Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 9
Torfi Tómasson: Evrópumeistaramótið í sundi Evrópumeistaramótið í sundi var haldið í borginni Utrecht í Hollandi dagana 20.—27. ágúst s.l. en Evrópumeistarasundmót eru alltaf haldin fjórða hvert ár. Þátttakendur frá fslandi voru á þessu móti þeir Davíð Valgarðsson og Guðmundur Gíslason, fararstjóri var Torfi Tómasson, en með í ferðinni var einnig Siggeir Siggeirsson stjórnarmaður í Sundsamband- inu en hann sat þing LEN Evr- ópusundsambandsins, sem var haldið í sambandi við mótið. Mótið fór fram í nýlegri sundlaugasamstæðu að nafni Den Hommel, voru í samstæðu þessari 7 sundlaugar; aðal- keppnislaug, dýfingalaug, kennslulaug, stór vaðlaug og 3 inni sundlaugar. Allt var gert til þess að hafa mótið sem glæsi- legast og var skipulagningin of mikil að sumum fannst. Tíma- taka var sjálfvirk, þó að dóm- arar og tímaverðir upp á gamla mátann hefðu síðasta orðið. Ræst var með hljóðmerki, til þess að bæta úr því óréttlæti að hljóð úr byssu er nokkrum hundraðshlutum úr sekúndu lengur að ná til þess sem er lengst frá ræsinum en til þess sem næstur er, var þar til gerð- um hátölurum komið fyrir á milli ráspallanna. Þetta vakti þó mikla óánægju þar sem að keppendur voru lengi að venj- ast þessari nýjung. Voru því þjófstört og mistök algeng fyrstu dagana. Allt fór þó vel að lokum, sem bezt má sjá á því að sett voru 2 heimsmet, 10 Evrópumet og yfir 100 lands- met. Sterkastir voru Rússarnir, Guðmundur Gíslason sem aðeins nýlega eru orðnir stórþjóð í sundíþróttinni. Tóku þeir 12 gullverðlaun, 7 silfur og 5 brons. íslenzku keppendurnir stóðu sig eftir því sem búist hafði verið við og þó betur þar sem þeir settu ný íslandsmet í öll- um þeim greinum, sem þeir kepptu í. Guðmundur synti 400 m fjórsund á tímanum 5:15,2, gamla metið átti hann sjálfur 5:15,5 sett í Tokíó 1964. í 200 m flugsundi varð hann fyrir því óhappi að súpa á og hætta þeg- ar hann átti aðeins eftir u.þ.b. 10 m í mark, millitímar hans í 100 og 150 m voru sekúndubrot- um betri en þegar hann setti met það, sem nú stendur. Davíð keppti í 400 m skriðsundi og fékk tímann 4:42,6 og 1500 m skriðsundi þar sem hann fékk tímann 19:12,6 ennfremur var millitími hans á 800 m íslands- met 10:08,8. Gömlu metin átti hann öll sjálfur. Þó að þessir tímar hans séu góðir, þá tel ég að reynsluleysi á stórmótum sem þessu hafi háð honum nokkuð. Eins og oft vill verða í stutt- um greinum, var keppnin jöfn- ust í 100 m skriðsundinu. Til þess að komast í úrslit þurfti tímann 55,0 sek. en sigurvegari varð Bobby McGregor frá Skotlandi á 53,7 sek. Sigur hans var merkilegur fyrir það að hann sat eftir í viðbragð- inu, allt að 0,3 sek. McGregor hefur fallegan stíl, hann andar alltaf í 3. hverju taki þ.e.a.s. til skiptis til vinstri og hægri, verð- ur lega hans því mun jafnari. Stjarna mótsins var Austur- Þjóðverjinn Frank Wiegand, en hann kom hingað til lands í boði Ármanns fyrir 4 árum. Hann sigraði í 400 m fjórsundi á nýju Evrópumeti 4:47,9 mín. eftir harða keppni við Rússann Dunaev. Voru þeir í sér ,,klassa“ sem bezt sést á því að 3. maður var 7 sek. lakari. Samt hafði Wiegand aðeins hugsað um f jór- sundið sem aukagrein nokkurs- konar æfingu fyrir 400 m skrið- sundið, sem hann vonaðist til að vinna. Flestir töldu þó Rúss- ann Bilitz-Geiman sigurstrang- legri^ eftir að Wiegand hafði rétt náð í úrslit á lélegum tíma, en Wiegand byrjaði hratt, varð aldrei ógnað og kom í mark á nýju heimsmeti 4:11,1, gamla metið átti Don Schollander frá Bandaríkjunum 4:12,2, annar var Belitz-Geiman á 4:13,2 og þriðji Frakkinn Mosconi á 4:13,6. 1 viðbót við þessa tvo sigra var Wiegand í sveitum A- Þýzkalandi, sem sigraði í 4x100 229

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.