Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 15
VALIiR ÍSLAIMDSMEISTARI Svo virðist sem það sé að verða hefð, að íslandsmótinu í knattspyrnu, 1. deild, ljúki með aukaleik milli efstu liðanna. Og að þessu sinni þurfti tvo auka- leiki til að fá úrslit í mótið. Valur og Keflavík voru jöfn að stigum eftir leikina 10 með 14 stig hvort félag - og eftir jafn- tefli í fyrri leiknum, þar sem Val tókst að jafna á síðustu mínútunni í framlengingu - sigraði Valur í síðari aukaleikn- um og hlaut þar með sæmdar- heitið „Bezta knattspyrnufélag íslands 1966“, og eru 10 ár síð- an Valur hélt síðast þeim titli. Nokkuð voru deildar skoðanir um hvort betra liðið sigraði í þessum aukaleikjum. En eitt er víst. Valur átti bezta liðinu á að skipa framan af í mótinu - og náði þá öruggri forustu. Hins vegar virtist sem þátttaka liðs- ins í Evrópubikarkeppni bikar- hafa hefði slæm áhrif á leik- menn og einkum þó löng utan- för í sambandi við síðari leik Vals, en Valur lék gegn Stand- ard Liege, Belgíu, og vissulega máttu Valsmenn þakka fyrir jafntefli í fyrri leiknum gegn Keflvíkingum. Keppnin í I. deild var mjög jöfn, svo jöfn, að 4 af 6 liðum deildarinnar höfðu möguleika á því að vinna Islandsmeistara- titilinn, þegar aðeins 3 leikjum var ólokið. Margir eru á því, að Keflvíkingar hafi fremur átt sigur skilið í mótinu, og er þá haft til hliðsjónar, að Keflavík- ur-liðið sótti mjög í sig veðrið síðari hluta keppninnar eftir frekar slaka byrjun. En ekki ráða síðustu leikir mótsins frek- ar úrslitum en fyrri leikir. Vals- liðið stóð sig mjög vel framan af og sýndi oft á tíðum skínandi góða leiki, og á af sömu for- sendum góðar einkunnir skilið. En því verður ekki neitað, að heppni var fylgifiskur Vals und- ir lokin. I hinum slaka fyrri úr- slitaleik á móti Keflavík var það vissulega heppni Vals að jafna metin á síðustu mínútu, þegar enginn átti von á. Um það, hvort heppni hafi verið með í spilunum, að Keflavík skyldi ekki skora úr vítaspyrn- unni undir lokin, má deila. Val- ur á afburðamarkvörð, þar sem Sigurður Dagsson er. Það var vel af sér vikið af Sigurði að verja vítaspyrnuna, þó svo, að það sé staðreynd, að hún hafi ekki verið nógu vel framkvæmd af Sigurði Albertssyni. Eftirtektarvert í sambandi við íslandsmótið að þessu sinni er það, hve frammistaða KR var tiltölulega léleg. I upphafi keppnistímabilsins virtist ekk- ert lið eins sigurstranglegt. Þá var KR nýbúið að fá til liðs við sig hinn snjalla kappa af Akra- nesi, Eyleif Hafsteinsson. Byrj- unin var slök hjá KR, en aðeins rofaði til undir lokin. Tap á móti Keflavík í báðum leikjun- um réði úrslitum rnn það, að KR hlaut aðeins fjórða sæti í mótinu. Frammistaða Akureyringa, sem hrepptu þriðja sæti, var að mörgu leyti góð. Sýndi liðið nú jafnari leik en í undanförnum mótum, og vantaði aðeins lítið á, að liðið blandaði sér í loka- baráttuna. Aðstaða Akureyr- inga er að mörgu leyti verri en liðanna sunnan Holtavörðu- heiðar að því leyti, hve seint þeir komast á æfingavöll á vor- in. Það var því snjallt ráð þeirra norðanmanna að bregða sér í keppnisför út fyrir lands- steinana rétt fyrir mótsbyrjun, en eins og menn muna fór liðið til Noregs og lék þar nokkra leiki. Hafði þessi för mjög góð áhrif og vann upp aðstöðumun- inn að miklu leyti. Skagamenn höfnuðu í 5. sæti og mega muna sinn fífil fegri, því þetta var eitt lélegasta knattspyrnusumar þeirra, og máttu þeir raunar þakka fyrir að halda sæti sínu í deildinni. Liðið samanstóð af nokkrum ,,gullaldarmönnum“, þ. á. m. Ríkharði og Jóni Leóssyni, og hins vegar ungum leikmönnum sem komið hafa inn í liðið smátt og smátt. Þessa ungu leikmenn skortir flesta knattleikni. Þróttur hafnaði í botnsætinu og var þessi útkoma mikið áfall fyrir reykvíska knattspyrnu, því horfur voru á því, að Þrótt- ur myndi nú loksins rétta úr kútnum. Gaf ágæt frammistaða í Reykjavíkurmóti tilefni til slíkrar vonar. En allan baráttu- vilja vantaði í íslandsmótinu, og því fór sem fór. Leikmenn Þróttar eru margir hvsrjir leiknir, og sennilega gætu þeir, hver í sínu lagi, fyllt stöður hjá hinum I. deildar liðunum, án þess, að það veikti þau, en það er önnur saga. Aðsókn að I. deildinni í ár var frekar dræm að undanskild- um aukaúrslitaleikjunum, milli Vals og Keflavíkur, sem fjár- hagslega verða mikil björg í bú. 215

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.