Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 3
26. áxg. Reykjavík, desember 1966 10. tbl. Til austfirzkrar æsku Flutt á Skógarhátíð U. Í.A. í Atlavík 31. júlí 1966 Til þín mælir Austurland, æska, sem hlustar í dag orðum, sem mega ei hverfa í tómið og deyja: — Hlustaðu á blæinn .hleraðu öldunnar lag. Hvað skyldi hergmál x fjöllunum vera að segja? Horfðu á firðina lygnu og lærðu að sjá letrið, er sólar- og tunglsgeislar á þá skrifa. Þú átt mig og ég, Austurland, þig á, mitt austfirzka hjarta finnirðu hvarvetna slá. Kom mér að barmi og gleðstu, því gott er að lifa. Hér áður ég gat ekki æskunni boðið sem nú ánægjustundir, né heillandi framtíðarsýnir. Han ég enn löngum fólkið með bjargþrota bú, er brugðust þeir allir hamingjudraumarnir mínir og gæðanna minna gat eigi fólkið mitt neytt, ef geisuðu harðindi fékk það ei risið gegn slíku. Sveið mínu hjarta, er sveitunum mínum var eytt, svall mér hugur, því ég elskaði heitt, er fluttust menn burt og flýðu til Ameríku. Flest er nú breytt og þú, æska, sem upp vex I dag þarft eigi að kvíða, þótt blikur á loftinu sjáist, því þú munt læra og æfa það áralag, sem Austfjörðum hentar til þess að lífsfylling náist. Nú ert þú í sókn. Vertu stöðug við stefnumál, stattu þinn dygga vörð um menningu, tungu. 1 veraldarglaumi verndaðu þína sál, vökunni haltu, ef gylliboð seilast um ál. Gleymdu því aldrei, sem austfirzkar hollvættir sungu. Gnýr þér í eyrum þá svarrar við sorfinn drang, svifléttar vagga þér bárur á miðunum þínum og blænum þú fagnar, sem berst yfir foldarvang, bergir þú gróðurilminn úr sverði mínum. Svo kveða þér strönd þin og dalur, þín byggð og þinn bær, ið blikandi haf og hvert og eitt við þig syngur. — Sonur minn, dóttir mín, Austfjörðum ertu kær. Á augu þín bliki af lífgeislum þeirra slær og lífstrúin bylgjast í blóði þér Austfirðingur.---- Sigurður Pálsson.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.