Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 10
m skriðsundi og tóku annað sæti í 4x100 m fjórsundi og 4x 200 m skriðsundi. Fór hann því heim með 3 gull- og 2 silfur- verðlaun. 1 þessum þremur boð- sundum mótsins tóku Rússarnir 2. sæti þar sem A-Þjóðverjamir sigruðu og sigruðu þar sem A-Þjóðverjarnir voru nr. 2. 200 m bringusunds kvenna var beðið með eftirvæntingu en þar mættust rússnesku stúlk- urnar Gahna Prozumeskikova og Irena Poznyakova, en Irina (13 ára) hafði þá nýlega slegið heimsmet hinnar ,,gömlu“ (17 ára) Galinu. Viðureign þeirra lauk með því að Galina endur- heimti heimsmet sitt, fékk tím- ann 2:40,8 en Irina synti á 2:41,9, gamla metið var 2:43,0. Brezka stúlkan Jill Slatery, sem var nr. 3 í greininni synti á 2:47,9, sem samt verður að telj- ast mjög góður tími á heims- mælikvarða. Það sem mér þótti sérstakt við sund rússnesku stúlknanna var það að þær unnu meira á stílnum en ég hafði búist við, handartökin voru ekki mjög stór en nýtt til fullnustu, fótatökin eru stór og sterkleg. Þó að Rússar eigi sterkasta bringusundsfólk í heimi, þá virðist ekki vera neinn sérstakur stíll allsráðandi, held- ur er leyndarmál þeirra líkleg- ast það að í Rússlandi er bringusund æft meira en í öðr- um löndum. I 1500 m skriðsundi voru slegin 9 landsmet og 3 þeirra tvisvar. Sigurvegari var Belits- Geiman, Rússlandi, á nýju Evr- ópumeti 16:58,5. Bretinn Kim- ber hélt við hann fyrstu 800 m en eftir það var sigur Rússans vís. Kimber fékk tímann 17:13,2 sem er nýtt brezkt met, en það gamla hafði hann sjálfur sett í Frank Wiegand undanrásunum. Önnur met voru spanskt (tvíslegið), franskt (tvíslegið), norskt, íslenzkt, pólskt, tyrkneskt og v-þýzkt. Evrópumeistarar í sundknatt- leik urðu Rússar, sigruðu þeir A-Þjóðverja í úrslitaleiknum 1—0 en A-Þjóðverjar höfðu fram að þeim tíma virzt ósigr- andi. Úrslit í einstökum greinum: 200 m bringusund kvenna: 1. G. Prozumenshikova, Sovét. 2.40,8 2. I. Poznyakova, Sovét 2.41,9 3. Jill Slatery, England 2.47,9 4. G. Kok, Holland 2.48,8 5. S. Mitchel, England 2.51,6 6. S. Grimmer, A-f*ýzkal. 2.51,6 7. B. Grimmer, A-Þýzkal. 2.53,2 8. M. Hoffmann, V-Þýzkal. 2.55,2 100 m baksund kvenna: 1. C. Caron, Frakkland 1.08,1 2. L. Ludgrove, England 1.08,9 3. C. Balaban, Rúmenía 1.09,7 4. N. Mikhailova, Sovét 1.10,8 5. B. Kohler, A-Þýzkal. 1.11,2 6. U. Patrika, Finnland 1.11,3 7. C. Sikkens, Holland 1.11,3 8. M. P. Corominas, Spáni 1.12,6 200 m baksund karla: 1. Yury Gromak, Sovét 2.12,9 2. J. Monzo, Spáni 2.15,7 3. J. Rother, A-Þýzkal. 2.16,7 4. B. Vicente, Frakkl. 2.17,0 5. V. Mazanov, Sovét 2.17,2 6. R. Kunze, A-Þýzkal. 2.17,3 7. Jozsef Csikany, Ungv. 2.18,5 8. D. Vrhovsek, Júg. 2.19,2 400 m skriðsund kvenna: 1. C. Mandonnaud, Frakkl. 4.48,2 2. Ada Kok, Holland 4.48,7 3. T. Sosnova, Sovét 4.50,1 4. J. Cave, England 4.51,6 5. E. Ljunggren, Svíþjóð 4.51,9 6. D. Dorleans, Frakkl. 4.54,1 7. J. Wanke, A-Þýzkal. 4.59,3 8. D. Beneck, Italía 5.00,3 4x200 m skriðsund karla: 1. Sovétríkin 8.00,2 2. Austur-Þýzkaland 8.01,6 3. Svíþjóð 8.04,3 4. Frakkland 8.05,3 5. V-Þýzkaland 8.09,9 6. England 8.14,7 7. Spánn 8.23,8 8. Finnland 8.25,3 200 m flugsund karla: 1. V. Kuzmin, Sovét 2.10,2 2. H. Gregor, A-Þýzkal. 2.10,6 230

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.