Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 10
laun i 400 m grindahlaupi og í 110 m grindahlaupi, einkennileg tilviljun það! Frinolli ætti eins og landi hans Ottoz í 110 m grindahlaupi, að geta veitt Bandaríkjamönnum harða keppni í Mexíkó. 400 m grindahlaup: Evrópumeistari: Roberto Frinolli, Italíu, 49,8 sek. 2. Gerd Lössdörfer, V.-Þýzkal., 50,3 3. Robert Poirier, Frakkl., 50,5 4. Wassili Anissimow, Sovét, 50,5 5. Jaako Tuominen, Finnl., 50,9 6. Horst Gieseler, V.-Þýzkal. 51,2 7. Jean-Jacques Bahn, Frakkl., 51,3 8. Alain Hébrard, Frakkl., 52,9. Roberto Frinolli, Ítalíuí sigrar -jjj- Heimsmethafinn varð aðeins þriðji! Belgíumaðurinn Gaston Roelants, sem hefur verið ósigrandi í 3000 m hindrunarhlaupi undanfarin ár, og á heimsmetið í greininni, varð nú að sætta sig við þriðja sæti. Svíinn Persson tók forystu í hlaupinu í upphafi, en það stóð ekki lengi, Hart- mann, Austur-Þýzkalandi, leysti hann fljótt af hólmi og var fyrstur eftir 1000 m á 2:50,9 mín. Aldrei þessu vant tók Roelants lífinu með ró. Heimsmethafinn var samt orðinn fyrstur þegar 2000 m voru búnir, en Kudinski, Sovétríkjunum, var þá í miðjum hópnum. Roelants gerði ör- væntingarfullar tilraunir til að losa sig við keppinautana á síðasta hring, en tókst ekki. Kudinski var þá kom- inn í annað sæti og við vatnsgryfj- una var hann kominn upp að hlið Roelants, sem átti ekkert svar við endaspretti Rússans. Kurjan, Sovét- ríkjunum, tókst einnig að fara fram úr Roelants á síðustu metrunum. Timi Kudinski 8:26,6 mín. er aðeins 2/10 úr sek. lakari en heimsmetið. 3000 m hindrunarhlaup: Evrópumeistari: Viktor Kudinski, Sovétríkjunum, 8:26,6 mín. 2. Anatoli Kurjan, Sovét, 8:28,0 örugglega í 400 m grindahlaupi. 3. Gaston Roelants, Belgíu, 8:28,8 4. Guy Texereau, Frakkl., 8:30,0 5. Manfr. Letzerich, V.-Þýzkal. 8:31,0 6. Dieter Hartman, A.-Þýzkal. 8:31,6 7. Zoltan Vamos, Rúmeníu, 8:34,0 8. Maurice Herriott, Bretl., 8:37,0. ■^- Frakkland og Pólland sigruðu í boðhlaupunum. Það kom fáum á óvart, að Frakk- land og Pólland skyldu sigra í boð- hlaupunum, en þessar þjóðir unnu átta verðlaun af niu í spretthlaup- unum. Frakkland hafði töluverða yfirburði í 4X100 m og sigurtíminn 39,4 sek. er frábær. Helztu keppi- nautar Pólverja í 4 X 400 m voru Vestur-Þjóðverjar, en sigur Póllands var ótvíræður. 4X100 m boðhlaup: Evrópumeistari: Frakkland, 39,4 sek. (Delecour, Berger, Piquemal, Bambuck). 2. Sovétríkin, 39,8 sek. 3. Vestur-Þýzkaland 39,8 sek. 4. Austur-Þýzkaland 40,0 5. Bretland 40,1 6. Ítalía 40,2 7. Tékkóslóvakia 40,6 8. Holland 40,7. 4X400 m boðhlaup: Evrópumeistari: Pólland 3:04,5 mín. (Werner, Borowski, Gredzinski, Badenski) 2. Vestur-Þýzkaland 3:04,8 3. Austur-Þýzkaland 3:05,7 4. Frakkland, 3:05,7 5. Bretland 3:05,9 6. Italía, 3:06,5 7. Tékkóslóvakía, 3:09,3 8. Ungverjaland, 3:10,3. Austur-Þjóðverji og Itali sigra í 20 og 50 km göngu. Ganga er íþrótt, sem menn þekkja lítið til á Islandi, en keppt er í 20 og 50 km göngu á EM. Dieter, A.- Þýzkalandi, sigraði í 20 km en Pam- ich, Italíu, i 50 km. 20 km ganga: Evrópumeistari: Dieter Lindner, A,- Þýzkalandi, 1:29:25,0 klst. 2. Wladimir Golubnitschi, Sovétrikj- unum, 1:30:18,0 4. Gerhard Sperling, A.-Þýzkalandi, 1:31:25,8 5. Anatoli Wedjakow, Sovétríkjunum 1:32:00,8 6. Antal Kiss, Ungverjal., 1:32:42,4 7. Peter Fullager, Bretl., 1:33:02,4 8. Henri Delerue, Frakkl., 1:33:41,2. 50 km ganga: Evrópumeistari: Abdon Pamich, Italíu, 4:18:42,2 klst. 2. Gennadi Agapow, Sovétrikjunum, 4:20:01,2 3. Alexander Scherbina, Sovétríkjun- um, 4:20:47,2 4. Kurt Sakowski, A.-Þýzkalandi, 4:21:35,0. 210

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.