1968. Baráttan um annað sæti var hörð milli John, Vestur-Þýzkalandi og Duriez, Frakk- landi. Henni lauk með naumum sigri Þjóðverjans. Örlítill mótvindur var, þegar úrslitahlaupið fór fram. 110 m grindahlaup: Evrópumeistari: Eddy Ottoz, Ítalíu, 13,7 sek. 2. Hinrich John, V.-Þýzkal., 14,0 3. Marcel Duriez, Frakkl., 14,0 4. Anatoli Michailow, Sovét, 14,1 5. Giovanni Garnacchia, Italíu, 14,2 6. Sergio Liani, Italíu, 14,2 7. Wjatscheslaw Skomorochow, Sovét, 14,2 8. Bo Forssander, Svíþjóð, 14,3. Italinn Frinolli hafði einnig yfir- burði í 400 m grindahlaupi. Italir eru langbeztu grindahlaup- arar álfunnar, Roberto Frinolli sigr- aði með miklum yfirburðum í 400 m á 49,8 sek. Tíminn er 0,5 sek. betri en á næsta manni, Vestur-Þjóðverj- anum Gerd Lössdörfer. Poirier, Frakklandi, varð þriðji á 50,5 sek., svo að sömu þjóðirnar hljóta verð- 209

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.